Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 33

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 33
Elínrós Líndal elinros@mbl.is Í umhverfi síðustu miss- era hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með faglega þjónustulund. Margrét Rósa stofnaði skólann með það að markmiði að þjálfa starfsfólk þannig að bæði eigendur, starfsmennirnir sjálfir og ekki síst viðskiptavinir geti fengið sem mesta ánægju af því að fara út að borða á Íslandi. „Ég sérsmíða lausnir að hverjum stað fyrir sig, þar sem ég held nám- skeið á staðnum og fylgi síðan eftir kennslunni til að viðhalda þekking- unni og auka hæfni starfsfólksins,“ segir hún. Margrét Rósa hefur klæðskera- saumað námskeiðið að ófaglærðum þjónum, þar sem mikil vöntun er á slíku eftir uppgang síðustu ára í ferðaþjónustu. „Nemendur mínir fá prófskírteini eftir að hafa setið námskeiðið hjá mér þar sem vel er farið yfir hvað viðkomandi starfsmaður á að kunna.“ Þjónaskólinn hefur verið starf- ræktur frá því eft- ir áramótin síðustu. Mar- grét Rósa segir að viðtökurnar hafi verið frábærar enda sé hún búin að starfa lengi innan greinarinnar og fólk þekki hana af fagmennsku einni saman. Sjálf lagði hún stund á iðnina á Lækjabrekku fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var yfirþjónn þar í ein átta ár. Síðustu átján árin hefur hún léð Iðnó krafta sína. Þjónn með gott innsæi er mikilvægur Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að viðmóti þjóns á veit- ingastað? „Hann þarf að vera brosmildur og taka hlýlega á móti gestunum. Svo þarf hann að hafa í huga að hann er ekki afgreiðslumaður, held- ur sölumaður og þjónn. Það þarf að leggja alúð í að þjónustan sé þannig að gestunum líki vel við, en einnig að passa upp á að verið sé að kynna viðskiptavininum matseðilinn og fleira áhugavert sem í boði er á staðnum.“ Margrét Rósa segir að þjónninn sé eins konar milliliður eldhússins og eiganda annars vegar og svo gestsins hins vegar. „Það er mjög algengt að fólk stuðist ef þjónninn tekur ekki alúðlega á móti því. Þjónn þarf einnig að kunna að lesa gestina, hafa gott innsæi og vera vel þjálfaður,“ segir Margrét Rósa og bætir við: ,,Allir þurfa að vera vel vakandi í vinnunni og helst vilj- um við hafa þjónustufólk sem hefur þá köllun að vera til staðar fyrir aðra,“ segir hún að lokum. Það er á hreinu að hæfileikar hennar og fag- mennska munu nýtast öllum lands- mönnum á næstu misserum. Skortur á faglegum þjónum Margrét Rósa Einars- dóttir er framreiðslu- meistari að mennt. Hún segir að þjónar þurfi að hafa gott innsæi og mikla þjónustulund. Landsmenn muna án efa flestir eftir henni úr Iðnó. Hún stofnaði ný- verið Þjónaskólann, þar sem hún þjálf- ar starfsfólk veit- ingahúsa sem gengur um beina. Eftir uppgang í ferðaþjónustu á síðustu misserum hefur verið skortur á faglegum þjónum. Ljósmynd/Thinkstockphotos Margrét Rósa er mörgum landsmönnum kunn. Hún starfaði sem yfirþjónn Lækja- brekku í átta ár og síðan rak hún Iðnó í 18 ár. Hún hefur nú stofnað Þjónaskólann. FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 33 Menntun skapar tækifæri Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is Ríkismennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is Ertu tilbúin í skólann? Hausttískan er heillandi og ekki úr vegi að gera sig aðeins upp áður en námið hefst af fullum þunga. Mjúkar þunnar ullarpeysur eru áberandi ásamt ljós- um köflóttum buxum. Hlébarðamunstrið er á sín- um stað og líka kamellitar hnésíðar kápur sem eru beinar í sniðinu. Gráköflóttar buxur úr H&M. Belti frá H&M. Ljós ullarpeysa úr versluninni Evu. Klassísk og flott skólataska sem fæst hjá A4. Kamellit kápa frá Kenzo. Hún fæst á www.myt- heresa.com. Þú verður að vita hvað klukkan slær. Þetta úr fæst í H&M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.