Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Það þarf ekki að koma neinum áóvart – nema ef til vill meiri- hlutanum í Reykjavík – að íbúðir í Miðborginni séu dýrari en þar sem nýtt land er brotið undir bygg- ingar. Reykjavík- urborg hefur fylgt þeirri stefnu um árabil í tíð nokkurra vinstri meiri- hluta, að byggja íbúðir helst að- eins á þeim svæðum sem þegar hefur hefur verið byggt á og allra helst í Miðborginni.    Svæði austan við Elliðaár, semværu til að mynda ákjósanleg fyrir þá sem vilja greiða vel innan við milljón króna fyrir fermetr- ann, hafa setið á hakanum hjá borginni, enda ekki „þéttingar- svæði“. Meirihluti vinstri manna í borginni telur, ef marka má stefn- una í skipulagsmálum, að allur al- menningur sé að leita að íbúðum sem kosta milljón krónur fermetr- inn.    Nú hafa verið fluttar af þvífréttir að dregið hafi úr eft- irspurn eftir slíkum eignum og sennilega er einhverja farið að gruna að til sé fólk sem sé jafnvel ekki tilbúið til að greiða slíkt verð.    Engar vísbendingar eru þókomnar fram um að þessar grunsemdir hafi ratað inn í hug- skot meirihlutans í borginni.    Þar fylgja vinstrimenn sömustefnu og áður, að leyfa helst aðeins byggingar þar sem byggð er fyrir og leggja svo sérstakt borgarlínugjald ofan á til að tryggja að verðið sé örugglega við allra hæfi.    Þetta er auðvitað stefna semekki getur klikkað. Miðborgarálag vinstri manna STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 11 rigning Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 19 skúrir Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 13 léttskýjað Glasgow 14 léttskýjað London 15 skúrir París 20 skúrir Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 21 heiðskírt Vín 25 rigning Moskva 21 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 29 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 23 þoka Montreal 22 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 18 rigning Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:50 21:10 ÍSAFJÖRÐUR 5:45 21:25 SIGLUFJÖRÐUR 5:28 21:08 DJÚPIVOGUR 5:17 20:42 Alzheimersamtökin óskuðu eftir heimild heilbrigðisráðherra í lok jan- úar til reksturs á nýrri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun í 20 dagdvalarrýmum í Garðabæ. Í beiðni samtakanna til heilbrigðisráðherra kemur fram að níu einstaklingar bú- settir í Garðabæ séu í dagþjálfun í Drafnarhúsi í Hafnarfirði og 23 Garðbæingar séu þar á biðlista. Heilbrigðisráðherra hafnaði er- indinu með tilliti til fjármögnunar þjónustunnar og stöðu viðræðna um rammasamning vegna greiðslna fyrir dvalarrými sem enn hefur ekki verið gengið frá. Á meðan ákvörðun um framlag ríkisins til dagdvalarrýma hefur ekki verið tekin er erfitt að áætla hversu mög rými rúmast innan fjárheimildar málaflokksins. Hrafnista hefur fengið heimild fyr- ir breytingum á starfsemi til að opna 30 rýma dagdvöl fyrir fólk með heila- bilun í byrjun næsta árs. ge@mbl.is Vinir Samvera skiptir miklu máli. 31 á biðlista Fjölskylda Einars Darra Ósk- arssonar, sem lést 18 ára gamall í maí sl. eftir neyslu róandi lyfja, af- henti heilbrigðisráðherra í gær, armbönd frá minningarsjóði Einars Darra, að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Markmið sjóðsins er stuðningur við ungmenni í fíknivanda og forvarnarfræðsla um skaðsemi misnotkunar lyfseð- ilsskyldra lyfja. Fyrsta verkefni sjóðsins er #égábaraeittlíf, sem er til að opna umræðuna um misnotkun lyfja og skort á meðferðarúrræðum og auka þekkingu almennings á vandamálinu. Armbönd í minningu Einars Darra Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þyrla hefur reynst þarfaþing við uppsetningu stálgrinda sem verða snjóflóðavarnir í fjallinu Kubba, ofan við Holtahverfi á Ísafirði. Grindurnar eru skrúfaðar saman á Ísafjarð- arflugvelli þar sem vinnuflokk- ur ÍAV hefur að- setur og þaðan er flogið með grindurnar, eina í einu, upp í hlíðar fjallsins. Þar er svo mannskapur sem tekur við grind- unum og setur ofan á festingar sem búið er að steypa niður. „Ef við hefðum ekki þyrluna væri þetta ekki vinnandi vegur. En núna skotgengur þetta og í þessari viku flugum við upp með um 200 grindur,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson verkstjóri. Kostar 500 millj. kr. Framkvæmdir í Kubbanum hóf- ust fyrir rúmum tveimur árum þegar lagður var slóði í sneið- ingum 160 metra upp fjallshlíðina, til að auðvelda alla flutninga. Frá enda slóðans eru svo stigi og stíg- ar upp í hlíðina að efstu línu stál- grindanna, en sú efsta er í 350 metra hæð og sú neðsta í um 100 metra hæð. Alls eru línurnar 29 talsins og grindurnar eru í það heila um 450. Samanlögð lengd þeirra er 1.992 metrar. Heild- arkostnaður við verkið er um 500 milljónir króna, og er greiddur úr Ofanflóðasjóði. „Holtahverfi ætti að verða öruggt með þessari framkvæmd, sem hefur haft langan undirbún- ing. Í grunninn er byggt á snjó- dýptarmælingum Veðurstofu Ís- lands en mannvirkin sjálf eru hönnuð af Verkís og sérfræðingum frá Sviss og Austurríki. Til margs þarf að líta í svona hönnun, en í Kubbanum, þar sem heitir Bratta- hlíð, getur komið talsverður snjór í vestlægum áttum og heimildir eru um spýjur sem hafa fallið í þessari brekku og alveg niður í byggð,“ segir Ágúst Jakob sem hefur stýrt þessu verkefni frá upphafi. Áður kom hann að sam- bærilegri mannvirkagerð á Siglu- firði. Lýkur í október Víða þar sem snjóflóðavörum hefur verið komið upp á landinu hafa verið reistir leiði- eða varn- argarðar, svo sem á Siglufirði, í Neskaupstað og á Flateyri. Í Kubbanum á Ísafirði hentaði slíkt hins vegar ekki og því eru stál- grindur settar upp. Þær eru skrúfaðar niður með allt að 40 millimetra sverum boltum og fest- ingarnar ná allt að sex metra í jörð. „Mesta vinnan í þessu öllu er að útbúa festingarnar og síðasta sumar fór að mestu í það verkefni. Og aðstæðna vegna er þetta bara unnið yfir sumartímann, í ár fór- um við af stað í byrjun maí og ætlum að ljúka þessu síðari hlut- ann í október,“ segir Ágúst Jakob sem í vinnuflokki sínum er með fjórtán menn; sem eru allir frá Litháen. Ljósmynd/Ágúst Jakob Ólafsson Framkvæmdir Snjóflóðagrindum komið fyrir í 350 metra hæð í Kubbanum. Kubbi grindum girtur  Snjóflóðavarnagrindur í fjallinu  Engjahverfi á Ísafirði varið  Framkvæmdir á lokastigi  Efni er flutt með þyrlu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hengiflug Þyrlan á verkstað í snar- brattri fjallshlíðinni nú í vikunni. Ágúst Jakob Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.