Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Snarfarahöfn Tveir menn spá og spekúlera á bryggju nálægt seglbátnum Marín í smábátahöfninni við Naustavog í Reykjavík þar sem Snarfari, félag skemmtibátaeigenda, er með aðstöðu.
Eggert
Biðlistar dagvistunar-
úrræða aldraðra hafa verið
til umfjöllunar í vikunni.
Þörfin er brýn sem má sjá
af því að bara í Kópavogi
bíða 135 eftir dagvistun, þar
af á fjórða tug með heilabil-
un.
Kópavogur hefur um
nokkurt skeið verið tilbúinn,
í samstarfi við hjúkr-
unarheimilið Sunnuhlíð, með
húsnæði fyrir tíu rými í
dagvistun. Reynslan sýnir
að tíu rými þjóna 20-25
manns þannig að við erum
tilbúin til að stytta biðlist-
ana strax. Í ljósi þeirrar
stöðu sem nú er uppi er
eðlilegt að spurt sé hvað
okkur sé þá að vanbúnaði.
Hvað Kópavog varðar þá er
okkur ekkert að vanbúnaði
en bærinn er aftur á móti
háður úthlutunum plássa
frá ríkinu. Málið strandar
þannig á því að við höfum
ekki, þrátt fyrir ítrekaðar
óskir, fengið vilyrði um úthlutun dag-
vistunarrýma. Verkaskiptingin er alveg
skýr. Sveitarfélögin sjá um húsnæði fyr-
ir dagvistunarúrræði en ríkið úthlutar
fjármagni með hverju og einu þeirra.
Dagvistunarúrræði kostar 7.000 kr. á
dag og sértækt úrræði á borð við það
sem heilabilaðir þurfa kostar 15.000 kr.
Þetta er því mjög hagstæð þjónusta
miðað við til dæmis hjúkrunarheimili.
Það er í samræmi við kröfur nútímans
að geta lengt þann tíma sem fólk getur
búið heima hjá sér um leið og dagvistun
léttir á nánustu aðstand-
endum, börnum og fjöl-
skyldu. Þá er mikill skort-
ur á hjúkrunarrýmum og
get ég ekki látið hjá líða
að minna á að stækkun
ríkisins á hjúkrunarheim-
ilinu í Boðaþingi hefur
dregist úr hömlu, sem aft-
ur lengir biðlista eftir dag-
vistun.
Í ljósi þessara tafa á
uppbyggingu í Boðaþingi
og langra biðlista sem
hafa myndast biðla ég fyr-
ir hönd Kópavogsbúa til
heilbrigðisráðherra, Svan-
dísar Svavarsdóttur, um að
okkur verði sýndur skiln-
ingur á ástandinu. Ég óska
eftir því að tekið verði tillit
til þess sem fram kemur í
bréfaskriftum til ráðuneyt-
isins og prýðilegs fundar
sem ég átti með ráðherra
og starfsfólki heilbrigð-
isráðuneytisins.
Undirritaður vill taka
fram að það er engin tog-
streita Kópavogsbæjar við
ríkið sem tefur málið. Hér
þurfa aðilar einfaldlega að virða þá
verkskiptingu sem er á milli ríkis og
sveitarfélaga. Vandinn liggur að mínu
mati í því að ríkið hefur ekki úthlutað
nægu fjármagni í þessi úrræði.
Ég vona að umfjöllun og umræða um
þetta mikilvæga mál verði til þess að
það verði gripið til aðgerða. Kópavogur
getur fjölgað dagvistunarúrræðum aldr-
aðra strax, en það verður ekki gert án
samstarfs við heilbrigðisráðuneytið.
Eftir Ármann Kr.
Ólafsson
»Dagvistun
aldraðra
léttir á nánustu
aðstandendum,
börnum og fjöl-
skyldu. Kópa-
vogsbær er
tilbúinn til að
stytta biðlistana
strax.
Ármann Kr.
Ólafsson
Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Styttum biðlista
eftir dagvistun
aldraðra strax Lengst af hefurverðmætasköpun verið
tiltölulega einhæf í
okkar samfélagi og
einkum byggst á sjáv-
arútvegi, iðnaði og
landbúnaði. Á síðustu
árum hefur ferðaþjón-
ustan dregið vagninn í
aukningu hagvaxtar og
sköpun betri lífskjara.
Nú dregur úr þeirri
miklu aukningu eins og vænta
mátti. Áfram mun þessi mik-
ilvæga atvinnugrein þó skipta
okkur mjög miklu máli. En önn-
ur tækifæri hafa lítt eða ekki
verið nýtt og það er mjög mik-
ilvægt að við horfum til fleiri
tækifæra til verðmætasköpunar
– og þótt fyrr hefði verið.
