Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 18
Nýjast Hnefaleikar Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í dag. Verður bar­ dagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thand­ erz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dóm­ araúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vana­ lega. Annars vegar þá fór ég til Sví­ þjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Val­ gerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburð­ um þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“ – kpt Berst um Eystrasaltsbeltið í dag Valgerður Guðsteinsdóttir eyddi tíma í undirbúningnum við æfingar í Svíþjóð með sænskum hnefaleikakonum sem eru í fremstu röð. Fréttablaðið/anton Ír - breiðablik 92-82 Ír: Justin Martin 31, Gerald Robinson 25, Sigurður Þorsteinsson 18, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Sigurkarl Jóhannesson 5, Daði Grétarsson 2, Sæþór Kristjánsson 2. breiðablik: Christian Covile 24, Hilmar Pétursson 11, Snorri Hrafnkelsson 10, Arnór Hermannsson 8, Árni Elmar Hrafnsson 8, Snorri Vignisson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 6, Bjarni Gunnarsson 4, Ragnar Jósef Ragnars- son 2, Erlendur Ágúst Stefánsson 2. Stjarnan - Skallagr. 82-72 Stjarnan: Hlynur Bæringsson 17, Ægir Þór Steinarsson 17, Paul Jones III 15, Collin Pryor 12, Arnþór Freyr Guðmundsson 12, Antti Kanervo 5, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2. Skallagrímur: Aundre Jackson 27, Eyjólfur Halldórsson 15, Björgvin Ríkharðsson 11, Bjarni Jónsson 9, Kristján Örn Ómarsson 6, Kristófer Gíslason 3, Arnar Bjarnason 1. Efri Tindastóll 6 Stjarnan 6 Njarðvík 6 Keflavík 4 KR 4 ÍR 4 neðri Skallagrímur 2 Haukar 2 Grindavík 2 Breiðablik 0 Þór Þ. 0 Valur 0 Domino’s-deild karla formúla 1 Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helg­ ina og unnið sinn fimmta heims­ meistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heims­ meistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titil­ inn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manu­ el Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistara­ titlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í b y r j u n j ú l í v e g n a vélar bilunar en eftir það hefur allt geng­ ið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír.  Skildi hann kepp­ endurna eftir í reykn­ um með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum. kristinnpall@ frettabladid.is Hamilton skildi keppendurna um titilinn eftir í reyknum Breski ökuþórinn Lewis Hamilton gæti unnið fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra um helgina þegar keppn- in fer fram í Austin, Texas. Aðeins tveir ökuþórar hafa unnið fimm heimsmeistaratitla í sögunni. Brautin í Austin hefur reynst Hamilton vel, hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum á síðustu fimm árum. lewis Hamilton. norDicPHotoS/GEtty 9 Lewis Hamilton 5 7 5 4 4 4 Sebastian Vettel sigrar í ár sigrar í ár ✿ Hamilton eltist við fimmta heimsmeistaratitilinn Það er erfitt að segja hver besti ökuþór allra tíma er en Lewis Hamil- ton er örugglega meðal fimm bestu. Fernando Alonso, ökuþór McLaren Lewis Hamilton vinnur sinn fimmta titil í Formúlu 1 ef honum tekst að fá átta stigum meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum sem fram fer í Austin á morgun. Breski ökuþórinn sem er ríkjandi meistari hefur komið fyrstur í mark síðustu fjögur árin í kapp- akstrinum í Bandaríkjunum. Michael Schumacher Juan Manuel Fangio Alain Prost Sebastian Vettel Lewis Hamilton 1994, 1995, 2000-2004 1951, 1954, 1955-1957 1985, 1986, 1989-1993 2010, 2011, 2012, 2013 2008, 2014, 2015, 2017 Fjöldi keppna Sigrar 91 24 51 52 71 306 199 215 22551 Flestir heimsmeistaratitlar Handbolti Aron Pálmarsson og félagar urðu í gær heimsmeistarar félagsliða eftir sigur á Füchse Berlin, 29­24, í Doha í Katar. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Berlínarrefina sem unnu keppnina 2015 og 2016. Þetta er annað árið í röð og í fjórða sinn alls sem Barcelona verður heimsmeistari félagsliða. Aron var ekki kominn til liðsins þegar það varð heimsmeistari í fyrra. Hann vann þessa keppni hins vegar sem leikmaður Kiel 2011. – iþs Heimsmeistari með Barcelona aron skoraði tvö mörk í úrslita- leiknum í gær. norDicPHotoS/aFP Stúlkurnar fengu brons fimleikar Stúlknalið Íslands fékk brons á EM í hópfimleikum í Portú­ gal. Ísland átti titil að verja í þessum flokki. Íslensku stúlkurnar fengu 52,550 í heildareinkunn. Svíar urðu Evrópumeistarar með 55,000 í einkunn. Danir urðu í 2. sæti með 53,075 í einkunn. Ísland fékk 20,000 í einkunn fyrir gólfæfingarnar, 16,650 fyrir stökk á dýnu og 15,900 fyrir stökk á trampólíni. Blandað lið Íslands í unglinga­ flokki endaði í 4. sæti í úrslitunum. Íslendingar fengu 47,000 í heildar­ einkunn. Danir urðu hlutskarpastir. Í dag fara úrslitin í fullorðins­ flokki fram. Þá keppir kvennalið Íslands sem og blandaða liðið. Kvennaliðið varð Evrópumeistari 2010 og 2012 en fékk silfur 2014 og 2016. Blandað lið Íslands lenti í 3. sæti á EM í Slóveníu fyrir tveimur árum. – iþs 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r18 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð Sport 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -6 6 7 8 2 1 2 1 -6 5 3 C 2 1 2 1 -6 4 0 0 2 1 2 1 -6 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.