Breiðfirðingur - 01.04.1992, Qupperneq 91
UMRÆÐUR UM SELINN
89
þau. En það er ekki einúngis þetta, og skal eg leyfa mér
að bæta hér annari athugasemd við. Þó æðurin komist frá
hreiðri sínu með 3, 4, 5 eða fleiri únga lifandi, ætla eg, að
óhætt sé að segja, að milli Mikjálsmessu og veturnótta
séu ekki fleiri eptir af úngum æðanna en svo, að svari 1
með hverri, ef það er þá svo mikið. Ollir það því nokkuð,
að úngar þessir eru svo veikfeldir, og týna þannig tölunni,
en verstir eru þó flugvargarnir í því, að olla dauða úng-
anna; svartbakurinn svelgir í kok sín fleiri únga í senn, og
hefur þá fyrir einka-fæðu handa sér og úngum sínum, ef
honum er leyft að ala þá upp. Eg voga því að segja, að
ekki er meiri fjölgun að sínu leyti á æðarfuglinum en
selnum, því margur kópur kemst undan, þó kópaveiði sé
við höfð, þar sem selurinn náir að kæpa í friði; og hef eg
nýtt dæmi fyrir mér á Breiðafirði, að frá einni ey hafa
seinast liðið vor veiðzt því nær 50 selir í írekstrarnætur,
og var eingin kópurta þar á meðal, en flest allt 1 og 2 ára
gamlir kópar. Selaveiði í nótum og með írekstri hefur
leingi við geingizt vestanlands, og eingin forn dæmi hef eg
heyrt, að menn hafi kvartað af því um fækkun selsins.
Hann sagði ennfremur að í Jarðabók Árna Magnússonar
geti búendur um meiri selveiði en nú gerist þar, og munu víst
ei hafa ofhermt, en þá hafi heldur engin selaskot verið.36)
Páll Sigurðsson kvað sel vera miklu grimmara dýr en
æðarfuglinn. Hann rífi ekki aðeins í sig silung, lax og þorsk,
hann hafi einnig að sögn orðið mönnum að skaða.
Ásgeir Einarsson kvaðst ætla að geyma sér að bera upp þá
tillögu „að allur landselur sé friðhelgur fyrir byssuskotum á
öllum Húnaflóa, á milli Horns og Skagatáar“.
Eiríkur Kúld kvað einn þeirra 11 sem skrifuðu undir bæn-
arskrána frá ísfirðingum á Kollabúðafundi og oddviti þeirra,
hafa verið „selaskotmann“.
Jón Sigurðsson hreppstjóri kvaðst einungis vilja friða sel-
inn fyrir skotum, þar sem meiri ábatavon væri með annars
konar veiðiaðferðum, aftur á móti vildi hann ekki friða hann
fyrir skotum, þar sem ekki næðist til hans með öðru móti.37)