Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 37

Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 37
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU 35 gæti tvöfaldast með litlum tilkostnaði. Á Malarrifi og í Einars- lóni væru góðir landkostir fyrir sauðfé og úti fyrir ströndinni fiskisælasta svæði undir Jökli." Þórhalli Bjarnarsyni líst ekki á landið fyrir „framan Jökul“, það eigi að leggjast til afréttar, þar verði aldrei byggðir vegir, allt félagslíf yrði örðugt, sjálf- gefið yrði að leggja sóknina til Staðarsveitar ef byggðin end- aði við Hellna, og yrði hún þá óslitin, „frjó og fögur“. Það væri hins vegar nokkuð djarft „að ætla sér að mynda andlegan félagshring utan um Snæfellsjökul“.12 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson segja fiskveiðar vera aðalstörf manna á Snæfellsnesi, bæði þeirra sem eru þar bú- settir, og svo aðkomumanna, margir hafa einnig skepnur og sinna þeim, einkum á vetrum, kvenfólkið gætir sauðfjár og kúa á vorin, þær vinna einnig á túnum, hreinsa þau o. s. frv. Karlmenn stunda heyskap á sumrum, en róa til fiskjar alltaf öðru hvoru. Þessa tvískiptingu segja þeir Eggert að sé á fárra manna færi, ekki sé hægt að stunda bæði störfin jöfnum hönd- um, þeir sem leggi kapp á sjóinn vanræki skepnur sínar og bú, hinir aftur á móti vanræki fiskveiðamar, betur færi því á að hvor starfsgreinin fyrir sig væri stunduð eingöngu, þá yrðu þær ef til vill betur reknar.13 Þannig var þetta með fiskveiðarn- ar á tímum Eggerts og Bjarna, hálfgert kák að þeirra dómi, og hvemig skyldu svo bátamir og önnur tæki sem menn höfðu til veiðanna hafa verið? Þeir segja skip manna undir Jökli hafa verið 8 og 9 manna för og hafi þótt stór skip, smíðuð úr eik aðallega.14 Aðstæðumar voru þannig að menn gátu ekki, vegna slæmra eða reyndar engra hafna, haft stærri báta, og urðu því að lenda þeim þar sem skilyrði voru best frá náttúrunnar hendi, og setja þau upp á þurrt land, á öruggan stað fyrir sjó- gangi, eftir hvem róður. Þetta var mikill erfiðisauki, auk þess voru skipin ekki traustbyggðari en það að þegar þau voru sett og ýtt fram, þá brakaði í þeim og brast.15Geta má nærri að þessi skip hafa ekki verið vel þétt og oft hefur þurft að ausa. Þessar aðstæður voru enn fyrir hendi undir Jökli, eða á Hellis- sandi, á æskuárum undirritaðs. Nýjar nothæfar hafnir segja þeir Eggert og Bjarni að séu að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.