Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 119

Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 119
VÉLBÁTIJRINN BJÖRGVIN FRÁ SKARÐI 117 ur var mikil ófærð og ekki að tala um fyrir hana að komast á milli bæja. Ég hraðaði mér við módelsmíðina niður við sjóinn á Stað, í snjókomu og nokkrum stormi, og tók það tvo til þrjá daga. Alltaf snjóaði í og við bátinn, sem var á bersvæði, og engin ábreiða yfir hann. Þar að auki var birtutíminn stuttur sem tafði verkið enn frekar. Staðarheimilið veitti mér ágæta fyrirgreiðslu, og ég kann því mikla þökk fyrir. Svo kom hæg- viðri, úrkomulaust, og bar ég þá módelin inn að næsta bæ, Laugalandi, um 5 km leið. Ráðgert hafði verið að ég fengi lánaða ábreiðu þar til að setja á áberandi stað, og kæmi þá Hallsteinsnesbáturinn til að sækja mig. Á leiðinni hugsaði ég mikið um hvernig Ólafi bróður mínum og pabba hefði reitt af. Ekki hafði ég stoppað lengi á Laugalandi þegar sást til Hallsteinsnesbátsins. Fólkið heima hafði orðið vart við í sjónauka þegar ég var að fara inn hlíðina með módelin. Vega- lengdin frá bænum á Hallsteinsnesi og inn í Grenitrésnes á móti Laugalandi, þar sem báturinn var geymdur, er alllöng gönguleið en nú var farið með bátinn út í Skipatanga og hann settur í naust. Allmikil vinna var að handhefla og handsaga allt timbrið sem fór í Skarðsbátinn. Um vorið var ég langt kominn með smíðina. En sökum þess að ég var ekki búinn að fá neinn kaupanda að bátnum fékkst ég við önnur störf um sumarið. Um haustið, er ég vann við að stækka fjárhús fyrir bróður minn, komu Jens Nikulásson, bpndi í Sviðnum, og Kristinn Indriðason, bóndi á Skarði á Skarðsströnd, að finna mig. Jens hafði áður komið að skoða bátinn og sagt Kristni frá honum. Fyrri báta mína hafði Jens einnig skoðað og þótt þeir hafa mikla sjóhæfni. Varð það niðurstaðan að Kristinn mundi kaupa bátinn. Tók ég þá fljótlega aftur til við smíð- ina, þar sem frá var horfið, og lauk við hana síðla árs 1938. Á útmánuðum 1939 sótti Kristinn bátinn. Hafði hann með sér Jens í Sviðnum ásamt hópi manna til að draga bátinn til sjávar enda var það ógreiðfær leið með svo stórt skip. Ég var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.