Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 36
Retor sérhæfir sig í íslenskukennslu ásamt því að bjóða ýmsar fræðslulausnir fyrir innflytjendur. Okkar markmið er að auka verðmæti mannauðsstofnana og fyrirtækja með fræðslu og tungumálakennslu. Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Opnunartími mán.-fim. kl. 10.00-21.30 Retor fræðsla | Hlíðasmára 8 | 201 Kópavogur | retor.is | retor@retor.is Beata Czajkowska Verkefnastýra fyrirtækjalausna beata@retor.is Sími: 519 4800 Markmið fyrirtækjalausna Retor fræðslu er að aðstoða íslensk fyrirtæki með erlent starfsfólk við að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustöðum. Við bjóðum fyrirtækjum frítt stöðumat á íslenskukunnáttu erlends starfsfólks. Í fram- haldinu gerum við fyrirtækjum tilboð byggt á niðurstöðum stöðumats og fyrirliggjandi þarfagreiningu. Markmið Retor fræðslu er að skapa sérhæfða og stefnumótandi fræðslulausn sem hentar ólíkum þörfum hvers fyrirtækis. Að okkar mati er íslenskukennsla lykilþáttur í starfsþjálfun á íslenskum vinnumarkaði. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Þ egar ferill minn er skoðaður mætti áætla að um mjög óstöðuga manneskju væri að ræða, eiginlega týnda manneskju,“ segir Valdi- mar og hlær. „Ferillinn teygir anga sína í ýmsar áttir og hvort sem það er starfsreynsla eða menntun þá er fátt sem tengir það saman. Það væri reyndar hárrétt að segja að um óstöð- ugleika hafi verið að ræða enda var ég talsvert áttavilltur þegar ég kom út í lífið. Unglingsárin einkenndust af miklum öfgum sem tengdust áföllum og áfengisdrykkju og báru með sér að þarna var einstaklingur á ferð sem hafði lélegt sjálfsmat og vissi í raun alls ekki hvert hann ætti að stefna. Þegar ég var 22 ára gamall kom að uppgjöri gagnvart áfengi í mínu lífi. Ég sá á þeim tíma að ég og áfengi ættum illa saman. Upp úr því fór áhugi minn að vakna fyrir ýmsum þáttum tilverunnar sem snúa að sál- rænni líðan, félagslegum þroska og sjálfsvirðingu.“ Leitin að mér Valdimar hófst handa við að leita að sjálfum sér. „Síðan eru liðin 23 ár og ég er enn stöðugt að læra, bæði á sjálfan mig og aðra. Öfgar og hraði fylgdu mér í mörg ár í viðbót og enda- laus leit að einhverju sem gæti breytt því hvernig mér liði. Hvort sem það hefur verið í gegnum veraldlega hluti af ýmsu tagi, að sækja í spennu, ójafnvægi í mataræði, öfgar í hreyf- ingu eða annarskonar stjórnleysi, þá hefur fátt stoppað mig í að reyna að breyta því hvernig mér líður. Í raun var ég að leita þar sem svarið er ekki að finna. Ég vil meina að ég hafi örlít- ið róast, áhuginn farinn að snúast meira um fjallgöngur og ritstörf, heldur en „motocross“ og „boot- camp“. Þessu eru ekki allir sammála, það er að segja að ég hafi róast mikið og þegar ég slasaði mig á snjósleða í vor, ýtti það undir þau rök að það megi enn hægja aðeins á.