Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 4

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 4
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamaður „Oþrjótandi verkefni bíður islenz krar æsku“ V. S. V. Það er nú bjart yfir svip íslenzkra æsku- manna. Það er auðfundið, að þar sem þeir eru fara frjálsir menn, sem trúa á framtíðina og’ fagna henni. Það er auðheyrt þegar þeir tala að þeim finst bíða sín mörg óleyst verkefni, sem þeir hlakka til að mega leggja hönd að. En það em ekki margir áratugir síðan, að fólkið varð að standa hálfbogið við dyr „yfir“- manna sinna og með auðmjúkum svip biðjast ásjár og líknar þeirra svo að það fengi að tóra. Breytingin í þjóðlífi okkar er svo stórfeng- leg að ólíklegt er að svo mikil aldaskifti hafi orðið í lífi nokkurrar annarar þjóðar á jafn- skömmum tíma. Jafnvel við, sem erum mið- aldra, höfum lifað hvort tveggja og þekkjum það af eigin i'aun. Enginn einn aðili, engin sér- stök samtök hafa ein leitt þjóðina á þá braut, sem hún hefur farið til þess áfanga, sem hún nú hefur náð. Þar hafa þúsundir einstaklinga unn- ið að vegargerðinni í mörgum ólíkum vinnu- hópum, en þó með sameiginlegu markmiði: að gera þjóðina frjálsa efnalega og andlega og auka andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Iþrótthreyfingin hefur ekki unnið minnsta starfið í þessari vegagerð. Hún hefur fært björg úr leið og rutt braut gegnum ófærur. íþrótta- hreyfingin hefur lyft Grettistökum. Ég hef oft minnst á það, að þó að aðalverk- efni íþróttahreyfingarinnar sé að efna til sam- taka. meðal íslenzkrar æsku um þjálfun líkam- ans og iðkun fagurra og hollra íþrótta, þá hef- ur þetta starf hennar einnig borið glæsilegan ávöxt á öðrum sviðum. íþróttasamtökin hafa kennt ungum Islendingum að starfa saman, að meta einstaklinginn, kennt honum að skilja það að hver einstaklingur er hlekkur í þeirri festi er þjóðarheildina myndar og að því öfl- ugri sem einstaklingurinn er því sterkara átak þolir festin. Það er oft talað um það að okkur íslendinga skorti aga. Ástæðan fyrir því er talin sú að hér er ekki herskylda og unga fólkinu sé því ekki kennt að hlýða, eins og tíðkast við heræf- ingar erlendis. — Eg harma það ekki að hér skuli ekki vera herskyida, en, agaleysi er hættu- legt og getur komið okkur á kaldan klaka. — íþróttahreyfingin hefur einmitt í þessu efni unnið þýðingarmikið starf, sem ég hef orðið var við að fáir veita athygli. IJún kennir unga fólk- inu að hlýða, en það hlýðir sem frjálsir menn, og frjálsar konur. Þar þekkist ekki neinn þræls- ótti, og agi, sem er laus við kúgun og þrælsótta, er mikil blessun og nauðsynlegur hverju þjóð félagi. fsland setur aJlar vonir sínar á það fólk sem nú er að alast upp. Og þegar ég nú kalla fram í hugann myndir af íþróttafólki að starfi sem ég hef verið með við mörg og margvísleg tæki- færi undanfarin tvö ár, þá segja þessar myndir mér að við getum treyst þessu unga fólki. Það er svo bjart yfir því, það fylgir því svo mikill kraftur og áræði. Stundum getur það að vísu farið á handahlaupum yfir tæpasta vaðið, stund um á það til að þjóta beint af augum um bratt- asta hjallann, þó að önnur leið sé fljótfarnari og léttari, en einmitt þetta gerir svip þess sterk ari og markar hann þori. Framh. á bls. 7. ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.