Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hækka í flestum sveitarfélögum milli ára með hærra fasteignamati. Getur munað tugum þúsunda á ári. Samkvæmt útreikningum Þjóð- skrár Íslands fyrir Byggðastofnun er hækkunin á annan tug prósenta í nokkrum sveitarfélögum. Hún var sögð mest í Grindavík, eða 17,6%, sem talið var þýða 42 þús. á ári. Sveitarfélagið hafnar þeirri útkomu. Akranes sker sig úr á listanum. Þar lækka gjöldin um 8,21%. Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2017 og skv. álagningarreglum 2018. Viðmið- unareignin er einbýlishús sem er 161,1 fermetri að grunnfleti og stærð lóðar 808 fermetrar. Ber í þessu efni að hafa í huga að fast- eignamat fyrir 2018 hækkaði um 13,8% frá fyrra ári. Það hækkar svo um 12,8% fyrir árið 2019. Matið er því að hækka um tugi prósenta á fáum árum. Samtala ýmissa gjalda Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fasteignagjöldin eru hæst í Reykjanesbæ, eða 389 þúsund. Borgarnes er í öðru sæti. Þar eru gjöldin 378 þús. Eru þá lögð saman gjöld af fasteignum vegna fasteigna- skatts, lóðarleigu, fráveitugjalds, vatnsgjalds og sorpgjalda. Ásgerður Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði, segir fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði vera óbreytt milli ára, eða 0,5%. „Við erum nú að skoða, í aðdrag- anda fjárhagsáætlunar 2019, að lækka fasteignagjöld, eða á einhvern hátt að koma til móts við fasteigna- eigendur með lækkun álaga.“ Gunnar Ingi Birgisson, bæjar- stjóri Fjallabyggðar, segir álagn- ingarprósentuna ekki hafa breyst milli ára. Hækkandi fasteignagjöld skýrist af hækkandi fasteignaverði. Álagningarprósentan er 0,49%. Spurður hvort til standi að endur- skoða þessa prósentu segir Gunnar það hlutverk stjórnarmeirihlutans að taka slíka pólitíska ákvörðun. Gjaldið lækkar í Árborg Samkvæmt fjárhagsáætlun Ár- borgar árið 2018 verður fasteigna- skattur af íbúðarhúsnæði 0,325% af heildar-fasteignamati í A-flokki. Hlutfallið var 0,35% í fyrra. Gísli Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Árborgar, segir þetta í skoð- un. „Við þurfum vissulega að fara í gríðarlega uppbyggingu út af öllum þessum vexti. Það er mikil íbúafjölg- un og við þurfum að byggja nýjan skóla og nýtt hverfi. Það verður leit- ast við að lækka prósentuna þannig að álögurnar aukist ekki á íbúana.“ Sem áður segir eru gjöldin áætluð hæst í Reykjanesbæ, 389 þúsund. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, minnir á að bærinn sé undir aðlögunaráætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga. „Samkvæmt þeirri áætlun er gert ráð fyrir að tekjur vegna fasteignaskatts skili 1.750 milljónum á næsta ári. Við er- um að fara yfir það þessa dagana hverjar tekjurnar verða á næsta ári að öllu óbreyttu. Það er viðbúið að tekjurnar verða meiri. Þá er vilji bæjaryfirvalda að stilla það af. Ef svigrúm verður til lækkunar verður það nýtt,“ segir Kjartan Már. Samkvæmt útreikningum Þjóð- skrár fyrir Byggðastofnun hækkuðu fasteignagjöld í Grindavík um 17,36% milli ára. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir útreikningana ranga. Leiðréttingu hafi verið komið á framfæri við Byggðastofnun. Hún hafi hins vegar ekki skilað sér í skýrslu Byggðastofnunar. Hið rétta sé að gjöldin hafi hækkað um 7,36%. Hækkunin sé því um 17.500 kr. en ekki 42 þús. eins og haldið var fram. „Þjóðskrá hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að senda sveitar- stjórnum útreikninga á því hvernig þeir sjá fyrir sér fasteignagjöldin. Þá til að undirbyggja skýrslu um samanburð á landsvísu. Þegar gögn- in komu varðandi Grindavíkurbæ voru gerðar athugasemdir. Útreikn- ingarnir voru ekki réttir,“ segir Fannar. Hann segir bæinn hafa í fjölda ára farið varlega í álagningarprósentur. „Þegar fasteignamatið hefur hækkað umfram almennt verðlag, kaupmátt o.s.frv. hefur prósentan hreinlega verið lækkuð. Þannig hafa gjöldin verið milduð hjá bæjarbúum. Það myndi ég halda að væri óbreytt afstaða hjá bæjarstjórninni.