Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
2018
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
Leiðsögn erlendra og innlendra ferðamann um Ísland.
• Flest stéttarfélög styrkja nemdur til náms.
• Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferpamanna á Íslandi í máli og myndum.
• Mannleg samskipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
• Saga landin, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn: Fyrir nokkrum áruð stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla
Íslands. Námið stóð vel undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu
að kennslunni og áttu þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn
á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem
landið okkar er og virðingu sem okkur ber að sýna í því. Kennararnir voru
mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu
til skila.
Námið gefur mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Guðrún Helga
Bjarnadóttir
OPIÐ
8-22
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
egar styttist í haustið fer
fagfólkið að athuga hvaða
sniðugu námskeið eru í
boði hjá Opna háskól-
anum við Háskólann í
Reykjavík. Jóhanna Vigdís Guð-
mundsdóttir segir flesta gæta þess
að stunda endurmenntun samvisku-
samlega enda margvíslegur ávinn-
ingur sem fylgir því að bæta við sig
nýrri þekkingu jafnt og þétt:
„Námið við Opna háskólann miðar
að því að veita fólki hagnýta þekk-
ingu sem eflir það í starfi, en þess
utan er ágætt að fá tækifæri til
þess að slíta sig frá tölvunni og
símanum og sitja áhugavert nám-
skeið þar sem hitta má annað fólk
úr atvinnulífinu sem oft glímir við
sambærilegar áskoranir. Fólk lærir
afskaplega mikið í gegnum slíkt
samtal.“
Jóhanna er framkvæmdastjóri
Opna háskólans og segir hún að á
haustönn megi velja um ótal spenn-
andi námskeið, bæði stutt og löng.
„Af nýlegum viðbótum við náms-
framboðið má nefna nám í mann-
auðsstjórnun og leiðtogafærni. Þar
er áherslan lögð á stefnumiðaða
mannauðsstjórnun og fellur það vel
að þörfum íslenskra fyrirtækja sem
einkennast oft af jafningjastjórnun
og flötu stigveldi þar sem stjórn-
endur þurfa að hvetja, styðja og
leiða. Um er að ræða nám sem ætti
að gagnast stjórnendum og milli-
stjórnendum alveg sérstaklega en
farið er í saumana á atriðum á borð
við grunnatriði hefðbundinnar
mannauðsstjórnunar, vinnurétt,
ráðningarferli, góð samskipti og
síðast en ekki síst markþjálfun,“
segir Jóhanna. „Þetta var eitt vin-
sælasta stjórnendanámið okkar í
fyrra og skráningarnar benda til
góðrar aðsóknar í ár.“
Gagnagreining gerð einföld
Jóhanna vekur einnig sérstaka at-
hygli á námskeiði í vinnslu og
greiningu gagna (e. data analytics).
„Öll fyrirtæki sitja á miklu magni
gagna og í þeim geta verið fólgin
töluverð verðmæti. Svo fremi sem
gögnin eru ekki persónugreinanleg
má nota þau óháð ákvæðum
GDPR-reglugerðarinnar, og t.d.
nýta til markvissari ákvarð-
anatöku,“ segir Jóhanna og bendir
á að námskeiðið sé þannig hannað
að nemendur þurfa ekki endilega
að kunna skil á forritun áður en
námskeiðið hefst. „Farið er í
grunnatriðin við að sækja gögn og
vinna í gagnasöfnum, en nemendur
taka einnig grunnkúrs í Python-
forritun, sem er auðskiljanleg og
þægilegt að læra sem fyrsta forrit-
unarmál. Þó að um sé að ræða
lengri námslínu þá er hægt að taka
hverja lotu námsins sem sjálfstætt
stutt námskeið, og skipta þannig
upp yfir lengri tíma ef það hentar
þátttakendum betur.“
Markaðskraftar netsins
Annað áhugavert námskeið fjallar
um stafræna markaðssetningu og
viðskipti á netinu en meðal kennara
er dr. Valdimar Sigurðsson.
