Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 74
72
BREIÐFIRÐINGUR
þótti kóngamatur. Ekkert sá hann hvað hann tíndi upp í sig
og át þá spikið stundum einmata. Honum var þá boðið að
mata hann en það vildi hann ekki þíggja. Kvaðst ekkert hafa
á móti selspiki eintómu, enda hefði hann vanið sig á sem
strákur, ásamt félögum sínum, að éta það ómælt, hrátt og
soðið, og drekka sjálfrunnið lýsi beint úr tunnunum, til að fá
krafta í köggla! Ég horfði og hlustaði með samblandi af óhug
og aðdáun. Seinna komst ég reyndar á bragðið og veit nú að
gott selspik, með soðinni skreið og ýmsu fleiru, er kónga-
fœða.
Algengt var að fólk hér í eyjunum og héðan ættað næði
háum aldri og enn eru á lífi nokkrir einstaklingar komnir
undir tírætt. Þegar mest var í tísku að stimpla alla dýrafitu
hættulega efaðist ég stundum um réttmæti slíkra alhæfinga,
vitandi vel við hvaða mataræði þetta langlífa fólk hafði alist
upp. Það kom líka á daginn að farið var að draga í land og
telja fitu af sjávardýrum holla, enda hefðu ínúítar verið
lausir við hjarta- og æðasjúkdóma meðan þeir átu sitt selspik
í alla mata. Líka mun hafa komið á daginn að jurtaolíurnar,
sem áttu að leysa alla dýrafitu af hólmi, eru grunaðar um að
geta valdið krabbameini. Hvað sem því líður hefur sumum
dottið í hug að selspikið eigi kannske eftir að komast í álit
aftur sem hollur matur og heilsusamlegur, þegar allt annað
er orðið bráðdrepandi.
Innmatur úr sel
Eitthvað var gert að því að sjóða selslifur og láta í súr en
ekki þótti hún góður matur. Hjörtu og nýru má nýta á svip-
aðan hátt og úr sauðfé.
Eldra fólkið talaði um garnabagga úr sel en ekki tíðkaðist
að gera þá eftir að ég man eftir, enda töluverð vinna að búa
þá til, og annríki mikið á vorin, eftir að fólki fór að fækka.
Þó gerðist það eitt vorið (um 1940) að mamma tók sig til og
bjó til garnabagga úr sel, eins og þeir höfðu tíðkast áður, lík-