Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Í gær var hálf öld liðin frá því að
Norræna húsið í Reykjavík var vígt
við hátíðlega athöfn að viðstöddum
250 gestum, innlendum og erlendum.
Af því tilefni býður húsið lands-
mönnum í dag upp á afmælisdagskrá
sem það kallar „norræna menning-
arveislu“. Hefst dagskráin kl. 10 fyr-
ir hádegi með morgunverði í tjaldi
við húsið og lýkur með tónleikum
sem hefjast kl. 19. Fjöldi hljómlist-
armanna lætur þar til sín taka. Síð-
degis verður vígð ný bryggja í
Vatnsmýrinni sem er gjöf Reykja-
víkurborgar. Meðal annarra dag-
skráratriða er finnskt saunabað úti í
garði, barnabíó, andlitsmálning og
sýning á finnskri hönnun.
Norræna húsið hefur allar götur
síðan það var vígt verið vettvangur
fjölbreytilegrar menningar-
starfsemi, fyrirlestra, ráðstefna, tón-
leika, leiklistar og myndlistarsýn-
inga. Þá hefur þar frá upphafi verið
starfrækt vinsælt bókasafn með nor-
rænum bókum. Í húsinu er einnig
veitingastaður sem mikið er sóttur.
Húsið hannaði Finninn Alvar
Aalto (d. 1976) sem jafnan er talinn
einn fremsti arkitekt heims. Hann
var valinn til verksins að ósk Íslend-
inga og fór Gylfi Þ. Gíslason, þáver-
andi menntamálaráðherra, á fund
hans með erindið. Í kjölfarið kom
Aalto hingað til landsins og valdi
staðsetningu í Vatnsmýrinni eftir
talsverða yfirlegu. Eru línur hússins
mótaðar undir áhrifum af landslag-
inu umhverfis það. Fundið hefur ver-
ið að því að öðrum byggingum hafi á
síðustu árum verið þröngvað fullþétt
upp að húsinu og það dregið úr þeim
heildaráhrifum sem arkitektinn
hafði í huga við valið.
Norræna húsið má rekja til áskor-
unar sem samþykkt var á þingi
Norðurlandaráðs 1963. Hvatti ráðið
ríkisstjórnir Norðurlanda til að
koma á fót í Reykjavík stofnun til að
vinna að auknu menningarsamstarfi
milli Íslands og annarra norrænna
ríkja. Þegar stofnunin tók til starfa
fimm árum síðar var hún að ýmsu
leyti einstök og átti sér í raun enga
hliðstæðu í nálægum löndum. Nú
hefur sambærilegum „norrænum
húsum“ verið komið á fót á Græn-
landi, í Færeyjum og Álandseyjum.
Bygging Norræna hússins kostaði
talsvert fé, um 45 milljónir króna að
því er fram kom í blöðum á þeim
tíma. Það er jafngildi um 618 millj-
óna ef notast er við hækkun neyslu-
vísitölu á tímabilinu. Spunnust
nokkrar umræður um þetta og full-
yrti eitt blaðanna að byggingar-
kostnaður m.v. rúmmetra væri 121%
hærri en meðalbyggingarkostnaður í
Reykjavík. Ivar Eskeland, fyrsti for-
stöðumaður hússins, sagði hins veg-
ar að kostnaðurinn væri 50% hærri.
Íslendingar gátu þó verið rólegir yfir
þessu því bygging hússins snerti lítt
pyngju þeirra, hún var sameiginlegt
verkefni Norðurlandanna og framlög
ríkjanna miðuð við mannfjölda. Hlut-
ur Íslands mun hafa verið um 1%.
„Í heldur hryssingslegu en björtu
veðri lyftust fánar Norðurlandanna
að húni framan við Norræna húsið,“
sagði Morgunblaðið í frásögn af
vígslu hússins 24. ágúst 1968. Í leið-
ara blaðsins daginn eftir sagði að
bygging hússins væri einstætt vinar-
bragð af hálfu frændþjóðanna á
Norðurlöndum. Þótt ýmsir tignar-
menn erlendir væru viðstaddir vígsl-
una höfðu nokkrir þurft að afboða
komu sína á síðustu stundu, þar á
meðal Per Borten, forsætisráðherra
Noregs. Rússar og fleiri ríki Var-
sjárbandalagsins höfðu nokkrum
dögum fyrr ráðist inn í Tékkóslóv-
akíu og heimsfriðurinn hékk á blá-
þræði. Má segja að vígsla hússins
hafi að nokkru fallið í skugga hinna
válegu tíðinda.