Áhersla er lögð á stefnumótun, ár-
angursgreiningu og helstu tæki og
tól sem nota má til að ná betri ár-
angri í netviðskiptum og -markaðs-
setningu. Um lengra námskeið er
að ræða og kennt í eins eða tveggja
daga lotum frá 9 til 17 á fimmtu-
dögum og/eða föstudögum, og tvær
vikur á milli lotna. Líkt og með
Vinnslu og greiningu gagna má
taka hverja lotu Stafrænnar mark-
aðssetningar sem sjálfstætt stutt
námskeið s.s. til að læra um mark-
aðssetningu með tölvupóstum, al-
mannatengsl á netinu eða framtíð
smásölu á netinu.“
Jóhanna segir Valdimar í hópi
fremstu fræðimanna landsins á
sviði markaðsmála og honum lagið
að koma hagnýtum atriðum fræð-
anna til skila til nemenda. „Það vill
brenna við að fyrirtæki vita ekki
hvað þarf til að ná árangri við
markaðssetningu á netinu, og halda
stjórnendur jafnvel að hæfasta
manneskjan sé sú sem er alltaf með
nefið límt við snjallsímann eða
eyðir löngum stundum á Facebook.
Raunin er önnur og byggist árang-
ursrík markaðssetning á netinu á
því að búa yfir ákveðinni fagþekk-
ingu og eins að fylgjast vel með
þeirri öru þróun sem einkennir net
og samfélagsmiðla.“
Nám sem eflir fólk í starfi
Í haust verður m.a.
hægt að fræðast um
mannauðsstjórnun,
gagnagreiningu og
markaðssetningu á
netinu hjá Opna
háskólanum.
Morgunblaðið/Valli
Fyrir nokkru síðan tók Háskól-
inn í Reykjavík við starfsemi
fræðslufyrirtækisins Skema
sem boðið hefur upp á forrit-
unarkennslu fyrir börn. Starfið
hefur síðan verið styrkt með
sameiningu Skema og forrit-
unarsamtakanna Kóder, sem nú
starfa í HR undir merkjum
Skema. „Þessi starfsemi hefur
verið sameinuð Opna háskól-
anum og samhliða því að nota
skemmtilegar aðferðir til að
kenna börnunum að forrita
stefnum við núna að því að
bjóða í auknum mæli upp á
námskeið fyrir fullorðna sem
byggjast á svipaðri að-
ferðafræði,“ segir Jóhanna.
Sérstaða Skema felst í því að
börnin læra í gegnum leik og
ná þannig smám saman tökum
á lykilatriðum forritunar, sem
við fyrstu sýn myndu virðast
flókin og ekki á færi barna.
„Það er ekkert sem segir að
ekki megi beita svipaðri nálgun
á fullorðna og mörg forrit-
unarmál eru þannig úr garði
gerð að það eru ekki nein eld-
flaugavísindi að læra að nota
þau.“
Vilja beita
aðferðum
Skema á
fullorðna
„Það vill brenna við að fyrirtæki vita ekki
hvað þarf til að ná árangri við markaðs-
setningu á netinu“ segir Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir en bæði löng og stutt
námskeið um stafræna markaðssetningu
eru í boði í haust.
Ítalska tísku-
húsið Gucci
hefur aldrei
verið vinsælla
en akkúrat
núna. Yfir-
hönnuður fyr-
irtækisins,
Alessandro
Michele, tók
við starfinu
2015 og síðan
hefur salan
aukist og aukist. Hönnuðurinn heim-
sótti Ísland á dögunum og gerði
þetta helsta eins og að fara í Bláa
lónið og skoða Reynisfjöru svo eitt-
hvað sé nefnt. Þessir strigaskór eru
ákaflega heitir núna en þeir fást á
www.net-a-porter.com.
Eftirsóknar-
verðir striga-
skór