Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 34

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 34
Morgunblaðið/Valli „Fyrsta skrefið er alltaf að hafa samband og afla sér upplýsinga um námið, fá ráðgjöf og jafnvel stuðning til að hefja nám að nýju,“ segir Sigríður Droplaug Jónsdóttir. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is L íkt og undanfarna vetur býður Mímir upp á fjölda áhugaverðra námskeiða á skólaárinu framundan. Bæði má sitja styttri nám- skeið, s.s. í tungumálum og velja lengri námsbrautir sem gagnast í starfi eða greiða fólki leið til frek- ara náms á framhalds- og há- skólastigi. Sigríður Droplaug Jónsdóttir er verkefna- og kennslustjóri hjá Mími og segir hún að námsbrautin Menntastoðir njóti stöðugra vin- sælda. Er um að ræða umfangs- mesta námið sem boðið er upp á hjá Mími. „Að ljúka Menntastoðum jafnast á við að ljúka fyrsta árinu í fram- haldsskóla. Þeir sem útskrifast frá okkur geta meðal annars sótt um áframhaldandi nám á framhald- skólastigi hjá háskólunum og klárað þar ígildi stúdentsprófs sem veitir nemendum þann grunn sem þeir þurfa til að hefja háskólanám. Menntastoðir henta líka þeim sem hyggjast leggja stund á iðnnám en vantar kannski tiltekna áfanga til að hefja námið eða vilja ná betri tökum á ákveðnum grunnfögum áð- ur en lengra er haldið.“ Undirbúningur fyrir frekara nám Að sögn Sigríðar er bakgrunnur nemenda í Menntastoðum ólíkur og hópurinn fjölbreyttur. Hún segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólki takist ekki að ljúka framhalds- skóla en reynslan hafi sýnt að Menntastoðir séu góður staður til að hefja nám að nýju. „Hjá Mími starfar öflugt teymi náms- og starfsráðgjafa sem sinna nem- endum mjög vel, og hjálpa þeim að takast á við námið þar sem hver og einn er staddur hverju sinni. Kenn- arar og annað starfsfólk halda þétt utan um nemendahópinn og veita þeim þá hvatningu sem þarf og hjálpa þeim að öðlast trú á sjálfum sér við nám.“ Sigríður segir eðlilegt að það vaxi fólki í augum að ætla að setjast aft- ur á skólabekk komið á fullorðinsár. Hún bendir á að þegar komið er yf- ir erfiðasta hjallann uppgötvi flestir að námið er viðráðanlegra en þeir héldu í upphafi. Getur munað mikið um að t.d. hafa einlægan áhuga á að mennta sig, sem ekki allir höfðu þegar þeir voru unglingar, eða ein- faldlega nota þann þroska og visku sem kemur með aldrinum til að sinna náminu af aga og festu. Ár- angurinn lætur þá ekki á sér standa. „Gaman er að segja frá því að á síðasta ári komust tveir nem- endur sem útskrifuðust frá Mími á forsetalista í frumgreinadeild Há- skólans í Reykjavík sem segir okk- ur að hér fær fólk mjög góðan und- irbúning. Geta lært með vinnu „Það fyrsta sem við gerum er að hjálpa nemendunum að tileinka sér rétt viðhorf til sjálfra sín og náms- ins. Við reynum líka að gera námið sem aðgengilegast, svo jafnvel ef fólk er úti á vinnumarkaði þá á það að geta haldið áfram að bæta við sig menntun, og boðið er upp á Mennt- astoðir sem staðnám, dreifnám og fjarnám,“ segir Sigríður „Vissulega krefst það töluverðs aga að vera í fjarnámi, og alltaf eru einhverjir nemendur sem byrja í fjarnáminu en færa sig svo yfir í staðnámið til okkar til að fá meiri stuðning og aðhald. Fyrir marga er þó ekki annað í boði en að geta hag- að náminu eftir eigin höfði enda þarf að sinna náminu samhliða heimilishaldi og störfum og ekki alltaf hægt að mæta á tilteknum tíma í kennslustofu,“ segir Sigríður en nemendur ljúka einingum í ís- lensku, stærðfræði, ensku, dönsku auk tölvu- og upplýsingatækni og fá einnig þjálfun í námstækni. „Fyrsta skrefið er alltaf að hafa samband og afla sér upplýsinga um námið, fá ráðgjöf og jafnvel stuðn- ing til að hefja nám að nýju. Það má líka byrja á að skoða námsúrvalið á heimasíðu Mímis, www.mimir.is, en þar má sjá hvenær námið hefst og jafnvel skrá sig þar ef það hentar.“ Hjálpa nemendum að öðlast rétt viðhorf til sjálfra sín og námsins Námsbrautin Mennta- stoðir hjá Mími hentar þeim sem hafa ekki lok- ið framhaldsskóla og langar að komast aftur af stað í námi. Öflugt teymi heldur vel utan um hópinn og hvetur nemendur til dáða. Morgunblaðið/Eyþór Menntaskólanemendur á útskriftardegi. Fólk nær ekki að ljúka framhaldsskóla af ýmsum sökum en það er aldrei of seint að taka upp þráðinn að nýju. 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | s 555 1212 | handverkshusid.is VILT ÞÚ SKAPANDI ÁHUGAMÁL? Fjölmörg námskeið í handverki – Skráning, upplýsingar og myndir á www.handverkshusid.is Námsframboðið hjá Mími er fjölbreytt en þar má t.d. sækja fjölbreytt at- vinnutengt nám, s.s. nám í dyravörslu og nám um þjónustu við ferðamenn, og einnig hægt að taka undirbúningsnám fyrir leikskóla- og félagsliða. Tungumál af ýmsum toga eru líka á dagskrá í vetur. Mímir býður t.d. upp á vandað íslenskunám fyrir útlendinga, og námskeið í norsku, sænsku, þýsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, finnsku, japönsku og meira að segja ar- abísku. „Sumir læra tungumál til að eiga auðveldara með að ferðast um heiminn og aðrir vilja opna glugga inn í nýja menningarheima,“ segir Sigríður og bætir við að nemendahópurinn sé fjölbreyttur og tímarnir líflegir. „Þetta eru byrj- endanámskeið og breytilegt eftir tungumálinu og getu hvers og eins hve mik- ið má læra á stuttu námskeiði. Í Arabísku 1 er t.d. farið í algjör grunnatriði eins og sjálft stafrófið og ritmálið sem er allt öðruvísi en hjá okkur. Þegar upp er staðið eru nemendur þó búnir að kynnast tungumálinu nokkuð vel,“ segir hún og bendir á að þó margir séu farnir að sækja námskeið á vefnum í tungu- málum þá komi slíkt nám aldrei að fullu í staðinn fyrir bein samskipti við kennara og samnemendur. Taka fyrstu skrefin við að uppgötva nýtt tungumál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.