Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 55
ÆSKUMINNINGAR FRÁ RÚFEYJUM KRINGUM 1920
53
Svo var annar ungur maður heima oftast á veturna, sem
hét Sæmundur. Hann var mikill vinur minn á meðan hann
lifði. Ég elti hann í fjárhúsin en hann sinnti fénu fyrir pabba,
því pabbi var svo oft að heiman. Pabbi var þá í eyjunum að
gjöra við báta. Ég hef líklega ekki verið meira en 5 ára er
Sæmi smíðaði fyrir mig dótakistil með kistulagi og á ég kist-
ilinn ennþá. Einu sinni gaf hann mér litla harmonikku, en
það kom ekki til af góðu. Hann átti sjálfur „nikku“ og spil-
aði á hana oft, en við krakkarnir vorum að stelast í að garga
á hana er Sæmi var ekki viðlátinn og hann sagði að við eyði-
legðum hana fyrir sér, svo að hann gaf mér þessa „nikku“.
Það var alveg hægt að spila á hana öll einföld lög og kom-
umst við fljótt upp á lag með það.
Vorverk
Nú ætla ég að segja frá hvað tók við eftir páskana. Þá voru
kennararnir á förum og börnin að búa sig undir prófin sem
flest kviðu fyrir. Kvenfólkið var á kafi í ullarvinnunni en
karlmennirnir, sem voru ekki bundnir við barnalærdóminn,
þá aðallega pabbi og afi, á meðan hann lifði, fóru að gjöra
við selanet og hrognkelsanet. Oft þurfti að hnýta ný net og
setja upp fyrir vorið. Mig minnir að í byrjun maí væri farið
að leggja netin, en það var alltaf lítil veiði heima, bæði af
hrognkelsum og sel. Svo í byrjun maí fór svartbakurinn að
verpa og síðan byrjaði aðalvarptíminn. Pá var farið í allar
eyjarnar sem voru 10 fyrir utan smáhólma. Aðalvarp skarfs-
ins var í skeri sem hét Æðarsker, en þar var mikið af skarfi,
bæði toppskarfi og gráskarfi. Var farið í skarfafar mig minnir
í júlí, en skarfurinn verpti fyrstur allra fugla heima. Það
voru ekki tekin eggin hans að ráði, því það var ekki hægt að
sjóða þau, hvítan var alltaf eins og hlaup, en þau voru góð
að baka úr þeim.
Það var farið tvisvar í viku að tína undan æðarfugli og
eggin alltaf tekin frá svartbaknum um leið, en bæði egg og
dúnn frá æðarkollunum. Það var ansi erfitt að ganga allar