Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 27
HÁTÍÐARRÆÐA
25
Ég á skíðum skemmti mér
skeiða hlíð að snilli.
Skauta tíðar ferðir fer
fákum ríð á milli.
En ég sé hann líka fyrir mér liðið lík aðeins tvítugan mann þar
sem hann drukknar í Staðarfellsslysinu árið 1920. Því Breiða-
fjörðurinn er samofinn bæði sorgum okkar og gleði. Líkt og
hann tók Magnús svo ungan frá draumum sínum og vonum
tók hann Bjöm langafa minn frá 15. baminu sínu ófæddu og
Valgeir afabróður minn ásamt frændunum ungu tveim.
Og líkt og sagan hríslast um víkur og voga með sorg sinni
og gleði hríslast nöfnin gegnum aldirnar. Þessi nöfn sem eru
okkur svo kær eins og Þuríðamafnið sem er annað nafn móður
minnar og rekur sig aftur til móður Orms Sigurðssonar í Fremri-
Langey eða aftur til 1700 og hefur því lifað með ættinni í 300
ár.
Já, Breiðafjörðurinn togar okkur til sín lífs sem liðin. Ég
minnist einnar yndislegrar morgunstundar fyrir nokkrum árum
á hlaðinu í Amarbæli. Þar stóð Sigurjón frá Sveinsstöðum,
geislandi af gleði, rétt búinn að sporðrenna morgunkaffinu hjá
Elsu þegar við mamma renndum í hlað. Hann hafði komið út
um morguninn fyrir sunnan og fundið þessa óskiljanlegu þrá,
sest upp í bílinn og ekið vestur, mátulega til þess að fá morg-
unkaffið hjá Elsu. Ég bara varð að fara vestur sagði hann og
hélt áfram að ljóma með morgunsólinni.
Og sem ég stóð þama á hlaðinu rifjaði ég upp bemsku-
minningu Bjargar Magnúsdóttur fóstru mömmu frá Amarbæli
þar sem hún eyddi sínum fyrstu árum. Hún var eitthvað að
vandræðast með allar vísumar sínar, enn ekki nógu gömul til
þess að skrifa þær niður. Þá tók hún það til bragðs að raða þeim
niður á þúfumar við túnfótinn. Þar hafði hver vísa sinn sama-
stað.
Já Breiðafjörðurinn litar líf okkar til hinstu stundar, okkar
sem hann hefur tekið að hjarta sínu, okkar sem eigum rætur
sem hríslast um hann hálfan sem allan.