Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 137

Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 137
BLÓÐSKÖMM OG ÚTBURÐUR BARNS ÁRIÐ 1609 135 Efnislega var hann þó óbreyttur og á þá leið „að þau mundu barn sín á millum átt hafa og því hafa fyrirfarið.“ Eins var um það rætt í öðrum sveitum að „dautt barn hefði úti fundist í Dögurðarnesi á Skarðsströnd, þar sem sögð Sigríður hefði átt að missa sína þykt.“ Hvorki sýslumaður né aðrir gátu þó borið neinn sérstakan fyrir því. Utslagið gerðu vitnisburðir Jóns Teitssonar, Dagbjartar konu hans og Þóru Helgadóttur um „að þau hefðu séð þau Jón og Sigríði á umliðnu sumri liggja í einu rúmi afklædd bæði. En undir einum fötum það vissu þau ekki.“ Að öllum líkindum voru þau vinnufólk í Fagurey. Þessum áburði þeirra hafði Jón Oddsson svarað á sínum tíma með þeim orðum að ekki hefði annað rúm verið laust í skálanum í Fagurey, „en undir einum fötum hefðu þau ekki legið.“ Vegna þeirrar játningar Jóns afturkallaði sýslu- maður dóm sinn frá 6. október, vegna þess að „svo opinbert rikti hefði þá ekki fyrir sig komið né heldur sú meðganga.“ Því næst skýrði séra Ólafur Einarsson á Helgafelli frá því að fyrir miðjan nóvember hefði hann tekið við boðunarbréfi hjá sýslumanni og fallist á að lesa það yfir Jóni, þess efnis að hann kæmi til þingsins á Staðarbakka. Sakir „stórrar hörku- veðráttu“ hafði prestur ekki komist út í Fagurey fyrr en dag- inn áður en þingið átti að hefjast og hafði Jón þá verið tvær vikur í burtu. Steinunn kona hans fullyrti þó við prest að Jón „hefði á þetta þing komið hefði hann af því vitað.“ Jón Teitsson hafði tjáð honum að Jón hefði látist fara í land til að útvega sér eiðamenn til að fullnægja dómnum frá Ballarár- þingi. Jón Oddsson var nú horfinn og dómsmenn í vanda staddir. Lög gerðu ráð fyrir því að sakborningar væru nálæg- ir. Að öðrum kosti var ekki hægt að taka mál til dóms. Vegna fjarvista Jóns gátu þeir því ekki kveðið upp dóm, en að athuguðum lögum „og eftir þeim vitsmunum guð hefur oss gefið“ ákvað meiri hluti þeirra að sýslumaður mætti bera Jón og Sigríði „greindum ókvæðum og hann með réttu mega hafa hana til sín og hafa af henni sannar sögur þó án pynt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.