Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefði látið kappið bera skyn- semina ofurliði. Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjá- ist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veit- ingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir … sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ’etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofn- ana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga. Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launa- viðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launa- hækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmanna- stjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði. Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Sam- félag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ’etta. Launaleynd og þyngdarlögmálið Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efna-hags- og veðurfarslegu tilliti.Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnug-legt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verka- lýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launa- hækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslana- keðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kist- urnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða sam- keppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auð- vitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferða- mannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndi- lega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfanga- stöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skyn- semina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjald- miðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferða- mannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða. Déjà vu Er rétt að veita Evrópusambandinu aukið vald í orkumálum? Opinn fundur í stofu HT-102 á Háskólatorgi, mánud. 22. október 2018 kl. 17.15 Boðað hefur verið að innan tíðar verði lagt fyrir Alþingi að stofnanir Evrópusambandsins fái aukið vald í orkumálum á Íslandi. - Hvaða vald fær orkustofa Evrópusambandsins og landsreglarinn og hvernig munu þessir aðilar beita því? - Hver er stefna Evrópusambandsins í orkumálum og er skynsamlegt að Íslendingar gangist undir hana? - Munu íslensk stjórnvöld missa vald til að ákveða hvort sæstrengur verður lagður eða ekki? - Er best fyrir Íslendinga að afþakka orkulöggjöfina? Hvernig mun Evrópusam- bandið bregðast við höfnun? Frummælendur: Peter T. Örebech, lagaprófessor Vigdís Hauksdóttir, lögfræðingur Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur Að loknum erindum frummælenda verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Haraldur Ólafsson Ísafold, Herjan og Heimssýn 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -5 7 A 8 2 1 2 1 -5 6 6 C 2 1 2 1 -5 5 3 0 2 1 2 1 -5 3 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.