Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 16

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Þín leið til fræðslu Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is Sveitamennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is Á relía skrifar um það sem henni býr í brjósti hverju sinni. Bókin hennar „Sterkari í seinni hálf- leik“ sló rækilega í gegn hjá landsmönnum. Lífsgleði Árelíu er smitandi. Hún hlær, er opin og einlæg. Það er á hreinu að þessi kona hefur fundið sinn innri styrk í breytingum. „Ég er bara venjuleg húsmóðir í Vesturbænum. Ég á þrjú börn og bíl. Er einhleyp sjálfstæð kona sem hefur gaman af líf- inu.“ Horfði á eftir fólk- inu á 1. farrými Árelía segist reyna að njóta lífsins út í ystu æsar, hvað sem það færir henni. Hvað ertu að vinna að um þessar mundir? „Ég er að vinna í skrifum, svo er ég að kenna í MBA náminu í Við- skiptafræðideild háskólans og að undirbúa mig fyrir kennslu í meist- aráminu fyrir haustið. Auk þess er ég að vinna í að uppfæra í Árelía 2018.“ Um tildrög uppfærslunnar segir hún. „Ég var á ferðalagi í vetur. Á leiðinni heim þegar það var kallað út í vélina og fólk á fyrsta farrými var beðið að fara um borð. Þar sem ég sat og horfði á eftir fólkinu ganga inn í flugvélina flaug í gegnum huga minn spurningin: Hvað þyrfti ég að gera til að vera á fyrsta farrými í lífinu?“ Árelía tek- ur fram að þá meini hún allt lífið. „Ég hugsaði með mér að öll snjalltækin sem við eigum þurfa stöðuga uppfærslu. Síminn þarf reglulega uppfærslu, tölvan mín líka.“ Þannig leiddi eitt af öðru og Árelía fékk góða hugmynd. „Mér fannst blasa við á þessari stundu að auðvitað þyrfti ég upp- færslu líka. Á þessum tímapunkti ákvað ég að hrinda í fram- kvæmd uppfærslunni á Árelíu 2018.“ Til að njóta lífsins betur Hvernig fórstu í gegn- um uppfærsluna? „Ég byrjaði ferlið á að hugsa út í alla þætti sem mögu- lega væri áhugavert að uppfæra. Ég horfði á líkama minn, andlegt líf, tilfinningar mínar og þekkingu. Ég velti fyrir mér hugmyndum mínum um mig. Bar þetta allt sam- an við nýjustu tækni, hvernig sá iðnaður skoðar stöðugt hvernig hægt er að nota tæknina betur til að auðvelda okkur lífið. Auðvitað komst ég að því að það er heil- margt sem ég get gert til að nýta líf mitt betur svo ég setti í fram- kvæmd áætlun sem miðaði að því.“ Árelía segist hafa byrjað á heim- ilinu. Hún flokkaði, losaði sig við dót, raðaði upp á nýtt og end- urskipulagði þannig að heimilið nýttist nýjum lífsstíl hennar betur; lífsstíl konu sem vill láta tímann vinna fyrir sig en ekki öfugt. „Ég gerði það sama með sálfræðingi, næringarfræðingi og svo mætti lengi áfram telja. Í raun má segja að ég hafi breytt svo miklu að und- anförnu að það eina sem ég á ennþá eru börnin mín og já vinnan, vinirnir og fjölskyldan,“ segir hún og skellihlær. Árelía er með smitandi hlátur og lífsorka hennar er svo mögnuð að mann langar að tappa henni á flöskur og koma á alla landsmenn. Hún segir nýjan lífsstíl í fyrstu hafa verið eins og þegar maður er með nýja uppfærslu í snjalltækinu. „Maður þarf smávegis tíma að venja sig við. Í fyrstu leikur allt á reiðiskjálfi, líkt og þegar maður uppfærir símann sinn og týnir Árelía 2018; ný uppfærsla til að nýta lífið betur Árelía Eydís Guðmundsdóttir er ein lífsglaðasta kona landsins. Hún starfar sem dósent við Við- skiptadeild Háskóla Íslands en er einnig farsæll rit- höfundur og sjálfstæð þriggja barna móðir í Vest- urbænum. Hún segir að ný uppfærsla á Árelíu sé nauðsynleg svo hún geti notið alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Morgunblaðið/Valli Lífsgleði og jákvæðni Árelíu þyrfti að tappa á flöskur og selja víðsvegar um heim. Árelía segist reyna að vera lífskúnstner. Hún sé harðdugleg kona, með öllum þeim kostum og göll- um sem því fylgir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.