Við stöndum frammi fyrir
gríðarlega miklum tækni-
framförum sem gjarnan eru
kölluð „fjórða iðnbyltingin“.
Þær snúast m.a. um að tengja
saman fjölmargar tækninýj-
ungar sem litið hafa dagsins ljós
á síðustu árum og munu koma
fram á næstu árum. Öflug fjar-
skipti eru lykilatriði þegar kem-
ur að þessum málum. Forsenda
þeirra er að alvöru uppbygging
geti átt sér stað á þessum vett-
vangi, þ.e. öflugri tengingar í
gangflutningum á milli Íslands,
Evrópu og Bandaríkjanna.
Samkeppnisforskot Norður-
landanna og Írlands felst t.a.m.
í mun öflugri fjarskiptateng-
ingum til annarra landa en við
höfum hér. Slíkar tengingar eru
lykilatriði í að laða í auknum
mæli starfsemi gagnavera til Ís-
lands, en þar er m.a. horft til
fjölda ljósleiðara til og frá land-
inu sem og öryggis slíkra teng-
inga. Ytri aðstæður til starfsemi
lengi hefur ágreiningur í þeim
málum valdið því að byggðir
landsins búa við mjög mismun-
andi tækifæri til að geta horft til
verkefna sem þessara af ein-
hverri alvöru. Þessu verður að
breyta. Stöðugur ágreiningur
um línulagnir og skortur á
framtíðarsýn í uppbyggingu
raforku er þegar farinn að hafa
mjög skaðleg áhrif og því miður
hafa mörg tækifæri víða um
land farið forgörðum vegna
þessa. Þar höfum við upp á síð-
kastið þurft að sjá á bak tæki-
færum sem skapað hefðu tugi
vellaunaðra starfa á lands-
byggðinni.
Í raun hefur okkur tekist
ótrúlega vel að byggja upp öfl-
ugt samfélag fárra íbúa í stóru
landi. En við þurfum áfram að
hugsa stórt og við eigum ekki að
sætta okkur við að leysanleg
verkefni, svo sem bættar sam-
göngur, efling raforkufram-
leiðslu og dreifikerfis raforku,
sé orsök þess að við náum ekki
treysta þær stoðir landsins sem
nauðsynlegar eru, til að skapa
hér aðstæður fyrir enn blóm-
legra samfélag. Hvatningarorð
Einars Benediktssonar, skálds
og athafnamanns, eiga við í dag
sem fyrr; „reistu í verki, viljans
merki – vilji er allt sem þarf“.
gagnavera
eru mjög já-
kvæðar hér á
landi t.d. hag-
stæð veðrátta
með tilliti til
kælingar á
tölvubúnaði,
umhverf-
isvæn og
sjálfbær raf-
orkufram-
leiðsla og
menntað
vinnuafl.
Það er ekki að ástæðulausu
sem mörg lönd leggja mikla
áherslu á uppbyggingu í þess-
um iðnaði. Gjarnan verða til
klasar gagnavera sem leiða til
uppbyggingar þekking-
armiðstöðva, gjarnan í dreifðari
byggðum, tengdum gagna-
vinnslu. Í þessu felast mikil
tækifæri fyrir ungt fólk með
fjölbreytta menntun og fyrir
samfélagið sem slíkt, að greiða
leið fyrir virka þátttöku okkar í
fjórðu iðnbyltingunni. Við eig-
um að setja okkur háleit mark-
mið nú þegar í þessum efnum.
Stjórnvöld geta og eiga að leika
stórt hlutverk í þessum mála-
flokki. Best og eðlilegast er að
skapa hér aðstæður til að einka-
aðilar geti ráðist í nauðsynlegar
framkvæmdir, reki og eigi
gagnaflutningsleiðir með sama
hætti og er á landi. Einnig þarf
að leggja áherslu á uppbygg-
ingu þessa iðnaðar á lands-
byggðinni, líkt og gert er er-
lendis. Í þeirri stefnu felst
raunveruleg byggðastefna þar
sem nýjum stoðum er skotið
undir byggð með fjölbreyttara
samfélagi íbúa um allt land.
Órjúfanlegur hluti uppbygg-
ingar á þessum vettvangi er efl-
ing raforkuframleiðslu og
dreifikerfis raforku. Allt of
Eftir Jón
Gunnarsson » Stöðugur ágrein-
ingur um línu-
lagnir og skortur á
framtíðarsýn í upp-
byggingu raforku er
þegar farinn að hafa
mjög skaðleg áhrif.
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Vilji er allt sem þarf