Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
✝ Skúli Magn-ússon fæddist í
Ásheimum, Sel-
fossi, 3. ágúst 1931.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 1. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Magnús Þor-
kelsson, f. 29.5.
1890, d. 25.2. 1956,
og Ingibjörg Árna-
dóttir, f. 29.4. 1889, d. 3.8. 1978.
Systkini Skúla voru: Kristinn, f.
3.3. 1924, d. 30.3. 1999, Þorkell,
f. 28.3. 1925, Sigríður Svava, f.
16.4. 1926, d. 1.11. 1941, og Guð-
árum varð til þess að hann lauk
íþróttakennaranámi 1957.
Í framhaldi kenndi hann um
árabil smíði og leikfimi við
Laugarnesskóla í Reykjavík.
Réttindi sín til að reisa bygg-
ingar sem húsasmíðameistari
notaði hann fyrst í stað í sum-
arleyfum sínum frá kennslu.
Eftir að hann hætti kennslu gaf
hann sig að fullu að húsasmíðum
og byggði fjölda húsa í Reykja-
vík. Hann var aldrei með stóra
vinnuhópa sér til aðstoðar, fékk
aðeins þá sem höfðu sérréttindi
í sínu fagi til að ljúka með sér
byggingunni. Hann hafði alla tíð
mikinn áhuga á húsbyggingum,
sem voru eiginlega hans áhuga-
mál alla tíð.
Útför hans fór fram í kyrrþey
14. ágúst 2018.
rún Fanney, f. 12.6.
1928. Hálfsystir
Hrefna Guðmunda,
f. 16.2. 1924, d.
21.12. 2007. Fóstur-
bróðir Rafn Thor-
arensen, f. 24.10.
1939.
Fjölskylda Skúla
Magnússonar bjó á
Fálkagötu 14 í
Reykjavík.
Hann var
ókvæntur.
Skúli nam húsasmíði hjá föð-
ur sínum og varð húsasmíða-
meistari. Áhugi hans og þátt-
taka í frjálsum íþróttum á yngri
1942 var ég á þriðja ári tekinn í
fóstur af foreldrum Skúla, Ingi-
björgu Árnadóttur og Magnúsi
Þorkelssyni húsasmíðameistara,
til heimilis á Fálkagötu 14. Á ein-
um degi hafði ég eignast fjögur
eldri systkini; Kristin, Kalla,
Nönnu og Skúla. Að auki pabba
og mömmu. Þarna átti ég að vera
í skammtímadvöl en svo fór að
þar átti ég heima upp frá því. Það
var mín mesta gæfa.
Skúli var þá 12 ára og yngstur
fjögurra systkina, því lenti það
nokkuð á honum að hugsa um
„litla bróður“. Hann kenndi mér
stafrófið og að lesa. Við Skúli töl-
uðum oft saman um gamla daga.
Mikla ánægju hafði hann af að
rifja upp stríðsárin og samskiptin
við hermennina. Braggahverfi
hermannanna í Trípolíkampi náði
að Grímsstaðaholtinu að norðan-
verðu og báðum megin Suður-
götu.
Við lentum í ýmsum ævintýr-
um saman. Þegar ég var á
fimmta ári og herinn ennþá hér-
lendis bauð hann mér í Trípolí-
bíó. Þannig var að unglingarnir á
Grímsstaðaholtinu laumuðu sér
oft inn á bíósýningar her-
mannanna. Unglingarnir höfðu
komist upp á lag með að opna út-
göngudyr á neðanverðum bragg-
anum inn í forstofuna. Þegar sýn-
ingin byrjaði læddist öll
hersingin inn í aðalsalinn, 12-14
krakkar, og settist á gólfið fyrir
framan fremsta bekk. Í þetta
sinn var í gangi grínmynd með
félögunum Abbott og Costello.
Þar var stór górilluapi að elta þá
félaga innanhúss. Þeir náðu að
komast inn í herbergi og leita
skjóls undir rúmi. Górillan
ófrýnilega sá ráð við því; fór upp
á gormarúmið og hoppaði þar og
lét öllum illum látum til að fá þá
félagana undan rúminu. Það var
þá sem mér var öllum lokið og fór
að hágrenja. Skúli varð að koma
mér út í hasti og segja mér að
skokka heim á Fálkagötuna ein-
samall.
Skúli var íþróttamaður. Hann
æfði á Melavellinum og keppti
fyrir Íþróttafélagið Ármann,
helst spretthlaup í 100, 200 og
400 metrum. Sú þjálfun kom sér
vel þegar honum var sagt að
finna mig og koma mér í sund.
Ég var alltaf einhvers staðar úti
að leika mér og mátti bara alls
ekkert vera að því að fara í sund.
