Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 72
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Erlendir fjölmiðlar fjalla um Stefán Karl 2. Hermann Hreiðars skráir sig í samband 3. Gömlu Hringbrautinni lokað 4. Fundu heróín fyrir tilviljun »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Grúska Babúska held- ur tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Sveitin lýsir tónlist sinni sem gáskafullri og barnslegri, en á sama tíma sé hún dimm og þrungin alvöru. Nýjasta plata sveitarinnar er senn væntanleg hjá Möller Records. Grúska Babúska leik- ur í Hannesarholti  Ragna Ragnars- dóttir hlýtur Formex Nova- hönnunarverð- launin í ár. Að mati dómnefndar er hönnun Rögnu samtímis per- sónuleg, afger- andi og full af húmor. Hönnun hennar hafi yfir sér dulúðugan andblæ sem veki hug- renningatengsl við Íslendindasög- urnar og einstæða náttúru landsins á sama tíma og hún beri vott um kín- verska fagurfræði. Verðlaunin hafa verið veitt frá 2011 með það að mark- miði að vekja athygli á framúrskar- andi ungum norrænum hönnuðum. Ragna hlýtur Formex Nova-verðlaunin í ár Á föstudagNorðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, eink- um norðantil, en sums staðar þokusúld með norður- og austur- ströndinni. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 3-8 m/s, skýjað og skúrir syðra og sumstaðar þokusúld með ströndinni. Skýjað með köflum syðra og stöku skúrir. Dálítil rigning nyrðra síðdegis en rofar til syðra. VEÐUR Blóðtappi í lungum kemur í veg fyrir að fyrirliði Þýska- lands og ein frægasta knattspyrnukona heims, Dzsenifer Marozsán, mæti á Laugardalsvöll í „úrslita- leikinn“ við Ísland 1. sept- ember, í undankeppni HM. Þjóðverjar tilkynntu í gær hvaða leikmenn yrðu í landsliðshópi „skalla- skrímslisins“ Horst Hrub- esch, en þar er Alexandra Popp markahæst. »2 Fyrirliði Þjóðverja ekki til Íslands „Fyrri aðgerðin mistókst að því leyt- inu til að læknirinn lagaði aðeins tvær rifur í liðþófanum af þremur. Hann sagðist ekki hafa séð þriðju rif- una í aðgerðinni þó svo að hann hefði séð hana á mynd frá segulómun,“ sagði Birna Berg Haralds- dóttir, landsliðskona í hand- knattleik. Hún hefur far- ið í tvær aðgerðir á hné á síðustu mánuðum og sér ekki fram á að leika með liði sínu í dönsku úrvalsdeild- inni fyrr en undir árslok vegna mis- taka læknis sem gerði fyrri aðgerð- ina í Danmörku í vor. »1 Mistök læknis hafa sett strik í reikning Birnu „Jú, það má orða það þannig að mín- úturnar hafi nýst vel. Þetta er klár- lega besta innkoma mín síðan ég byrjaði í Þór/KA. Ég er því mjög ánægð með þetta,“ sagði Margrét Árnadóttir sem kom inn á sem vara- maður í síðari hálfleik hjá Íslands- meisturunum og skoraði tvö mörk í markaveislu á Þórsvelli þegar liðið tók á móti FH. »4 Mjög ánægð með frammistöðu sína ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskar sumarbúðir fyrir börn og unglinga hafa verið starfræktar í ná- grenni við Gimli í Manitoba í Kanada vikuna fyrir verslunarmannahelgina í nær hálfa öld og hefur Guðmundur Hafliðason komið frá Íslandi og verið í teymi leiðbeinenda undanfarin tíu ár. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og við bryddum upp á einhverju nýju á hverju ári, erum með sérstakt þema eins og til dæmis víkingaþema, fótboltaþema og landsliðsþema,“ segir hann. Haustið 2009 fór Guðmundur í enskuskóla í Winnipeg. Hann segir að Kent Björnsson hafi bent sér á sumarbúðirnar og spurt hvort hann vildi ekki aðstoða þar áður en hann byrjaði í skólanum. „Ég sló til og sé ekki eftir því enda hef ég unnið í búð- unum á hverju ári síðan,“ segir hann. „Það er líka erfitt að segja nei þegar börnin segja „sjáumst aftur á næsta ári“.