Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
og húsdýragarðinum í Laugardal. Spáð er ágætu veðri
víðast hvar um landið í dag, með sólskini vestanlands en
annars staðar skýjuðu með köflum og sums staðar skúr-
um. Mildast verður sunnan til.
Hoppað og skoppað í sólskini í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleðin virðist skammt undan þá sjaldan hefur skinið á
höfuðborgarsvæðinu í sumar, eins og þessir hressu
krakkar sýndu fram á í gær með því að hoppa og
skoppa sem mest þau máttu á ærslabelg í Fjölskyldu-
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það væri mjög óvarlegt ef hér færu
af stað miklar hækkanir yfir línuna
eins og árið 2015, segir Gylfi Zoëga,
prófessor í hag-
fræði við Háskóla
Íslands, spurður
um stöðu efna-
hagsmála nú í að-
draganda kjara-
samninga. Gylfi
segir að nær væri
að semja um
raunhæfar hækk-
anir sem styðji
við framkvæmd
peningastefnu og stjórn ríkisfjár-
mála þannig að áfram verði unnt að
tryggja lága vexti, lága verðbólgu,
áframhaldandi hagvöxt og vaxandi
kaupmátt launa.
Forsætisráðuneytið fékk Gylfa til
að skrifa yfirlit um stöðu efnahags-
mála í tengslum við væntanlega gerð
kjarasamninga. Er skýrsla Gylfa
hugsuð sem innlegg í það sem kallað
hefur verið samtal stjórnvalda og að-
ila vinnumarkaðarins, reglulega
fundi ráðherra með verkalýðsleið-
togum, atvinnurekendum og fleirum.
Drög að skýrslunni voru rædd á slík-
um fundi í síðustu viku.
Í skýrslunni segir Gylfi að færa
megi fyrir því rök að svigrúm til
launahækkana sé nú minna en árið
2015 enda hafi hlutdeild launa í þjóð-
artekjum hækkað síðan þá og inn-
lendar launahækkanir hafi veikt
samkeppnisstöðu útflutnings-
atvinnugreinanna.
„Yfir línuna hafa lífskjör aldrei
verið eins góð hér og nú,“ segir Gylfi
í samtali við Morgunblaðið. „Landið
er hins vegar orðið mjög dýrt, krón-
an hefur styrkst og launin hafa
hækkað mikið síðustu þrjú ár. Það er
engin innistæða til að hækka launin
yfir línuna, þá verður landið enn þá
dýrara sem skerðir samkeppnis-
hæfni okkar og gæti fælt ferðamenn
frá.“ Hann segir að ef Íslendingar
fæli ferðamenn frá mætti líkja því
við það þegar þeir ofnýttu fiskistofna
á liðnum áratugum, ferðamanna-
sprengjan yrði einungis enn eitt
„síldarævintýrið“.
Gylfi telur að taka verði tillit til
fleiri þátta við gerð kjarasamninga
en fjölda króna sem landsmenn fá í
launaumslagi sínu. Markmiðið sé að
bæta lífsgæði fólks og mörg tækifæri
séu til þess, til að mynda með því að
horfa til húsnæðiskostnaðar, vaxta-
stigs og frítíma fólks. Nefnir hann
nokkur dæmi um aðgerðir sem hægt
sé að ráðast í, til að mynda að lækka
kostnað í bankakerfinu, endurskoða
útreikning húsnæðisliðar vísitölu
neysluverðs sem gæti skilað sann-
gjarnari lánakjörum og að efna til
samráðs við sveitarfélög um að koma
upp ódýru húsnæði fyrir ungt fólk og
láglaunafólk.
Þá bendir hann á að tenging per-
sónuafsláttar við launavísitölu myndi
koma þeim launalægstu vel og að
vert sé að skoða nánar styttingu
vinnutíma.
Minna svigrúm til hækkana nú en 2015
Morgunblaðið/Ómar
Mannlíf Lífskjör hafa aldrei verið eins góð hér og nú, að mati Gylfa Zoëga.
Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor vann skýrslu fyrir stjórnvöld um stöðu efnahagsmála í aðdraganda
kjarasamninga Lífskjör aldrei eins góð Óvarlegt að ráðast í miklar launahækkanir yfir línuna
Áherslur Gylfa
» Við gerð kjarasamninga
þarf að taka tillit til fleiri þátta
sem geta bætt lífskjör en
fjölda króna í launaumslagi.
» Lækka má kostnað í banka-
kerfinu, bæta útreikning hús-
næðisliðar vísitölu neyslu-
verðs sem notuð er til
verðtryggingar, gera áætlun
um að koma upp ódýru hús-
næði, breyta tekjuskattskerf-
inu í þágu lægri tekjuhópa og
stytta eða auka sveigjanleika
vinnutíma.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Starfsemi á kvennadeildum Land-
spítalans er nú á lygnum sjó og
hafa langflestar þeirra þrjátíu ljós-
mæðra sem sögðu upp störfum í
sumar í tengslum við harða kjara-
deilu þeirra við íslenska ríkið, dreg-
ið uppsagnir sínar til baka.
„Langflestar ljósmæður hafa
dregið uppsagnir sínar til baka, en
sex hafa ekki gert það. Við vitum
ekki hvort þær ætla sér að hætta
eða hvort þær eru að hugsa málið
ennþá,“ segir Linda Kristmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri kvenna-
og barnasviðs á Landspítalanum.
Ýmist taka þessar uppsagnir gildi
1. september eða 1. október.
„Það má segja að við séum komin
á lygnan sjó þótt ennþá sé mönnun-
arvandi, en það gengur betur,“ seg-
ir Linda. „Fæðingardeildin hjá okk-
ur er og var allan tímann
fullmönnuð og það reyndi aldrei á
hana. Meðgöngu- og sængurlegu-
deildin var mesta áhyggjuefnið. Þar
voru mestir erfiðleikar í sumar. All-
ar uppsagnirnar sem tóku gildi 1.
júní voru frá ljósmæðrum á þeirri
deild.“
Linda segir að lítið hafi verið um
nýráðningar, en nýútskrifaðar ljós-
mæður hafi þó verið ráðnar yfir
sumarið til að byrja með og verði
ráðnar til frambúðar í haust.
Tvær ljósmæður sem sögðu upp
á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa
dregið uppsagnir sínar til baka.
Starfsemin á lygnum sjó
eftir harða kjarabaráttu
Sex ljósmæður á LSH hafa ekki dregið uppsagnir til baka
Morgunblaðið/Golli
Fæðingardeild Þorri ljósmæðra
hefur hætt við að segja upp.
Mjólk ergóð
í nýjum fernum
Landsréttur staðfesti á fimmtudag
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness yfir karlmanni
sem grunaður er um gróf kynferð-
isbrot gegn tveimur börnum. Skal
maðurinn sæta varðhaldi allt til 18.
september. Brot mannsins geta
varðað allt að 16 ára fangelsi verði
hann fundinn sekur.
„Rannsókn málsins er í fullum
gangi. Meira get ég ekki sagt,“ sagði
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld. Embættið
hefur haft málið til rannsóknar síðan
10. júlí en þann dag kom brotaþoli á
lögreglustöð og lagði fram kæru á
hendur manninum og konu hans.
Kæran laut að kynferðisbrotum sem
hafi verið gróf og staðið yfir með
reglubundnum hætti. Sama dag
lagði annar einstaklingur fram kæru
gegn parinu fyrir kynferðisbrot og
ofbeldisbrot gegn ólögráða barni.
Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom
fram að börnin tvö væru á grunn-
skólaaldri og þau væru tengd fólkinu
fjölskylduböndum.
Játning liggur fyrir við hluta brot-
anna en rannsókn lögreglu beinist
meðal annars að því að upplýsa um-
fang þeirra, hvort þau hafi verið
framin af fleiri aðilum en hinum
kærða, hvort hann eigi sér sam-
verkamenn og hvort brotið hafi verið
gegn fleirum.
Rannsóknin er umfangsmikil en
lögregla lagði hald á minniskubba,
myndavélar, síma og USB-kubba
auk fjölda myndbandsspóla.
hdm@mbl.is
Grunaður um gróf
brot gegn börnum
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Staðfesti gæslu-
varðhaldsúrskurð héraðsdóms.
Gylfi Zoëga