Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm
Verð 12.500 kr.
Ný og stærri SALT Verslun
hefur verið opnuð í Kringlunni,
staðsett við hlið Eymundsson bókabúð.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt breytingu á deiliskipulagi fyr-
ir Laugavegar-Skólavörðustígsreit
vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveig-
arstíg. Í breytingunni felst heimild
til veitingastarfsemi sem íbúar í ná-
grenninu höfðu lagst hart gegn.
Töldu þeir nóg komið af háværri
veitingastarfsemi í hverfinu. Borg-
arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Í breytingunni felst að grafið
verður út svæði á norðurhlið Hall-
veigarstígs 1. Heimilt verður að
vera með útisvæði og veitingar.
Jarðhæð (kjallarahæð) skal vera
björt og opin og einkennast af stóru
óskyggðu gleri.
„Kliður, samtöl og hljómlist“
Þegar deiliskipulagstillagan var
auglýst bárust athugasemdir frá
íbúum og rekstraraðilum í nágrenn-
inu, þ.e. við Skólavörðustíg og Ing-
ólfsstræti. Athugasemdir íbúa í Ing-
ólfsstræti 7b lýsa vel áhyggjum íbúa
á svæðinu. Þar segir m.a:
„Hávaðamengun verður að öllum
líkindum mikil þar sem kliður, sam-
töl og hljómlist bergmálar þarna
auðveldlega vegna hárra húsa um-
hverfis. Við þurfum nú þegar að búa
við allnokkurn hávaða og ónæði frá
nærliggjandi krám og veitinga-
stöðum svo ekki sé talað um alla
vöruflutninga og eril vegna versl-
unarinnar Bónuss. Mun umrædd
breyting og hafa mikil áhrif á að-
gengi að bílastæði/um sem er væg-
ast sagt erfitt eins og staðan er
núna. Mikil fjölgun ferðamanna hef-
ur haft það í för með sér að það er
stöðugur straumur fólks í nágrenn-
inu og finnst okkur ekki á það bæt-
andi með opnun veitingastaðar á
þessum stað. Einnig fylgir svona
rekstri iðulega ónæði frá drukknu
fólki sem gerir jafnvel þarfir sínar í
nærliggjandi görðum og lóðum auk
hávaða frá þeim.“ Segja íbúarnir
það varla vera eftirsóknarvert að
vera umkringdur háværri starfsemi,
nánast allan sólarhringinn, alla daga
nema á jólanótt.
Íbúi á Skólavörðustíg 6b bendir á
í athugasemd sinni að nokkur dæmi
séu um að íbúar við Ingólfsstræti
hafi flúið annað. Enda séu níu veit-
ingastaðir á stuttum kafla, frá
Hverfisgötu að Amtmannsstíg, og
tveir þeirra séu með útiaðstöðu sem
hafi valdið miklu ónæði í hverfinu.
Í svari embættis skipulagsfull-
trúa Reykjavíkur kemur fram að
breytingin sé talin jákvæð fyrir
svæðið, sem í dag einkennist af lok-
aðri götuhlið til norðurs og óspenn-
andi landslagshönnun.
Heimild fyrir hendi nú þegar
Landnotkun við Hallveigarstíg 1
heimili nú þegar fjölbreytta at-
vinnustarfsemi sem samrýmist mið-
borgarbyggð, þ.á m. veitinga-
starfsemi. Fasteignin sé innan
svæðis í miðborginni þar sem gilda
takmarkaðar vínveitingaheimildir,
þ.e.a.s. heimilað að reka veitinga-
stað í flokki I-III, þó með takmark-
aðan afgreiðslutíma til klukkan 23
virka daga og 1:00 um helgar. At-
hugasemdir vegna röskunar og há-
vaða vísist til heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, sem fer með eftirlit
hollustuhátta í borginni og gefur út
starfsleyfi vegna starfsemi veitinga-
staða. Leggur skipulagsfulltrúinn til
að tillagan verði samþykkt með
þeirri breytingu að bætt er við texta
í skilmála þess efnis að óheimilt sé
að byrgja fyrir glugga, t.d. með
filmum.
