Breiðfirðingur - 01.04.1999, Qupperneq 37
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
35
gæti tvöfaldast með litlum tilkostnaði. Á Malarrifi og í Einars-
lóni væru góðir landkostir fyrir sauðfé og úti fyrir ströndinni
fiskisælasta svæði undir Jökli." Þórhalli Bjarnarsyni líst ekki á
landið fyrir „framan Jökul“, það eigi að leggjast til afréttar,
þar verði aldrei byggðir vegir, allt félagslíf yrði örðugt, sjálf-
gefið yrði að leggja sóknina til Staðarsveitar ef byggðin end-
aði við Hellna, og yrði hún þá óslitin, „frjó og fögur“. Það
væri hins vegar nokkuð djarft „að ætla sér að mynda andlegan
félagshring utan um Snæfellsjökul“.12
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson segja fiskveiðar vera
aðalstörf manna á Snæfellsnesi, bæði þeirra sem eru þar bú-
settir, og svo aðkomumanna, margir hafa einnig skepnur og
sinna þeim, einkum á vetrum, kvenfólkið gætir sauðfjár og
kúa á vorin, þær vinna einnig á túnum, hreinsa þau o. s. frv.
Karlmenn stunda heyskap á sumrum, en róa til fiskjar alltaf
öðru hvoru. Þessa tvískiptingu segja þeir Eggert að sé á fárra
manna færi, ekki sé hægt að stunda bæði störfin jöfnum hönd-
um, þeir sem leggi kapp á sjóinn vanræki skepnur sínar og bú,
hinir aftur á móti vanræki fiskveiðamar, betur færi því á að
hvor starfsgreinin fyrir sig væri stunduð eingöngu, þá yrðu
þær ef til vill betur reknar.13 Þannig var þetta með fiskveiðarn-
ar á tímum Eggerts og Bjarna, hálfgert kák að þeirra dómi, og
hvemig skyldu svo bátamir og önnur tæki sem menn höfðu til
veiðanna hafa verið? Þeir segja skip manna undir Jökli hafa
verið 8 og 9 manna för og hafi þótt stór skip, smíðuð úr eik
aðallega.14 Aðstæðumar voru þannig að menn gátu ekki, vegna
slæmra eða reyndar engra hafna, haft stærri báta, og urðu því
að lenda þeim þar sem skilyrði voru best frá náttúrunnar
hendi, og setja þau upp á þurrt land, á öruggan stað fyrir sjó-
gangi, eftir hvem róður. Þetta var mikill erfiðisauki, auk þess
voru skipin ekki traustbyggðari en það að þegar þau voru sett
og ýtt fram, þá brakaði í þeim og brast.15Geta má nærri að
þessi skip hafa ekki verið vel þétt og oft hefur þurft að ausa.
Þessar aðstæður voru enn fyrir hendi undir Jökli, eða á Hellis-
sandi, á æskuárum undirritaðs.
Nýjar nothæfar hafnir segja þeir Eggert og Bjarni að séu að