Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 10

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Það sem þjálfunin færir þér: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og aukin vellíðan • Trú á eigin getu, skýrari markmið og meiri árangur • Kynnist nýju fólki, bætir samskiptahæfni og styrkir sambönd • Jákvæðara viðhorf og minni kvíði Vertu þinn eiginn besti vinur Námskeið hefjast 20-25 ára 18. sept. 16-19 ára 19. sept. og 15. okt. 13-15 ára 20. sept. og 16. okt 10-12 ára 25. sept. og 20. okt. Ókeypis kynningartími 5. september - Skráning ádale.is/ungtfolk Nánari upplýsingar og skráning ádale.is eða í síma5557080 Copyright©2018DaleCarnegie &Associates, Inc. All rights reserved. Gennext_72318_iceland_sept Elínrós Líndal elinros@mbl.is G uðrún er menntuð í stjórnunarfræðum í Bandaríkjunum, Bret- landi og Barcelona en segist oft sækja stærstu lexíur í leiðtogafræðum og rekstri til ársleiðangurs síns um 14 Afr- íkuríki með 20 ungmennum frá Evrópu þegar hún var 19 ára. Að leiða teymi til árangurs Guðrún stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórn- enda og kemur úr smiðju alþjóðlega þekkingarfyrirtækisins Frankl- inCovey. Námskeiðið verður í sept- ember í Háskólanum í Reykjavík. „Um er að ræða hagnýta og áhrifa- mikla nálgun sem færir þátttak- endum viðhorf, færni og tæki til að leiða teymi til árangurs. Markmið vinnustofunnar er að aðstoða þátt- takendur að takast á við þessa klassísku umbreytingu frá því að vera með besta einstaklings- framlagið, sem öflugir sérfræð- ingar, yfir í það að ná árangri í gegnum framlag annarra, sem áhrifamiklir stjórnendur.“ Hvernig fólk sjáið þið fyrir ykkur að hefði not af námskeiðinu? „Allir þeir sem bera ábyrgð á að stjórna fólki, ferlum og fjármagni hafa gagn og gaman af vinnustof- unni. Þeir sem vilja ná auknum ár- angri í lífi og starfi með því að stjórna betur sjálfum sér og leiða aðra til árangurs eiga erindi á 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Verðandi og vaxandi leiðtogar á öll- um stigum skipuritsins munu fá gagnlega innsýn í hvernig öflugir stjórnendur á þekkingaröld ná ár- angri.“ Ný viðhorf og aðferðir Hvert er megininntak námskeiðs- ins og hvernig kennir þú? „7 venjur árangursríkra stjórn- enda byggjast á metsölubók Steven R. Covey, sem er enn mest selda bók um persónulega forystu í heim- inum í dag. Vinnustofan sam- anstendur af samtölum, verkefnum, æfingum, leikjum, myndböndum, matstækjum og stuttum fyr- irlestrum. Breytt hegðun byggist annars vegar á nýrri þekkingu og hins vegar á að þátttakendur til- einki sér ný viðhorf og aðferðir í vinnu. Þess vegna er vinnustofan hönnuð sem nokkurra mánaða ferli sem hefst og endar með 360° raf- rænu mati, og þátttakendur vinna síðan saman sem „peer-coaches“ og styðja við hver annan með verk- efnum í samtölum og snjallforriti (APP-i) eftir vinnustofuna.“ Hvað einkennir að þínu mati góð- an stjórnanda? „Ég tel að góðir stjórnendur þurfi að hafa grunnfærni (compe- tence) og karakter til að leiða sjálfa sig og aðra til árangurs. Meðal mik- ilvæga færniþátta eru t.d. skipulag, stefnumörkun, að leiða breytingar, endurgjöf, samningatækni o.fl. Af- gerandi karaktereinkenni öflugra leiðtoga eru t.d. eiginleikinn til að skapa traust, hvetja fólk, laða fram það besta í hverjum og einum, miðla framtíðarsýn, sýna virðingu t.d. með hlustun o.fl.“ 7 venjur til árangurs er, að sögn Guðrúnar, mest selda bók sögunnar á sviði viðskipta, stjórnunar og per- sónulegs árangurs. „Á þeim 30 ár- um sem liðin eru frá því bókin kom fyrst út hefur hún selst í nærri 30 milljónum eintaka og verið þýdd á fleiri en 30 tungumál.“ Guðrún vann að endurþýðingu bókarinnar á íslensku fyrir nokkr- um árum og fæst hún í bókabúðum og vefverslunum víða. „Það sem heillaði mig við bókina er að boðskapurinn er í raun heil- brigð skynsemi,“ segir Guðrún en Covey byggði ritið á doktorsrann- sóknum sínum við Harvard- háskóla. „Hann vildi svara þeirri spurningu hvers vegna sumir ein- staklingar og vinnustaðir virðast ná meiri árangri en aðrir. Til þess skoðaði hann og greindi fjölda rannsókna, ævisagna, greina og ljóða, og kom þar auga á ákveðin þemu.“ Þessi þemu má einfalda sem sjö venjur: „Sú fyrsta er að taka af skarið – að vera virkur og taka ábyrgð ef maður vill ná árangri. Venja númer tvö er að skoða end- inn í upphafi: vita að hverju er stefnt áður en lagt er af stað. Þriðja venjan er síðan að forgangsraða og kunna að segja nei: gera það mik- ilvægasta fyrst en láta hitt mæta afgangi,“ útskýrir Guðrún. „Fjórða venjan er að temja sér að í öllum viðskiptum og samningum hafi allir hagaðilar ávinning af, og sú fimmta að nýta ávallt skilnings- ríka hlustun. Sjötta venjan er að staðnæmast ekki heldur finna stöð- ugt nýjar leiðir til vaxtar og ný- sköpunar, og loks er sjöunda venj- an að endurnýja sjálfan sig og endurnæra huga og líkama reglu- lega.“ Boðskapur sem á alls staðar við Hverju hefur það breytt fyrir þig að tileinka þér efni námskeiðsins? „Um er að ræða afar einfaldan en mjög áhrifamikinn ramma um hegðun sem skilar árangri. Ég hef unnið með þetta efni með stjórn- endateymum í tugum landa í flest- um heimsálfum, í einkarekstri og opinberum, í alþjóðlegum stórfyr- irtækjum og ungum frumkvöðlafyr- irtækjum. Alls staðar á þessi nálg- un jafn vel við. Það minnir mig stöðugt á að þó að heimurinn sé flókinn og fólk ólíkt, þá eru grunn- þættir sem skila árangri í lífi og starfi afar svipaðir þvert á landa- mæri, trú, atvinnugreinar, aldur og kyn.“ Hvað skiptir þig mestu máli í líf- inu? „Að njóta líðandi stundar í faðmi fjölskyldu og góðra vina, að læra stöðugt og miðla, og auðga okkar heim með gleði, virðingu og þakk- læti.“ Hegðun sem skilar árangri Guðrún Högnadóttir hefur starfað við stjórnendaþjálfun í tæpa þrjá áratugi sem fræðslustjóri Landspítalans, ráðgjafi og meðeigandi hjá Deloitte, framkvæmdastjóri og kennari við Háskólann í Reykjavík og leiðtogamarkþjálfi. Í viðtalinu ræðir hún um vinnustofu í Opna Háskólanum í Reykjavík um 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Morgunblaðið/Hari Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi og meðeig- andi FranklinCovey á Norðurlöndunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.