Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 18
Kerfisstjórar þykja ómissandi hjá öllum stærri fyrirtækjum.
hann nemendur skólans ýmist vilja
bæta við sig námi til að styrkja sig í
starfi eða til að skipta alveg um starfs-
vettvang:
Boðið starf fyrir útskrift
„Stærsta námsbrautin okkar er bók-
halds- og skrifstofunámið. Þeir sem
taka einnar annar nám geta unnið ein-
föld bókarastörf en flestir taka tvær
annir og hafi þeim vegnað vel í öllum
prófum eru þeir orðnir kandidatar í
góða bókara. Þriðja önnin undirbýr
nemendur síðan fyrir próf til við-
urkenningar bókara sem atvinnu- og
nýsköpunarráðuneytið heldur.“
Að sögn Skúla hefur atvinnutæki-
færin ekki vantað undanfarin ár.
„Vinnuveitendur hafa oft samband við
okkur að fyrra bragði ef þá vantar t.d.
bókara, forritara eða kerfisstjóra. Síð-
ustu ár hafa flestir af okkar bestu
nemendum, ef þeir hafa verið í at-
vinnuleit, fengið vinnu, en vitaskuld
hefur almennt atvinnuástand áhrif á
horfurnar hverju sinni.“
Forritunarnámið hjá NTV hefur
líka notið mikilla vinsælda. Styttri
námskeið eru í boði en líka eins og
hálfs árs nám sem skilar þátttak-
endum mjög hæfum út í atvinnulífið.
„Tækniheimurinn er síbreytilegur og
því gætum við þess að vera í sífellu að
bæta og endurskoða námsskrána. Í
upphafi námsins getum við gefið nem-
endum ákveðna hugmynd um hvert
námsefnið verður á þriðju önn en við
tökum það skýrt fram að efnistökin
geta breyst verulega á námstímanum
í takt við tækniþróun og þarfir mark-
aðarins á hverjum tíma.“
Leysa verkefni
Kerfis- og netstjórnunarnámið skapar
líka góð tækifæri á vinnumarkaði og
segir Skúli að þar njóti nemendur m.a.
góðs af því að NTV á fullkomna tölvu-
stæðu frá Cisco sem notuð er við
kennsluna. Bendir hann á að NTV er
eini einkaskólinn á Íslandi sem er
bæði viðurkenndur af Microsoft og
Cisco netlausnum. „Í þessu námi hef-
ur áherslan aukist á allt sem tengist
öryggi netkerfa og gagna enda verður
sífelt flóknara verk að tryggja að fyr-
irtæki meðhöndli og geymi gögn með
réttum hætti.“
Skúli bendir á að við skipulag náms-
ins hlusti NTV á þarfir atvinnulífsins
en skólinn vinnur með mörgum leið-
Nemendur standa bet-
ur að vígi á vinnu-
markaði eftir nám-
skeiðin hjá NTV. Þar
má m.a. læra forritun,
netstjórnun og bókun
af fólki sem er leiðandi
á sínu sviði.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
A
llt frá stofnun hefur NTV
sérhæft sig í að bjóða upp á
starfsmiðað nám. Vinsæl-
ustu námsbrautirnar taka
tvær til þrjár annir en ef
nemendurnir standa sig vel þá getur
útskriftarskírteinið greitt þeim leið að
vel launuðum og áhugaverðum störf-
um.
Skúli Gunnsteinsson er skólastjóri
og framkvæmdastjóri NTV og segir
„Námið er krefjandi og kallar á að nemendur
leggi sig alla fram, en árangurinn sést á þeim at-
vinnumöguleikum,“ segir Skúli Gunnsteinsson.
Nám sem opnar fólki dyr
andi fyrirtækjum í hugbúnaðar- og
tæknigeiranum. „Við erum líka stolt
af því að margir kennararnir okkar
eru í framlínu stórra fyrirtækja, sér-
fræðingar á sínu sviði og leiða nem-
endur í gegnum verkefni sem hafa
beina tengingu við þær áskoranir sem
bíða þeirra hjá fyrirtækjum hér og
þar. Ekki er um að ræða nám þar sem
fólk kemur einfaldlega til að sitja í
kennslusal og hlusta á fyrirlestra
heldur er námið verkefnamiðað og í
samræmi við nýjustu þekkingu.“
Verðmæt kunnátta
Að sögn Skúla hafa á bilinu 15-20.000
manns útskrifast frá NTV frá því
skólinn var stofnaður. „Námið er
krefjandi og kallar á að nemendur
leggi sig alla fram, en árangurinn sést
á þeim atvinnumöguleikum sem
standa nemendum til boða og því góða
orði sem fer af útskriftarnemendum í
atvinnulífinu,“ segir hann og bætir við
að það nám sé vandfundið sem má
ljúka á svona skömmum tíma og með
jafn góðum atvinnu- og launahorfum.
„Sjálfur er ég útskrifaður viðskipta-
fræðingur og þykist vita að þriggja
ára viðskiptafræðimenntun er í dag
engin trygging fyrir starfi. Vitaskuld
er ekki hægt að alhæfa fyrir alla nem-
endur, en margir þeirra sem hafa út-
skrifast frá okkur hafa látið ljós sitt
skína hjá virtum fyrirtækjum. Það
segir líka sína sögu að aðsóknin hefur
aldrei verið meiri og voru öll met sleg-
in á síðustu önn.“
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Söngskóli og kórhús
– skólasjóri Margrét J. Pálmadóttir
Stúlknakór
Reykjavíkur
Stelpur
5-17 ára
Aurora
dömukór
17-26 ára
Cantabile
Fjörugar konur
frá 45 ára
aldri
Þar sem röddin þín hljómar
Opnaðu röddina – Söngkort fyrir alla
á öllum aldri og þú ræður ferðinni!
Nýtt – Domusdrengir
Öflugt og skapandi
tónlistarstarf fyrir stráka
5 ára og eldri
Einsöngsdeild
- grunnnám
– miðnám
– framhaldsnám I og II
– tónleikar
Skráning á www.domusvox.is og rafrænreykjavik.is
Flest námskeið NTV má stunda í fjarnámi eða dreifnámi og segir Skúli það
gert til að koma betur til móts við þarfir vinnandi fólks sem vill bæta við sig
menntun en flestir nemendur skólans eru á vinnumarkaði með námi.
NTV heldur líka úti vefsíðunni Netkennsla.is þar sem nálgast má stutt
námskeið og kennsluefni um helsta skrifstofuhugbúnað en að sögn Skúla er
þar að finna fjársjóð af hagnýtum fróðleik. Nemendur NTV fá ókeypis aðgang
að Netkennslu.is, en einnig er hægt að nota vefinn með því að greiða ýmist
mánaðar- eða ársáskrift.“
„Íslenskur kennari leiðir notendur í gegnum námsefnið skref fyrir skref og
kennir t.d. á ýmsa notkunareiginleika Word, Excel, Power Point og Photos-
hop,“ segir Skúli. „Vissulega má í dag finna alls kyns ókeypis tölvu-
kennsluefni á netinu, og þeir sem leita að Excel kennslustundum á Google fá
örugglega milljónir niðurstaðna – en hjá Netkennslu er hægt að stóla á gæðin
og auðvelt fyrir notendur að fletta upp námskeiðshlutum til að nota til upp-
rifjunar og hafa sér til stuðnings í daglegum störfum.“
Lært á helstu forrit yfir netið