Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
OPIÐ
fyrir umsóknir
Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á
Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Ástralíu, Nýja Sjálandi,
Kanada og í Bandaríkjunum.
Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hug-
mynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi
er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar.
Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku,
ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“
fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
Háskólanám erlendis
á sviði skapandi greina
Nám erlendis
opnar þér nýjan
heim, að heiman.
Einnig bjóðum við námskeið á meist-
arastigi í samstarfi við deildir Háskólans auk
styttri námskeiða á ýmsum sviðum.“
Af hverju finnst þér að fólk eigi að leggja
vinnu í að efla sig og læra stöðugt eitthvað
nýtt?
„Fjórða iðnbyltingin er skollin á, sem hefur
þegar mikil áhrif á störf fólks og við þurfum
öll að halda vel á spöðunum til að sitja hrein-
lega ekki eftir.“
Vinnustofa fyrir þá sem sinna fjölskyldum
Elín segir að eitt af því sem háskólinn bjóði
upp á sé spennandi vinnustofa í fjölskyldu-
hjúkrun í byrjun október. „Vinnustofan er
með helstu sérfræðingum á því sviði hvað
varðar þekkingu, rannsóknir og reynslu,
þeim dr. Janice M. Bell og dr. Lorraine M.
Wright. Þær Lorraine og Janice hafa þróað
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
S
purð hvað hún leitist við að gera í
starfinu á degi hverjum segir Elín:
„Við í Símenntun HA leggjum
okkur fram um að vera með puttana
á púlsinum og taka mið af þörfum
og óskum samfélagsins um framboð á nám-
skeiðum fyrir sem flesta.“
Fjölbreytt nám með starfi
Við erum með nám með starfi eins og leiðsög-
unám sem hefst í byrjun september og enn er
mögulegt að komast að í því. Svo rekum við
stjórnendaskóla (stjornendanam.is) í sam-
starfi við Samband stjórnendafélaga og Sam-
tök atvinnulífsins, nám sem kennt er í gegn-
um netið.
líkön í fjölskylduhjúkrun
sem þýdd hafa verið á
mörg tungumál: Calgary
Family Assessment Mod-
el (CFAM) and Calgary
Family Intervention Mod-
el (CFIM). Einnig hafa
þær skrifað fjölda bóka og
greina og eru þær eftirsóttir
kennarar og leiðbeinendur
víða um heim. Það mikill fengur
að fá þær hingað í Háskólann á Ak-
ureyri.“
Her er markhópurinn fyrir vinnustofuna?
„Það eru allir sem koma að málefnum fjöl-
skyldna. Aukin þekking er nauðsynleg til að
mæta þörfum fjölskyldna sem glíma við flók-
inn heilsufarsvanda. Dæmin sýna að fjöl-
skyldur þurfa að læra að takast á við fjöl-
þættan heilsufarsvanda því
heilbrigðiskerfið hefur ekki bol-
magn til þess eitt og sér.“
Hver er nýjasta stefna og straumar í því
sem þú sérhæfir þig í?
„Ég legg áherslu á flatan „stjórn-
unarstrúktúr“ þar sem hver og einn fær að
njóta sín til fulls. Ég vona að það nýtist til
að sem flestir finni sig velkomna í skólann
til okkar.“
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Fjórða iðnbyltingin er hafin
Elín Hallgrímsdóttir er hjúkr-
unarfræðingur að mennt
með stjórnunarmenntun.
Hún leiðir deildina sína
með það að leiðarljósi að
fólki finnist það velkomið í
meira nám.
Í miðri iðnbyltingu er nauðsynlegt að
starfsmenn öðlist þekkingu í takt við
tæknina. Fjölskyldan er í fyrirrúmi í
einu af námskeiðunum hjá HA.
Elín Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri Háskólans á Akureyri, segir að í miðri 4. iðnbyltingu
sé mikilvægt að læra stöðugt nýja hluti svo við sitjum ekki eftir með úrelta þekkingu.
Lífsgæðadagbók Heilsufélagsins er
ætluð til að hjálpa þér að hámarka
lífsgæði þín og þar með hamingju og
árangur á hverjum degi. Bókin er gefin
út í þeirri trú að hver dagur hafi þann
megintilgang að auka styrk þinn og
hugrekki til að lifa lífinu til hins ýtr-
asta í stað þess að vera í kapphlaupi
við tímann til þess að ná markmiðum
sem eru í fjarlægri framtíð.
Aðferðin sem þú lærir með því að
nota bókina er ofureinföld en mjög
árangursrík.
1. Að rækta samband þitt við
sjálfa(n) þig. Þú gefur þér tíma til að
skrifa niður hugleiðingar þínar um lífið
og tilveruna og styrkja þannig tengslin
við langanir þínar, þrár og tilfinningar.
2. Að setja í forgang það sem
þér finnst nærandi og skemmtilegt.
Þú gefur þér tíma til að skrifa niður
það sem þig langar mest að gera
og færa þannig áherslurnar frá því
sem þú þarft að gera yfir á það
sem þig langar mest að gera hvern
dag.
3. Að takmarka verkefni sem eru
nauðsynleg en ekki nærandi. Þú
skrifar niður það sem þú verður að
gera en takmarkar þau verkefni
þannig að þau séu ekki of mörg og
gangi ekki um of á orku þína.
4. Að forgangsraða í þágu lífs-
gæða og hamingju. Þú forgangs-
raðar verkefnum með það að mark-
miði að hámarka nærandi verkefni
en lágmarka þau sem eru það ekki.
Lífsgæðadagbókin hjálpar þér að koma
meiri reglu á hlutina og fá þig til að hugsa
um hvað þú vilt fá út úr lífinu.
Viltu meiri lífsgæði?