Það var því mikill eltingaleikur
og spretthlaup sem upphófst af
þessu tilefni. Hann vann mig
samt aldrei því grindahlaup var
ekki á hans þjálfunarlista en
girðingarnar í görðum á Gríms-
staðaholtinu voru margar og ég
notaði þær óspart til að komast
undan. Þegar úrslitin lágu fyrir
með mínum sigri elti ég Skúla
heim og við fórum sáttir saman í
Sundhöll Reykjavíkur á fjöl-
skyldubílnum, svörtum Austin
12, árgerð 1946. Stundum fékk
ég að stýra. Eftir sundið á leið-
inni heim bauð hann mér ávallt
upp á rjómaís með appelsínfrauði
sem keyptur var á Röðli við
Laugaveg. Við vorum miklir vin-
ir.
Síðustu vikurnar sem Skúli
lifði var hann á Hrafnistu í
Reykjavík. Þegar ég heimsótti
hann þar og spurði hvernig hann
hefði það sagði hann ávallt: „Það
amar ekkert að mér. Ég er eins
og nýsleginn túskildingur,“ og
brosti. Þannig minnist ég Skúla;
hetja til hinsta dags.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Blessuð sé minning Skúla
Magnússonar.
Rafn Thorarensen.
Frændi minn, Skúli Magnús-
son, er farinn yfir á annað til-
verustig. Síðustu árin voru erfið
þar sem elli kerling sótti hart að.
Þrátt fyrir allt var Skúli ekki ei-
líft unglamb frekar en við hin.
Skúli var frændrækinn og
hugsaði oft til upprunans. Sum-
arbústaðinn, sem húsasmíða-
meistarinn reisti sem sitt síðasta
verkefni, nefndi hann eftir því
húsi sem hann ólst upp í fyrstu
árin á Selfossi áður en fjölskyld-
an flutti til Reykjavíkur. Eftir að
systkin hans hleyptu heimdrag-
anum bjó hann áfram í foreldra-
húsum og hann og Ingibjörg
amma studdu þar hvort annað
meðan beggja naut við.
Eftir að mamma, systir Skúla,
flutti frá Ísafirði og aftur á Nesið
eftir fráfall pabba árið 1973, var
Skúli tíður gestur á heimili
mömmu. Auk þess að hafa verið
jafnvel vikulega í mat hafði hann
sinn fasta stað hjá mömmu og
Ingu systur alla hátíðisdaga þar
til yfir lauk.
Stundum reyndi svolítið á
stundvísina en mæðgurnar lærðu
á Skúla og boðuðu með minnst
hið akademíska korter upp á að
hlaupa.
Þegar ég hugsa um liðna tíð
koma minningabrot, eins og þeg-
ar Skúli tók mig með í eitthvert
erindi á forláta svörtum bíl sem
afi átti. Þetta var bíll eins og
klipptur úr gangstermynd frá um
1940. Ég hef verið um það bil sex
ára þarna og var settur í fram-
sætið hægra megin. Þegar við
komum á Miklatorg, við mót
Hringbrautar og Snorrabrautar,
ýtti miðflóttaaflið mér á hurð
bílsins sem opnaðist og ég var
kominn langleiðina niður í götu
þegar Skúli náði taki á mér og
kippti mér inn. Takk fyrir það,
Skúli. Ég sagði mömmu ekki frá
þessu fyrr en áratugum seinna.
Skúli trúði Ingu fyrir heil-
brigðismálum sínum. Hún fór
með hann í allar læknisheim-
sóknir síðustu árin og sá um mik-
inn hluta af innkaupum fyrir
hann ásamt öðru sem féll til. Þeir
urðu ansi margir kílómetrarnir
sem söfnuðust saman þar, en
Inga taldi það ekki eftir sér, öðru
nær. Pálína frænka, ásamt Ingu,
á miklar þakkir skildar, ásamt
öllum sem tóku þátt í lífi Skúla
síðasta spölinn.
Ég veit, Skúli, að það eiga þér
margir góðsemi að gjalda. Þú
fékkst fallega, látlausa útför, ein-
mitt eins og þú vildir hafa það.
Takk fyrir samfylgdina.
Ásgeir Ásgeirsson
og fjölskylda.
Þegar dags er þrotið stjá
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(R. Björnsson)
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Blessuð sé minning frænda
míns, Skúla Magnússonar.
Pálína Kristinsdóttir.
„Lífið er meðan heilsan er í
lagi, en þegar heilsan er farin þá
er lífið búið.“ Þetta sagði Skúli
oft. Hann kvaddi jarðlífið eftir
tveggja mánaða dvöl að heiman.