“ Fyrir sex árum veiktist Valdimar talsvert vegna skordýrabits sem átti sér stað í Noregi. „Bakteríusýking sem fylgdi þessu var nánast búin að leggja mig í gröfina og fyrstu fjögur til fimm árin á eftir þurfti ég virkilega á öllu mínu að halda til að halda mínu striki. Eitt af verkefnunum sem þessu hafa fylgt er að veikindi af þessu tagi eru ekki í kerfunum, það er að segja þau hafa ekki verið skil- greind í heilbrigðiskerf- inu og því stendur maður svolítið einn í þessari vinnu. Þrátt fyrir að starfs- geta hafi á köflum verið lítil eða engin, þá hefur ekkert annað kom- ið til greina en að halda áfram og finna leiðir til að komast af. Á þessum árum hef ég prufað ótal leiðir, bæði hefðbundnar og ekki síst óhefð- bundnar, til þess að ná tökum á ástandinu. Eitt af því sem mér hefur þótt hjálpa hvað mest eru sérstakir dropar sem ég nota og eru unnir úr berki trjáa sem vaxa í yfir þúsund metra hæð í Perú. Eftir talsverða þrautagöngu er ég að komast nokk- urn veginn á sama stað og ég var áð- ur, bæði líkamlega og andlega. Það má segja að þessi reynsla sé búin að vera mjög dýrmæt og hefur hjálpað mér og okkur fjölskyldunni að skilja betur einstaklinga sem eiga við erf- iðleika að stríða og hvaða álag það getur valdið á fjölskylduna í heild. Það hefur kennt okkur mikilvægi þess að eiga góða að og hvað skil- greinir góða vináttu. Ég byggi mína vinnu sem ráðgjafi ekki síður á þeim ósigrum sem ég hef upplifað og mis- tökum sem ég hef gert en þeim sigr- um sem hafa unnist og ákvörðunum sem hafa skilað góðum árangri. Að mínu mati er mikilvægt að nálgast fólk þar sem það er statt, á einlægan máta.“ Heilbrigð sjálfsvirðing „Eitt af mínum uppáhalds viðfangs- efnum á síðustu árum hefur verið að skoða hvað mótar heilbrigða sjálfs- virðingu og sjálfstraust. Fjölmargir eiga erfitt uppdráttar hvað þetta varðar, eru óöruggir og þegar þeir eru spurðir „hver ert þú?“ þá komast margir að því að það er lítið um svör. Margir upplifa tómleika og ófull- nægju, finnst eins og þeir séu ekki spennandi, að þeir geti ekki staðist kröfur samfélagsins eða haldið í við alla hina sem virðast á fljúgandi ferð. Í dag er þetta sérstaklega áberandi meðal ungs fólks þar sem í ljós kemur að mörgum líður illa með sig og sitt líf. Þar kemur meðal annars inn hraði og áreiti samfélagsins sem hefur stór- aukist á fáeinum árum. Hvort sem það eru kunningjar úr skólanum eða vinnu, frægir einstaklingar á Íslandi eða útlöndum, þá eru flestir að senda frá sér myndir, myndbönd og frá- sagnir af einhverju skemmtilegu, ein- hverju flottu, einhverjum glæsilegum afrekum og þar fram eftir götunum. Þroski á sér stað ef við teygjum vitsmunalega á okkur Valdimar Þór Svav- arsson starfar sem ráð- gjafi og fyrirlesari hjá ráðgjafarstofunni Fyrsta skrefinu ásamt eig- inkonu sinni Berglindi Magnúsdóttur. Hann á ótrúlega sögu að baki og hefur sigrast á mörgu í lífinu. Valdimar varð nýlega 45 ára en hann er ungur í anda að eigin sögn. Hann segir að fólk eldist með aldr- inum, en til að öðlast aukinn þroska þurfum við að reyna á okkur. Valdimar er vinsæll fyrirlesari og ráð- gjafi í landinu. Að læra nýja hluti um okkur sjálf er verðugt verkefni. Fjárfesting sem skilar sér í aukinni vellíðan. Ljósmynd/Aðsend. 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Við bjóðumm.a. upp á: n Náms- og starfsráðgjöf n Markviss-ráðgjöf og gerð fræðsluáætlana n Raunfærnimat n Áhugasviðspróf n Nám fyrir innflytjendur n Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir n Nám fyrir fatlaða n Nám fyrir atvinnuleitendur n Tómstundanámskeið n Þjónusta við fjarnemendur Kíktu á www.simenntun.is og https://www.facebook.com/simenntun Menntun er skemmtun, getum við aðstoðað þig?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.