“ Fasteignamat 2018 % breyting heildarmats 2017-18 Húsavík Reykjavík - Suður-Þingholt Reykjavík - Úlfarsárdalur Grindavík Kópavogur - Kórar Kópavogur - Vesturbær Reykjavík - Grafarholt Kópavogur - Hvörf, Þing Hveragerði Akranes Höfn Sauðárkrókur Selfoss Keflavík Siglufjörður Blönduós Akureyri - Efri Brekka Isafjörður - Nýrri byggð Vopnafjörður Patreksfjörður Seyðisfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Hvolsvöllur Stykkishólmur Dalvík Vestmannaeyjar Borgarnes Egilsstaðir Bolungarvík Hólmavík 0% 10% 20% 30% 40% 50% H ei m ild : B yg gð as to fn un Mesta hækkun fasteignagjalda 2017-2018 Hlutfallslega mesta hækkun, tíu efstu 15% 10% 5% 0% Grinda- vík Höfn Sauðár- krókur Siglu- fjörður Selfoss Ísafjörður (nýrri byggð) Seyðis- fjörður Blönduós Vopna- fjörður Patreks- fjörður *Viðmiðunareign er 161,1 m2 einbýlishús að grunnfleti ásamt 808 m2 lóð Fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald af viðmiðunareign* Heimild: Byggðastofnun Áætlun Grindavíkurbæjar (7,36% hækkun) Grindavík Fasteignamatið hefur hækkað í Grindavík síðustu ár. Kjartan Már Kjartansson Gunnar I. Birgisson Fasteignagjöldin eru á uppleið  Gjöldin hækka með hækkandi fasteignamati  Hækkanir geta þýtt tugþúsunda aukagjöld á ári  Lækkun gjaldanna í skoðun á Höfn  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar boðar lækkun ef svigrúm gefst Morgunblaðið/RAX Gísli Halldór Halldórsson Ásgerður Gylfadóttir 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 112.800 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferðir innifaldar! sp ör eh f. Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá frumlegasti í Evrópu. Þar sem landið er þekkt fyrir dásemdar súkkulaði, mikla matarmenningu og góðan bjór er ljóst að hér er margs að njóta. 22. - 25. nóvember Jólaferð til Brussel & Brugge Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það er ekki nokkur leið að sjá hvort um er að ræða langreyði eða blending við veiðarnar, en það sést þegar reng- ið og skíðin eru skoðuð eftir á,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf. í samtali við Morg- unblaðið, en hvalur sem talinn er vera blendingur steypi- og langreyðar veiddist í utanverðum Faxaflóa og var dreginn að landi í Hvalfirði í gær- morgun. Þetta yrði þá annar blendingurinn sem veiðist í ár, en Kristján telur sex slíka blendinga hafa veiðst frá því á níunda áratug síðustu aldar, en tekur fram að enn sé beðið niðurstöðu DNA-prófs. Hann kvað dýrið vera karlkyns og minna en það sem veidd- ist í júlí sl. Spurður hvað gert yrði við hvalinn sagði hann að afurðirnar verði frystar. Kristján vísaði gagn- rýni á bug og kvað hana koma að mestu frá hópum frá útlöndum sem væru hér og sætu nú um starfsemina. Niðurstaða brátt væntanleg „Niðurstaða DNA-rannsóknar á hvalnum ætti að liggja fyrir næsta þriðjudag, en bráðabirgðaskoðun gef- ur til kynna blending langreyðar og steypireyðar,“ segir Þorsteinn Sig- urðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, en starfs- menn stofnunarinnar tóku sýni strax í gærmorgun og sendu til frekari at- hugunar. „Það er nokkuð merkilegt að finna tvö svona dýr á sama árinu, en náttúr- an býður upp á þetta,“ segir Þor- steinn, sem segir þurfa að kanna þetta betur. Spurður hvort blending- ar sem þessir geti fjölgað sér, segir Þorsteinn að enn hafi ekki fundist vís- bendingar um það, utan ein kýr með fóstri sem virtist óeðlilega smátt. Blendingar að öðrum hlut en til helm- inga hefðu enn ekki fundist. Aðspurð- ur svarar Þorsteinn að veiðar á lang- reyði í atvinnuskyni væru „vel innan marka sjálfbærni hérlendis“ og nýtt- ust jafnframt við að meta ástand lang- reyðarstofnsins og lífríkis sjávarins. Hvalblendingur veiddist  Hvalur sem virðist blendingur steypi- og langreyðar dreg- inn að landi öðru sinni í sumar  DNA-niðurstöðu beðið Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Hvalurinn Talið er að um karlkyns blending steypi- og langreyðar sé að ræða, en glöggir gætu reynt að dæma það af kvið skepnunnar á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.