“ Guðmundur hefur æft og leikið knattspyrnu síðan hann var sjö ára. Hann hefur verið í íþróttafélaginu Ösp um árabil og tvívegis keppt á Special Olympics; fyrst í Belgíu 2014 og síðan í Los Angeles 2015. Á næsta ári verður leikið í furstadæminu Abu Dhabi. Í sumar ákvað hann að taka fótboltaliðið með sér í sumarbúðirnar og spilaði hópurinn með heimamönn- um á Gimli daginn fyrir Íslendinga- daginn. „Mér þótti sorglegt að sjá fótbolta- völlinn á Gimli alltaf tóman og eftir að hafa rætt við Grant Stefanson, formann Íslendingadagsnefndar- innar, ákváðum við að ég kæmi með liðið og við myndum spila á Íslendingadagshátíðinni.“ Í íslenska landsliðsbúningnum Fótboltalið Asparinnar æfir þrisv- ar í viku og keppir í íslenska lands- liðsbúningnum erlendis. Guðmundur segir að gott samstarf hafi verið við Knattspyrnusamband Íslands, sem hafi gefið félaginu keppnisbún- ingana. „Við fórum 15 saman í sumarbúðirnar og skiptum svo í tvö blönduð lið með heimamönnum,“ segir hann um leikinn. Íslenskir krakkar hafa stundum verið í sumarbúðunum en aldrei hafa verið eins margir frá Íslandi og nú. „Þetta gekk mjög vel og krakkarnir voru ánægðir að sjá strákana og kynnast íslensku fótboltaliði,“ segir Guðmundur. Foreldra- og kennarafélag Öskju- hlíðarskóla stofnaði Íþróttafélagið Ösp 1980. Guðmundur segir að mest sé um æfingaleiki innanlands en í fyrra hafi verið fjölmennt Íslands- mót með þátttöku liða frá eyjunni Mön og Færeyjum auk 3. flokks Fjölnis. „Strákarnir voru svo hrifnir af sumarbúðunum að nokkrir þeirra ætla að mæta og vinna með mér í þeim á næsta ári,“ segir Guðmundur. Færandi hendi Guðmundur hefur alltaf komið færandi hendi til Gimli. Hann þakkar það stuðningi fyrirtækja, félaga og einstaklinga. Þannig hafi Mjólkur- samsalan til dæmis gefið honum skyr fyrir þátttakendur í sumarbúðunum. „Krakkarnir fá aldrei nóg af skyrinu og undanfarin tvö ár hefur KSÍ gefið landsliðstreyjur, boli og fleira sem ég hef útdeilt, bæði í sumarbúðunum og í skrúðkeyrslunni á Gimli á Íslend- ingadeginum. Svo hef ég líka stund- um fengið sælgæti hjá Nóa Síríusi.“ Tónlist er ríkur þáttur í sumarbúð- unum og Guðmundur hefur fært krökkunum kveðju með ýmsum hætti frá íslenskum tónlistar- mönnum. „Sverrir Bergmann gaf eitt sinn öllum krökkunum áritað eintak af fyrsta albúmi sínu, Jón Jónsson sendi kveðju í myndbandi sem ég útbjó og Of Monsters and Men hefur gefið þeim diska, svo fátt eitt sé talið.“ Hann segir að krakk- arnir hafi lært lög með viðkomandi tónlistarfólki og sent því sönginn á myndbandi til baka sem örlítinn þakklætisvott. „Það bíða allir spenntir eftir næstu sumarbúðum,“ segir hann. Gefur skyr, treyjur og sælgæti  Guðmundur hefur verið leiðbeinandi í íslenskum sumarbúðum í Kanada í 10 ár Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sumarbúðir á Gimli Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsaði upp á liðið fyrir leikinn. Guðmundur Hafliðason fyrirliði er fremstur nr. 9.  Allt sem er fallegt í lífinu nefnist sýning sem Mooz sýnir í félagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 20 og í Gaflaraleikhúsinu 8. september kl. 15 og 20. Sýningin stendur á mörkum sviðslista og myndlistar, er lifandi innsetning, sem rannsakar karl- mennsku, kvenmennsku, tvíhyggju og ofbeldi. Þátt taka Friðrik Margrétar Guðmunds- son, Stefán Ingvar Vig- fússon, Brynhildur Karlsdóttir, Hólm- fríður María Bjarn- ardóttir og Tómas Gauti Jóhanns- son. Allt sem er fallegt í lífinu sýnt í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.