Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 38
Otikon hentar bæði fyrir börn og fullorðna. Otikon er auðveldur í notkun og inniheldur einungis náttúruleg efni. Otikon eyrnadropar hreinsa eyrnamerg úr hlust, draga úr verk og styðja við með­ ferð við eyrnabólgu,“ segir Þór­ hildur Edda Ólafsdóttir, sölufulltrúi hjá Artasan. Sýking í miðeyra eða miðeyrna­ bólga getur orsakast af stíflu í kokhlust sem tengir saman mið­ eyra og nefkokið. Við kvef getur stíflan valdið söfnun vökva sem getur orðið gróðrarstía og leitt til sýkingar. Þessi bólga er algengari hjá ungbörnum og börnum þar sem kokhlustin er þrengri og stíflast auðveldlega. Aðaleinkenni eyrna­ bólgu er verkur, sem getur verið frá vægum til óbærilegs í versta falli sem leiðir til æsings og óróa, aðallega hjá börnum. „Mikilvægt er að taka fram að eyrnaverkur gefur ekki endilega til kynna bólgu og Dropar við eyrnaverk og bólgu Artasan Otikon Þórhildur Edda Ólafsdóttir, sölufull- trúi hjá Artasan. stundum er nægilegt að eyrnagöng­ in séu stífluð til að valda verk, með öðrum orðum þá þarf eyrnaverkur ekki endilega að tengjast bakteríu­ sýkingu,“ áréttar Þórhildur. „Otikon eru eyrnadropar til úða­ notkunar sem innihalda náttúruleg efni sem notuð eru til að hreinsa eyrnamerg úr hlustinni, draga úr eyrnaverk og styðja við meðferð við eyrnabólgu,“ segir Þórhildur. Otikon hefur marga kosti, úðinn hjálpar til við að fjarlægja eyrna­ merg úr hlustinni á eðlilegan hátt en úðinn mýkir eyrnamerginn og smyr hlustina, hann nýtist þannig til að bæta heyrn með því að losa tappa af eyrnamerg úr hlustinni. Úðinn þekur hlustina með olíu­ lagi sem ver hana fyrir utanaðkom­ andi efnum auk þess sem úðinn getur dregið úr verkjum. Úðinn hentar börnum og fullorðnum og mikill kostur þykir hve auðveldur hann er í notkun. Otikon fæst í næsta apóteki. Otikon l Meðferð við eyrnaverk og bólgu í tengslum við miðeyrna- bólgu. l Hjálpar til við að fjarlægja eyrnamerg úr hlustinni. Auðveld notkun l 1-2 úðar í eyra, mest þrisvar á dag í 5 til 7 daga, eða þangað til einkenni lagast. l Hristið flöskuna, réttið úr úðastútnum og setjið endann u.þ.b. ½ cm inn fyrir op hlustarinnar, úðið. l Bíðið í hálfa mínútu og setjið lítinn bómullarhnoðra í eyrað. Eftir úðun má halla höfðinu til hliðar til að flýta fyrir að lausnin berist inn í eyrað. l Geymið dropana á svölum stað en þá má nota í þrjá mánuði eftir opnun. Otikon eru eyrna- dropar sem hreinsa eyrnamerg úr hlust, draga úr verk og styðja við meðferð við eyrnabólgu. Otikon er í úða- formi og inni- heldur einungis náttúruleg efni. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar MENNINGARHUSIN.KOPAVOGUR. IS Styrkir úr lista- og  menningar- sjóði Lista- og menningarráð Kópavogs bæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningar sjóði vegna verkefna á næsta ári. Umsóknum skal skila fyrir 17. nóvember 2018. Hlut verk sjóðsins er að efla menningar lífið í Kópa vogi í samræmi við menningar- stefnu bæjarins. Styrkir eru veittir einstak lingum, stofnunum og listhópum. Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir og afgreiðir þær fyrir árslok. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðunni menningarhusin.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir, forstöðu maður menningarmála í Kópavogi, í gegnum netfangið: soffiakarls@kopavogur.is Umsóknum skal skila fyrir 17. nó ve m be r 2 018 / Árni Kristjánsson, handritshöfundur og leikstjóri Plastóperunnar, sem verður frumsýnd í Safnahúsinu við Hverfisgötu á sunnudag. MYND/SIgtrYggur ArI Plastóperan er glæný ópera fyrir börn og foreldra eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Árna Kristjánsson sem verður sýnd tvisvar í Safnahúsinu á morgun, sunnudag. Hún fjallar um feðgin sem eyða starfsdegi í skólanum í að velta fyrir sér samhenginu milli plastnotkunar og tíma. „Forsaga verkefnisins er sú að Guja Sandholt, verkefnastjóri Óperudaga í Reykjavík, hefur samband í sumar og biður mig að skrifa handrit og leikstýra barna­ óperu eftir Gísla Jóhann Grétars­ son. Við höfðum aldrei hist áður en áttum ákaflega gott samstarf á þessum stutta tíma,“ segir Árni og bætir því við að umfjöllunarefnið brenni mjög á honum. „Ég er bæði tiltölulega nýbakaður faðir, og svo kenndi ég í Laugarnesskóla í fyrra og kynntist því vel markhópi óperunnar og hvað honum finnst fyndið.“ Verkið gerist á starfsdegi í skólanum sem feðginin Kristinn og Eldey eyða saman, Kristinn í að skrifa skýrslu fyrir vinnuna um kolefnisjöfnun og Eldey veltir plasti fyrir sér á meðan. „Enginn framleiðir plast gagngert til þess að skemma náttúruna heldur er plast aðallega notað til að spara tíma og óperan snýst um hvernig við nýtum tímann okkar. Gætum við kannski sparað plastið með því að hægja á og eyða meiri tíma í það sem raunverulega skiptir máli? Ætlum við að pakka börnunum okkar í plast af því við höfum ekki tíma fyrir þau? Það er kannski stóri boðskapurinn í verkinu.“ Á sviðinu eru tveir söngvarar, þau Jón Svavar Jósefsson og Björk Níels­ dóttir og þrír hljóðfæraleikarar, Catherine Maria Stankiewicz, sellóleikari, Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari og Kristín Þóra Péturs­ dóttir, klarinettleikari. „Tónskáldið notar bæði þekkt óperustef og nýrri vísanir og leikur sér með formið af virðingu og þekkingu,“ segir Árni sem vonar að sem flestir geri sér ferð í Safnahúsið á sunnudaginn. Plastóperan verður frumsýnd í Safnahúsinu á sunnudag klukkan tvö og svo er aftur sýning klukkan fjögur. Aðgangur er ókeypis en mikilvægt er að panta miða í gegn­ um viðburðinn á Facebook. Plastópera um tímann 4 KYNNINgArBLAÐ FÓLK 2 0 . O K tÓ B E r 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -D 3 1 8 2 1 2 1 -D 1 D C 2 1 2 1 -D 0 A 0 2 1 2 1 -C F 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.