Ljóshærður drengur með
himinblá augu fluttist frá Selfossi
á Grímsstaðaholtið nokkru fyrir
seinni heimsstyrjöld. Á þessum
árum voru skepnur og matjurtir í
bakgörðum húsa á holtinu þar
sem hraustir strákar tóku sér
rófu eða rabarbaralegg og
stukku snöggt yfir veggi og
skúra, en á vetrum var stokkið í
snjóskafla af skúrþökum og haft
gaman af. Lífið var spennandi og
leikurinn áhyggjulaus. Herinn
kom og til urðu minningar sem
oft voru ræddar: kamparnir,
samskipti við hermennina, svei-
tadvöl barna á sumrin vegna
hugsanlegra stríðsátaka, breyttir
hagir fólks með Bretavinnunni
o.fl.
Skúli gekk í skólana á Þor-
móðsstöðum og í Grimsby eins og
börn á Holtinu gerðu þá, þrosk-
aðist og varð glæsilegt ung-
menni, ók um á skellinöðru og
stundaði frjálsar sem varð til
þess að hann fór í Íþróttakenn-
araskóla Íslands á Laugarvatni,
útskrifaðist 1957 og fór með
skólafélögum sínum í ógleyman-
lega Noregsferð – hann hafði áð-
ur farið með Gullfossi til Skot-
lands og Danmerkur, var sigldur
maður. Skúli varð kennari við
Laugarnesskólann, kenndi leik-
fimi, sund og smíðar fram á sex-
tugsaldur. Hann var lærður
húsasmiður og meistari í þeirri
iðn, byggði hús í frístundum og
lengri fríum, en helgaði sig alfar-
ið húsasmíðinni þegar kennslu-
ferli lauk. Aðhaldssamur, harð-
duglegur atorkumaður sem
byggði fjölda húsa í Reykjavík,
varð efnaður af eigin rammleik
og vann langa vinnudaga sem
alltaf enduðu í sundi, heita pott-
inum og í gufu.
Hann frændi minn var fastur
fyrir, stoltur, einrænn og fáskipt-
inn, en þegar nær honum var
komist leyndist þar hjarta úr
gulli, húmor og hann til í spjallið.
Áhugamálin snerust um fjöl-
skylduna, byggingar, íþróttir og
bíla. Á veturna fram yfir miðjan
aldur gekk hann og renndi sér á
skíðum í Bláfjöllum eða á Hellis-
heiði. Hann hjólaði líka talsvert í
Elliðaárdalnum eftir að hann
flutti í Árbæinn og stundaði
seinna gönguferðir um dalinn þar
til úthaldið brást. Í huganum hélt
Skúli þó lengst tryggð við sundið.
Hann horfði á íþróttaþætti í sjón-
varpinu en undir lokin sat hann
löngum við að horfa út um stofu-
gluggann í Lækjarásnum, á him-
inbláma dagsins, á sviflétta
fuglana og sólskinið ef gaf, á
kvöldin hvíldi hann sig í rökkr-
inu, horfði út í svarbláan himin,
stjörnubjartan eða í mánaskini.
Honum fannst það róandi.
„Gættu þess að gera það sem
þú ætlar þér, Skúli minn, því lífið
er eins og vindsveipur sem kem-
ur og fer,“ þetta sagði amma oft,
og nú er frændi farinn í Sum-
arlandið. Hann elskaði sólaryl,
beið lengi eftir sól og hita og valdi
hlýjan sólskinsdag til brottfarar.
Nú verður autt sæti við mat-
borðið um jól og aðrar hátíðir,
engar eftirlitsferðir með Skúla í
bústaðinn eða bíltúrar, engar
hringingar til spjalls á daginn
eða að bjóða góða nótt að kvöldi,
en við hittumst aftur í sólríku
blómabrekkunni þegar minn tími
kemur. Þangað til: Bless Skúli
minn, Guð geymi þig, mamma
biður að heilsa.
Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir
(Inga).
Skúli Magnússon
Mínar bestu minn-
ingar um Eyja
frænda minn eru þeg-
ar við tveir spiluðum
golf saman í Leirunni. Ég sé fyrir
mér bjart sumarkvöld, við kom-
andi niður 18 holuna í Leirunni í
kringum kl. 22. Það er heiðskírt,
farið að lægja og grasið orðið rakt.
Að öllu leyti kjöraðstæður til að
spila gott golf og ekki skemmir
fyrir að vanalega heyrði maður í
lóu, spóa og tjaldi syngja í fjarska.
