Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 119
VÉLBÁTIJRINN BJÖRGVIN FRÁ SKARÐI
117
ur var mikil ófærð og ekki að tala um fyrir hana að komast
á milli bæja.
Ég hraðaði mér við módelsmíðina niður við sjóinn á Stað,
í snjókomu og nokkrum stormi, og tók það tvo til þrjá daga.
Alltaf snjóaði í og við bátinn, sem var á bersvæði, og engin
ábreiða yfir hann. Þar að auki var birtutíminn stuttur sem
tafði verkið enn frekar. Staðarheimilið veitti mér ágæta
fyrirgreiðslu, og ég kann því mikla þökk fyrir. Svo kom hæg-
viðri, úrkomulaust, og bar ég þá módelin inn að næsta bæ,
Laugalandi, um 5 km leið. Ráðgert hafði verið að ég fengi
lánaða ábreiðu þar til að setja á áberandi stað, og kæmi þá
Hallsteinsnesbáturinn til að sækja mig. Á leiðinni hugsaði ég
mikið um hvernig Ólafi bróður mínum og pabba hefði reitt
af.
Ekki hafði ég stoppað lengi á Laugalandi þegar sást til
Hallsteinsnesbátsins. Fólkið heima hafði orðið vart við í
sjónauka þegar ég var að fara inn hlíðina með módelin. Vega-
lengdin frá bænum á Hallsteinsnesi og inn í Grenitrésnes á
móti Laugalandi, þar sem báturinn var geymdur, er alllöng
gönguleið en nú var farið með bátinn út í Skipatanga og
hann settur í naust.
Allmikil vinna var að handhefla og handsaga allt timbrið
sem fór í Skarðsbátinn. Um vorið var ég langt kominn með
smíðina. En sökum þess að ég var ekki búinn að fá neinn
kaupanda að bátnum fékkst ég við önnur störf um sumarið.
Um haustið, er ég vann við að stækka fjárhús fyrir bróður
minn, komu Jens Nikulásson, bpndi í Sviðnum, og Kristinn
Indriðason, bóndi á Skarði á Skarðsströnd, að finna mig.
Jens hafði áður komið að skoða bátinn og sagt Kristni frá
honum. Fyrri báta mína hafði Jens einnig skoðað og þótt
þeir hafa mikla sjóhæfni. Varð það niðurstaðan að Kristinn
mundi kaupa bátinn. Tók ég þá fljótlega aftur til við smíð-
ina, þar sem frá var horfið, og lauk við hana síðla árs 1938.
Á útmánuðum 1939 sótti Kristinn bátinn. Hafði hann með
sér Jens í Sviðnum ásamt hópi manna til að draga bátinn til
sjávar enda var það ógreiðfær leið með svo stórt skip. Ég var