Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Ó
sk elskar að skipuleggja
leiðangra utan venju-
bundinna slóða landslags
og menningar.
Hvað heitir nám-
skeiðið sem þú ert með í vetur og
hvert er markmið þess?
„Námskeiðið heitir Handverk og
menning í Marokkó. Markmiðið er
að kynna þátttakendum land og þjóð
og ekki síst magnaða hand-
verksmenningu í Norður-Afríku.
Námskeiðið gefur innsýn í merki-
legan menningarheim.“
Frábært námskeið fyrir forvitna
Hvernig fólk sjáið þið fyrir ykkur að
hefði not/ánægju af námskeiðinu?
„Allir þeir sem eru forvitnir og
áhugasamir um handverk og fornan
menningarheim berba og araba. Það
getur meðal annars verið liður í end-
urmenntun fyrir kennara á öllum
skólastigum.“
Hvert er megininntak námskeiðs-
ins og hvernig kennir þú?
„Við verðum tvær með námskeiðið
í Marokkó, ég og Ragna Fróða, fata-
og textílhönnuður sem auk þess er
deildarstjóri textíldeildar Mynd-
listaskólans í Reykjavik.
Áður en lagt er í leiðangurinn
verður boðið upp á fyrirlestur sem
Þórir Hraundal Mið-Austurlanda-
fræðingur mun halda um merka
sögu og menningu Marokkó, trúar-
brögð og tengsl við Ísland. Auk þess
munum við Ragna Fróða kynna
handverk, byggingarlist og daglegt
líf. Á vettvangi verða skilningarvitin
virkjuð, við horfum, þefum og þreif-
um. Við fylgjumst með bygginu leir-
húsa og fáum að taka til hendinni.
Byggingaraðferðin er sú sama og á
dögum Krists. Það gefst tækifæri til
að snerta á leirkerasmíð og tadelakt
sem er gömul aðferð við að gera yf-
irborð gljáandi og vatnshelt. Við
fáum námskeið í fornri leturgerð
með bambusfjöður og náttúrulegu
bleki. Við kynnumst spunatækni og
vefnaði. Heimsækjum heimamenn
og upplifum heimilisiðnað sem lifir
góðu lífi í Marokkó líkt og fyrir
nokkrum öldum á Íslandi. Leiðang-
urinn liggur inn í annað tímabelti,
við erum að tala um tímaflakk.“
Litrík og skemmtileg menning
Hvað einkennir menninguna í Mar-
okkó?
„Menningin er litrík og skemmti-
leg. Fólk er mjög vinalegt og for-
vitið, hefur áhuga á að spjalla við
gesti. Marokkóar eru mjög gestrisn-
ir og bjóða gjarnan til tedrykkju.
Slíkt boð er vinarþel sem sjálfsagt er
að þiggja. Þá skapast tækifæri við að
ná sambandi við heimamenn og
spjalla um alla heima og geima.
Þetta er fjölskyldusamfélag þar sem
fjölskyldan er grunnur og kjölfesta
en gerir líka miklar kröfur um
hvernig fólk hagar lífi sínu. Sumu
ungu fólki sem ég hef hitt finnst það
ráða litlu um sitt eigið líf. Fjölskyld-
urnar eru ólíkar, sumar strangtrúað-
ar, aðrar frjálslyndari. Þetta sér
maður helst á klæðaburði fólks.
Konungurinn er að vísu búinn að
banna konum að hylja andlit sitt á al-
mannafæri. Það ríkir talsvert meira
frjálslyndi í borgunum, sérstaklega í
hverfum þar sem efnaðra og betur
menntað fólk býr.“
En handverk frá Marokkó?
„Litir, lykt, fegurð og fjölbreyti-
leiki einkennir staðinn. Eins er mik-
ið verið að vinna með höndunum.
Alls staðar þar sem maður kemur er
verið að spinna, vefa, sníða, sauma,
smíða, súta, lita og verka leður. Allt
er unnið frá grunni og aðferðirnar
eru fornar og hafa lítið breyst í ald-
anna rás. Manni finnst eins og tím-
inn hafi staðið í stað.“
Til að tengja aftur við upprunann
Hvað getur þú sagt mér um áhrif
menningar og listar að þínu mati á líf
fólks?
