Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi að henni sjálfri hugnuðust ekki heræfingar og að öllum ætti að vera kunnugt um afstöðu hennar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til veru Íslands í NATO. Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sagði yfirvofandi innlimun FME í Seðlabankann líta út eins og klunnaleg tilraun til að koma allri yfirhylmingu með bönkunum fyrir á einum og sama stað. Oddný G. Harðardóttir þingmaður er fyrsti flutnings­ maður frumvarps sem skyldar ábyrgðarmenn rannsókna til að tilkynna tilviljana­ kennda greiningu á alvarlegum sjúkdómi, þar á meðal erfðabreytileika sem felur í sér auknar líkur á alvarlegum sjúk­ dómi, til Embættis landlæknis. Oddný sagði að tryggja yrði bæði rétt þeirra sem vilja vita og hinna sem ekki vilja vita. Þrjú í fréttum Her, innlimun og forvarnir Tölur vikunnar 14.10.2018 - 20.10.2018 55% er hækkun raungengis á mælikvarða launa frá 2015. 8,2% er hækkun íbúðaverðs á þessu ári gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir. Spáð er 5,5 prósenta hækkun á næsta ári og 4,4 prósenta hækkun árið 2020. 20,3% fólks á aldrinum 25-29 ára bjuggu í foreldra- húsum árið 2016. 24,8 prósent karla og 15,6 prósent kvenna. 300 tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögregl- unni á höfuð- borgarsvæðinu á árinu 2017. 69% erlendra ferðamanna á Íslandi heim- sóttu Rangárvallasýslu í fyrra. Áætlað er að fjöldinn hafi verið 1.381 þúsund. Fjöldinn sexfaldaðist á áratug. Þrettán- föld fjölgun er að vetrarlagi. 13% er gengisveiking krónunnar síðustu sex mánuði. UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED. RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.260.000 ÁN VSK. KR. 7.762.400 MEÐ VSK. RAM 3500 LIMITED 40” BREYTTUR lögreglumál Osteópatafélag Íslands og Sjúkranuddarafélag Íslands segja félagsmenn í gegnum tíðina hafa heyrt sögur af með­ höndlaranum sem hefur verið kærður nokkrum sinnum á árinu fyrir kynferðisbrot í meðferð. „Þessi félög finna sig knúin til að tjá sig um málið og verja sína félagsmeðlimi. Meðlimir innan allra félaganna hafa heyrt fjöldann allan af sögum frá skjólstæðingum sínum um óeðlilega starfshætti frá þessum manni. Við höfum fengið til okkar fólk sem hafa leitað álits um það hvort aðferðir sem hann beitir þyki eðlilegar. Við fordæmum svona starfsaðferðir,“ segja félögin tvö. Félögin segja það alvarlegt að ekkert eftirlit sé með starfsemi utan heilbrigðisgeirans. Leið vanti til að tilkynna aðila sem ekki heyra undir nein félög. Maðurinn sé ekki meðlimur í ofantöldum félögum. „Að okkar mati er hér um að ræða mjög alvarlegt mál og umfangmesta sinnar tegundar á sviði meðhöndl­ ara hér á landi. Við höfum samúð með þessum konum og vonum að réttlæti náist hjá þeim.“ Egill Þorsteinsson, formaður Kírópraktorafélags Íslands, segir meðlimum félagsins brugðið vegna málsins. „Stétt kíróprakt­ ora er slegin yfir þessum fréttum. Maður sá sem kærður er, hefur ekki menntun kírópraktors, er ekki með­ limur í Kírópraktorafélagi Íslands og tengist ekki stétt kírópraktora á nokkurn hátt.“ Maðurinn hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum konum sem voru í meðferð hjá honum en hann á meðal annars að hafa meðhöndlað þær í gegnum leg­ göng þeirra. Eftir umfjöllun Frétta­ blaðsins um málið á fimmtudag stigu fram fjórar konur í kjölfarið samdægurs og í gær bættust þrjár í hópinn. Samtals eru konurnar orðnar sautján. „Til mín hafa nú leitað alls sautján konur. Sjö þeirra hafa nú þegar mætt í skýrslutöku hjá lög­ reglunni og þrjár hafa beðið þess að gefa skýrslu síðan í apríl. Nokkrar eru að meta stöðu sína,“ segir Sig­ rún Jóhannsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður kvennanna. „Frá því að fréttaflutningurinn fór af stað hafa svo sjö konur haft sam­ band við mig til viðbótar og lýst því fyrir mér hvernig umræddur maður mun hafa brotið á þeim. Ég hef fengið nokkrar á fund til mín nú þegar en hinar koma næstu daga,“ bætir Sigrún við. Steinbergur Finnbogason, lög­ maður mannsins, segir fátt annað í stöðunni en að spyrja að leiks­ lokum. „Umræðan er að þróast og vinda upp á sig í takti við þá múgsefjun sem ég tel að stefnt hafi verið að frá upphafi. Fyrir minn skjólstæðing er fátt annað í stöðunni en að spyrja að leikslokum. Hann kemur af fjöllum en verður að treysta á faglega rann­ sókn og ef til vill úrskurð dómstóla. Stríðið á Alþingi götunnar er tapað eins og öll önnur í svona málum,“ segir Steinbergur. gunnthorunn@frettabladid.is Sagt umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. Osteópatafélag Íslands og Sjúkranuddarafélag Íslands segja félagsmenn hafa löngum heyrt sögur af manninum. Lögmaður mannsins segir málið vera múgsefjun. „Við höfum samúð með þessum konum og vonum að réttlæti náist,“ segja Osteópatafélag Íslands og Sjúkranuddarafélag Íslands. NOrdicphOtOS/Getty Látinn hætta í World Class eftir tæpa viku Maðurinn starfaði í stuttan tíma hjá líkamsræktarstöðinni World Class fyrir um fimm árum. Þar átti hann að með- höndla og hnykkja viðskiptavini en var fljótlega látinn fara eftir að stöðinni barst kvörtun um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. „Þessi maður kom til okkar og það var ekki vika liðin frá því að hann hóf störf þegar við þurftum að láta hann fara vegna þessa,“ segir Björn. „Hann var því látinn fara strax.“ Konráð Valur Gíslason, einka- þjálfari hjá World Class, segir að þrjár konur hafi sagt sér frá slíkri meðferð hjá manninum. „Þetta kom upp þegar ung stúlka, um 16-17 ára, var í með- ferð hjá honum þegar hann starfaði hjá World Class. Eftir meðferðina sagði hún kærasta sínum frá sem hringdi hingað inn og kvartaði yfir manninum,“ segir Konráð. „Ég vissi af þremur konum í þjálfun hjá mér sem höfðu farið til hans og lent í ein- hverju misjöfnu.“ Björn Leifsson, eigandi World class. Til mín hafa nú leitað alls sautján konur. Sigrún Jóhanns- dóttir lögmaður 2 0 . o k T ó b e r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -7 0 5 8 2 1 2 1 -6 F 1 C 2 1 2 1 -6 D E 0 2 1 2 1 -6 C A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.