Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19 Er kominn tími til að gera eitthvað? Styrkleikar og núvitund Færni í núvitund og aukin þekking á eigin styrkleikum stuðlar að vellíðan og sátt með lífið. Bókfærsla og tölvubókhald Þátttakendur læra færslu bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn grunn fyrir. Í fókus Markmið námskeiðsins er að fræðast um hvernig ADHD hefur áhrif á líf okkar, og hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu. ÚFF - Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Tölvur Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda í undirstöðuatriðum tölvu- notkunar til undirbúnings námi í skólanum eða til eigin nota. Aukin vellíðan Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu þátttakenda á leiðum til þess að auka andlega vellíðan og efla andlega heilsu og auka færni þeirra í að nota þessar aðferðir í daglegu lífi. Einkenni og afleiðingar meðvirkni Tilgangur námskeiðsins er að fræðast um einkenni meðvirkni og afleiðingar. Þátttakendum gefst kostur á að skoða eigin meðvirkni í einkaviðtali síðasta dag námskeiðsins. Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá Ég heiti Freyr Jóhannsson. Ég er rekstarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar í Hafnar- firði. Ég var nemandi í Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu. „Hringsjá gaf mér ómælda trú á sjálfan mig og hjálpaði mér að sjá hvað í mér býr“. Hringsjá býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífs- gæða og fleiri valkosta í námi eða starfi. Ertu skapandi og handlagin/n og langar að vaxa á því sviðinu? Langar þig að geta framkvæmt hugmyndir þínar og verið sjálfbær? Ef svo er þá eru námskeiðin hjá Handverksskól- anum eitthvað fyrir þig. Þar getur þú til dæmis lært húsgagnasmíði, silfursmíði og að búa til glerlistaverk svo eitthvað sé nefnt. Á námskeiðinu Húsgagnasmíði 1 læra nemendur að nota hand- verkfæri við fínsmíði á ýmsum hlut- um, s.s. húsgögnum og nytjahlutum. Frá grunni læra þátttakendur að smíða verkfærakistu (eða annan kassa með haldi) úr efniviði sem hef- ur þegar verið sniðinn til. Kúnstin er að læra að mæla, saga og hefla með ýmsum verkfærum sem henta hverju sinni og setja sam- an vandaðan kassa. Samsetning byggi á geirneglingu en ekkert lím er notað við samsetn- ingu verkefnisins né skrúfur eða naglar. Mjög skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama því þeir kynnast mörg- um hliðum á smíði með fjölbreyttum vönduðum handverkfærum í góðu umhverfi. Kennarinn kryddar mjög efnið með þekkingu sinni og fjölda þátt- takenda er stillt í hóf og hver hefur sína vinnuaðstöðu/hefilbekk fyrir sig allan tímann. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðmundur „Muggi“ Stefánsson. Námskeiðið stendur yfir í fjögur kvöld í fjóra klukkutíma í senn. Nán- ari upplýsingar á www.handverks- husid.is Langar þig að búa til þín eigin húsgögn? Dreymir þig um að geta smíðað eigin húsgögn? Þá er þetta námskeið eitt- hvað fyrir þig. Námskeiðin hjá Handverkshúsinu eru ákaflega vinsæl. Það er valdeflandi að vera sjálfbær. Nám- skeiðin hjá Hand- verkshúsinu hjálpa fólki að láta drauma sína rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.