„Við sem lifum í nútímasamfélagi
höfum kannski að einhverju leyti
misst samband við það hvernig hlut-
irnir verða til. Úr hverju þeir eru,
hvaðan þeir koma. Það er áhugavert
og hugvíkkandi að heimsækja sam-
félag þar sem þetta samband hefur
haldist óslitið frá örófi alda. Allt er
búið til frá grunni, alls staðar verið
að taka til hendinni.“
Hvað skiptir þig mestu máli í líf-
inu?
„Fegurðin, margbreytileikinn,
gleðin.“
Eitthvað að lokum?
Námskeiðin verða tvö, annað í
haustfríinu 13.-22. október og seinna
námskeiðið 25. október-3. nóvember.
Svo er annað námskeið í und-
irbúningi næsta vor sem ég er að
skipuleggja með Haraldi Jónssyni
myndlistarmanni. Þá verðum við í
norðrinu á slóðum hippa og beatnik-
skálda með handverkshefðina yfir og
allt um kring.“
Þar sem við tengjum
við upprunann
Ósk Vilhjálmsdóttir er myndlistarmaður og fjallageit að eigin sögn. Hún er
haldin mikilli ferðaþrá og er forvitin um ómælisvíddir veraldar. Hér ræðir hún
áhugavert námskeið sem hún er með um handverk og menningu í Marokkó.
Ósk elskar að ferðast um og kynna fyrir almenningi menninguna í Marokkó.
Fegurðin er mögnuð á þessum stað í heiminum.
Landsmennt
Styrkur þinn
til náms
Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins
og verkafólks á landsbyggðinni.
Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is
Flex stóllinn er ein af vinsælustu
vörunum hjá A2S, sem er þýskt fyr-
irtæki sem sérhæfir sig í skóla-
húsgögnum. Verslunin Bústoð selur
þessa vöru á Íslandi og er með
samning við Ríkiskaup.
Stóllinn var 3 ár í hönnun og var
leitað til skólasamfélagsins þegar
hann var hannaður.
Í byrjun var stóllinn hannaður
með loftgötum á plastskel úr end-
urvinnanlegu fjölprópýlen en þeir
sem unnu við ræstingar í skólunum
gerðu athugasemd við þau göt þar
sem matarleifar gætu myglað í göt-
unum og tæki þar af leiðandi langan
tíma í þrifum. Eftir þessa at-
hugasemd ákvað A2S að setjast aft-
ur að teikniborðinu til að finna lausn
á vandamálinu. Eftir mikla vinnu
komu hönnuðir fyrirtækisins upp
með þá lausn að útbúa loftrásir í
skelina sem varnar því að nemendur
svitni og auðveldar þrif. Stóllinn hef-
ur einnig marga aðra kosti. Hönnun
skeljarinnar er einstaklega góð og
var takmarkið að byggja upp plast-
skel sem auðveldar hreyfingu not-
andans og dregur úr þreytu í baki.
Lag skeljarinnar er hannað til að
nemandinn geti snúið fram eða aft-
ur. Stólinn er hægt að fá 6 mismun-
andi hæðum og grind stólsins fáan-
leg í 7 mismunandi litum.
Öll húsgögn frá A2S standast það
álag sem skólahúsgögn þurfa að þola
og er 5 ára ábyrgð á öllum hús-
gögnum. Fyrirtækið leitar ávallt
leiða til að gera húsgögnin vandaðri
en dæmi um það er að öll húsgögn
eru framleidd með laserkanti í stað
hefðbundnar kantlímingar. Það eyk-
ur endingu húsgagnanna þar sem
þéttleiki kanta er mun meiri.
mm@mbl.is
Stóllinn sem bætir
lífsgæði nemenda
Flex stólarnir eru ekki bara vandaðir og vel hannaðir. Þeir eru líka litríkir og fallegir.
Bústoð flytur inn Flex stólinn.