Hávaði allar nætur nema á jólanótt
Borgarráð hefur heimilað útiveitingar við Hallveigarstíg 1 Íbúar í nágrenninu voru þessu andvígir og
benda á að nú þegar sé mikill fjöldi veitingastaða á svæðinu Borgin telur breytinguna vera til bóta
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Hallveigarstígur 1 Svæðið sem tillagan nær til. Þarna verður grafið út svæði og veitingaaðstaða útbúin utanhúss.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Það fer alveg eftir því hvern þú
spyrð hvort það sé ánægja með fram-
boðin. Ég finn ekki fyrir öðru en að ég
njóti stuðnings víða. Ég er ekki óum-
deild, en ég mat það svo að ég gæti
náð árangri í forsetakjöri. Annars
hefði ég ekki farið fram,“ segir Drífa
Snædal, fram-
kvæmdastjóri
Starfsgreinasam-
bandsins og fram-
bjóðandi í emb-
ætti forseta ASÍ.
Í frétt Morgun-
blaðsins í gær
kom fram hjá við-
mælendum blaðs-
ins að það væri
„engin sérstök
gleði“ með þá
frambjóðendur sem fram væru
komnir. Auk Drífu hefur boðið sig
fram Sverrir Mar Albertsson, fram-
kvæmdastjóri AFLs. Hann vildi ekki
veita blaðinu viðtal.
Eðlilegt að fleiri gefi kost á sér
Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs
Framsýnar á Húsavík kom fram að
„það væri löngu tímabært að velja
ungt fólk til forystustarfa, fyrir Al-
þýðusambandið“. Aðalsteinn Á. Bald-
ursson, formaður Framsýnar, sagði
að krafa væri um ákveðin kynslóða-
skipti á landsvísu og að ríkur vilji
væri til að fá ungt fólk í forystuna.
„Ég veit ekki til hvers er verið að
vísa þarna, en ég er sammála því að
það þarf að virkja fleira ungt fólk inni
í verkalýðshreyfingunni. Ég hef unn-
ið að því sjálf með því að koma upp
ungliðafundum á vegum Starfs-
greinasambandsins árlega sem hefur
náð góðum árangri. Það þarf að virkja
fleira ungt fólk og huga að endurnýj-
un,“ segir Drífa.
Í máli viðmælenda blaðsins í gær
kom fram að leit stæði yfir að fleiri
forsetaefnum og að það „kraumaði af
plotti og pólitík“ í verkalýðshreyfing-
unni. Drífa segist ekki hafa orðið vör
við slíkt. „Ég veit ekki hvernig þær
línur ættu að liggja,“ segir hún og
nefnir að átökin hafi ekki verið sér-
staklega hörð.
„Ég vona að þetta verði ekki hart
og persónulegt. Hins vegar finnst
mér ekkert annað en eðlilegt að
margir gefi kost á sér í embætti for-
seta ASÍ. Skárra væri það nú ef fólk
hefði eitthvað að velja um,“ segir
Drífa og nefnir að einnig sé kosið um
sæti í miðstjórn ASÍ. „Það má ekki
bara einblína á forsetaframbjóðend-
urna, heldur líka hvernig miðstjórn er
saman sett. Fólk er að meta þetta allt
í samhengi við hvað annað,“ segir
hún.
Stuðningurinn ekki einsleitur
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, íhugar framboð til formanns
ASÍ. Spurð hvort fleiri framboð og þá
möguleg dreifing atkvæða muni geta
haft teljandi áhrif á árangur hennar í
kjörinu, segir hún að það fari eftir því
hvaða frambjóðendur komi fram.
„Maður þarf að meta þetta og end-
urmeta á hverju stigi. Ég hefði ekki
gefið kost á mér nema ég mæti það
svo að ég ætti töluverðar líkur á að ná
árangri. Það mat mitt er ekki breytt.
Þá erum við ekki að tala um stuðning
frá einum hópi, heldur mörgum. Þetta
er ekki einsleitur stuðningur,“ segir
hún.
„Ég mun að sjálfsögðu gefa kost á
mér, en maður metur það á hverju
stigi hvort þetta verði einhver kosn-
ingabarátta á hverju stigi fyrir sig.
Ég hef alltaf gengið út frá því að það
komi fleiri framboð og ég geng út frá
því að það verði um fleiri að velja,“
segir Drífa.
43. þing ASÍ fer fram á Hilton
Reykjavík Nordica í Reykjavík 24.-
26. október.
Átök ekki verið hörð
Drífa segist hafa stuðning víða í verkalýðshreyfingunni
Ekki orðið vör við „plott og pólitík“ vegna forsetakjörs
Drífa
Snædal
Morgunblaðið/Ófeigur
Þing Frá þingi ASÍ árið 2016. Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson gefa
kost á sér í forsetakjöri. Gylfi Arnbjörnsson sækist ekki eftir endurkjöri.