Þar sem Eyji var mjög upptek-
inn maður voru oft teknar sex hol-
ur (1, 2, 15, 16, 17 og 18) í stað 9 eða
18. Maður hitti hann annaðhvort
fyrir tilviljun í Leirunni, eða hann
hóaði í mann frá Brunnstígnum yf-
ir á Íshússtíginn hvort maður væri
ekki til í að kíkja nokkrar holur. Þá
var maður oft á tíðum að fara í
annað skipti í golf þann daginn og
man ég ekki eftir tilfelli þegar ég
hafnaði slíku boði.
Við tveir áttum mjög vel saman
og voru það mikil forréttindi að fá
að alast upp í nágrenni við hann.
Eyji var einstakur að því leyti að
hann að hann kom fram við mig
sem jafningja frá unga aldri. Í
Leirunni fékk ég að kynnast dokt-
ornum Eiríki þó ég hafi ekki áttað
mig á því á þeim tíma.
En nú eftir langt háskólanám
átta ég mig á hvernig löng samtöl
okkar á golfvellinum höfðu djúp-
stæð áhrif á mig.
Hann var duglegur að láta mig
hugsa krítískt með því að spyrja
mig erfiðra spurninga um eigin
skoðanir og velta fyrir mér hlutum
á dýpri hátt en ég var vanur. „Af
hverju tíar þú þarna á teignum
Eiríkur Hilmarsson
✝ Eiríkur Hilm-arsson fæddist
11. janúar 1958.
Hann lést 8. ágúst
2018.
Útför Eiríks fór
fram 17. ágúst 2018.
þegar þú vilt lenda
vinstra megin á
brautinni?" sagði
Eyji áður en ég
hafði sjálfur haft
getu eða þroska í að
átta mig á því að til
að komast á toppinn
var ekki nóg að hitta
brautina, heldur
þurfti maður að
staðsetja sig vel á
brautinni. Með
þessari nálgun á hlutina þroskaðist
ég hraðar en ella og þannig fór
maður að velta hlutunum fyrir sér
frá öðru sjónarhorni. Ekki hugsa
bara um næsta skref heldur tvö
skref fram í tímann.
Forvitni hans var mjög smit-
andi og var t.d. vitneskja hans um
golf langt umfram getu. Sem ung-
ur upprennandi kylfingur naut
maður góðs af því en að lokum var
eggið farið að kenna hænunni og
hafði Eyji mjög gaman af því.
Stærsti kostur Eyja að mínu
mati var hins vegar sá að hann
hafði alltaf áhuga á því sem maður
var að gera. Þannig man ég eftir
honum úr æsku og síðasta alvöru
samtal sem við áttum var á þá leið.
Í hvert skipti sem við hittumst,
sem var því miður allt of sjaldgæft
í seinni tíð, var farið yfir hvað mað-
ur hafði fyrir stafni og Eyji kaus að
sjá það jákvæða og hvatti mig
áfram. Og ef samtalið fjallaði ekki
um mann sjálfan þá var það um
ættingja eða vini og hversu frá-
bæra hluti þeir væru að gera.
Að kveðja Eyja endanlega hef-
ur verið erfitt ferli og sakna ég
frænda míns gífurlega. Ég vona
innilega að hann sé kominn á góð-
an stað og get ég með sanni sagt að
hann hafi gert mig að betri mann-
eskju en ég hefði orðið án hans.
Hvíldu í friði, elsku frændi, og
megi minningar um þig lifa að ei-
lífu.
Ástarkveðja,
Þór Harðarson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GRÍMUR M. BJÖRNSSON
tannlæknir,
Hrauntungu 7,
Kópavogi,
sem lést að Hrafnistu í Hafnarfirði
föstudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 4. september klukkan 13.
Ragnheiður Þóra Grímsdóttir
Björn Grímsson
Lísbet Grímsdóttir
V. Soffía Grímsdóttir
Margrét Rósa Grímsdóttir
Magnús Orri Grímsson
tengdabörn, afabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA VALGERÐUR
HJARTARDÓTTIR,
Hrauntungu 14, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnhlíð
fimmtudaginn 16. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 27. ágúst
klukkan 13.
Erla Erlendsdóttir Hilmir Sigurðsson
Hreinn H. Erlendsson María S. Magnúsdóttir
Hjörtur V. Erlendsson Guðrún Þ. Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar,
HAUKUR VILBERTSSON,
lést á Spáni laugardaginn 14. júlí.
Gunnhildur Birna Hauksdóttir
Elín Ýr Hauksdóttir
Ólöf Guðrún Hauksdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LILJA RANDVERSDÓTTIR,
sem lést á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
miðvikudaginn 22. ágúst verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
31. ágúst klukkan 13.
Gunnar Karlsson
Randver Karlsson Guðrún Kristjánsdóttir
Hólmgeir Karlsson
Ingvar Karlsson Ingibjörg Smáradóttir
Hans L. Karlsson Guðbjörg Valdórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn