Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 54

Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 54
52 BREIÐFIRÐINGUR var ekki óvanalegt ef við vöknuðum á nóttunni krakkarnir, að sjá mömmu sitja upp við dogg og vera að prjóna. Þá var hún kannski andvaka og þá var um að gjöra að taka í prjón. Hún var sívinnandi og vildi venja okkur á að halda okkur að því sem okkur var ætlað að gjöra, en það gekk nú misjafn- lega vel. Um þetta leyti var ég að prjóna mér sparisokka úr hvítu bandi sem mamma spann og gaf mér og þeir voru með krónuprjóni og ég ætlaði að vera búin með þá á páskum. Mamma sagði mér auðvitað til, kenndi mér úrtökurnar og útprjónið. Ég byrjaði víst á þessu um haustið svo ég hafði nú tímann fyrir mér, og ég kláraði að prjóna sokkana og var í þeim á páskunum og fannst ég vera voða fín. Á annan í páskum þurfti pabbi að fara út í Kálf að sækja kindur sem höfðu gengið þar í góðri beit um veturinn og við krakkarnir fórum með til að standa hring um féð á meðan verið var að koma því upp í bátinn. Mamma segir við mig að ég skuli nú fara úr fínu sokkunum og í aðra dekkri, ég geti skemmt þessa. En ég var nú ekki alveg á því, hélt ég færi ekkert að detta en auðvitað datt ég ofan í poll í fjörunni, sem var fullur af slýi sem var grænt og sokkarnir urðu græn- flekkóttir. Ég grenjaði yfir að hafa farið svona með sokkana mína, en mamma sagði að ég hefði gott af þessu, ég lærði þá kannski að hlýða. Svo voru sokkarnir litaðir brúnir og ég átti þá næsta ár fyrir sparisokka. Vingjafir Nú lét mamma mig fara að byrja á að prjóna mórauða vett- linga til að gefa Steina mínum á næstu jólum. Ég gjörði það nú með glöðu geði, því Steini var svo mikill vinur minn. Ég hafði handarbakið með hörpudiskaprjóni og vettlingarnir urðu bara fallegir og tilbúnir fyrir jól. En ég gat ekki beðið með að gefa honum þá. Hann var þá farinn úr eyjunum til Ólafsvíkur, en kom í heimsókn um það leyti sem ég kláraði vettlingana. Og þá var ekki um að tala annað en gefa honum vettlingana. Hann var glaður og sagðist alltaf ætla að eiga þá fyrir sparivettlinga og ég var afskaplega sæl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.