Aðalræðuna við vígslu Norræna
hússins flutti nóbelsskáldið Halldór
Laxness. „Við höfum mú fyrir aug-
um áþreifanlegan vitnisburð þess að
Norðurlandaþjóðirnar heyra sam-
an,“ sagði hann. „Norræna húsið í
Reykjavík hefur verið reist og full-
gert, hús sem að allri sinnri gerð ber
vitni fagurri og göfugri hugsun sem
glætt hefur huga margra, hinni nor-
rænu hugsun.“ Halldór kvaðst ekki
ætla að skilgreina þá hugsun. „Húsið
stendur hér fullgert. Þegar menn
reisa kirkju er það sökum þess að
Guð hefur þegar verið skilgreindur;
jafnvel þegar byggingin stendur
fullbúin taka menn ekki til að skil-
greina Guð heldur er kirkjan vígð.
Sú staðreynd að húsið stendur hér
segir meira en orð,“ sagði hann.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Vígsla Fánar Norðurlandaþjóða dregnir að hún við Norræna húsið í fyrsta sinn þegar húsið var tekið í notkun.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Skáldið Halldór Laxness flutti aðalræðu við vígslu hússins 24. ágúst 1968.
„Að húsið stendur hér segir meira en orð“
Hálf öld frá vígslu Norræna hússins Öflugt menningarstarf Viðamikil afmælisdagskrá í dag
Morgunblaðið/Arnþór
Afmæli Í tilefni dagsins voru fánar Norðurlandaþjóðanna dregnir að hún við Norræna húsið í gær.
Þrjár umsóknir bárust um emb-
ætti prests við Garðaprestakall
(Garðabæ) í Kjalarnesprófasts-
dæmi, en umsóknarfrestur rann út
hinn 20. ágúst sl. Séra Friðrik
Hjartar er að láta af störfum í
Garðaprestakalli fyrir aldurs sak-
ir.
Umsækjendurnir þrír eru guð-
fræðingarnir Bryndís Svavarsdótt-
ir, Henning Emil Magnússon og
Ingimar Helgason
Biskup Íslands skipar í emb-
ættið frá 1. október 2018 til fimm
ára. Umsóknir hljóta umfjöllun
matsnefndar um hæfni til prests-
embættis og að fenginni niður-
stöðu hennar fjallar kjörnefnd
prestakallsins um umsóknirnar.
Kjörnefnd kýs að því búnu milli
umsækjendanna og skipar biskup
Íslands þann umsækjanda sem
hlýtur löglega kosningu.
Sóknarprestur auk séra Friðriks
Hjartar er séra Jóna Hrönn Bolla-
dóttir og prestur séra Hans Guð-
berg Alfreðsson, sem jafnframt er
prestur Bessastaðasóknar.
Í Garðasókn eru þrjár kirkjur,
Garðakirkja í Görðum á Álftanesi,
sem er sóknarkirkja Garðasóknar,
Bessastaðakirkja og Vídalínskirkja
í Garðabæ.
Kirkja hefur staðið í Görðum á
Álftanesi frá fornu fari. Kirkjan
var illa farin er ráðist var í end-
urbyggingu hennar um miðja síð-
ustu öld.
Vídalínskirkja, sem var vígð 30.
apríl 1995, er kennd við Jón bisk-
up Vídalín í Görðum, en hann var
prestur frá 1696 til 1698 er hann
var vígður biskup í Skálholti.
Vídalínskirkja er hönnuð af
Skúla H. Norðdahl arkitekt, en
hann hannaði einnig safnaðarheim-
ilið sem byggt var fyrr. Kirkjan
rúmar allt að 300 manns í sæti.
sisi@mbl.is
Þrír sækja um embættið
Prestsembætti í Görðum laust Séra Friðrik hættir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vídalínskirkja Kirkjan er í Garða-
bæ og var tekin í notkun árið 1995.