Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 39
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
37
Þorvaldur Thoroddsen virðist sjá allt í mestu eymd og nið-
urlægingu. Hann segir menn „skreiðast" út til fiskjar þegar
best gefi á tveggja og fjögurra manna förum og fiski lítið.
„Einna helzt fiskast á Öndverðamesi á vorin, og ganga þar nú
fjórir bárar með 4 eða 6 á. A yztu verstöðvunum fiskast hér nú
aldrei á vetrum“.20 A Öndverðamesi bjó á þessum árum og
fram til 1898 Cýrus Andrésson, afi undirritaðs. „Ég kom ekki
út á Öndverðames ...“, segir Þorvaldur, og hann hefur þetta
því eftir annarra fyrirsögn. Það er rétt að fjögurramannaför
voru notuð vor og sumar, en á veturna voru notaðir áttæringar,
og fiskaðist þá yfirleitt alltaf betur, en tíðarfar var erfiðara. A
vetuma komu menn úr sveitunum í verið, og því mannfleira.
Þorvaldur segir að fyrrum hafi menn komið langt að í skreið-
arferðir á Snæfellsnes, en nú sé varla hægt að fá harðfisk á
nokkra hesta þó gull sé í boði, það litla sem fiskist sé látið í
kaupstaðinn, til kaupmannsins, og saltað til útflutnings.2'
Ekki er að sjá að aðstaða manna til sjósóknar hafi ýkja mik-
ið lagast frá því um miðja 18. öld og fram undir 1900. Magnús
Stephensen (1762-1833) segir þó um 1800 að „sjávarútvegur
á innnesjum hafi síðan netanna innleiðslu margfaldlega aukist
,..“22 en það gegnir öðru máli með útnesin, þar hefur aflinn
eins mikið minnkað, „svo sem í öllum útverum kringum Snæ-
fellsjökul og víðar ,..“23 Eggert Ólafsson segir það vera „sorg-
lega reynslu“ að þrátt fyrir góðæri í landbúnaði, þá verði „samt
sem áður harðæri í landinu ef aðeins sjávaraflinn bregzt.“24
Þannig var fiskveiðunum lýst og sjávarútveginum á þessu
tímabili, en hvemig skyldi nú landbúnaðinum á Snæfellsnesi
vera lýst og hvaða viðhorf koma þar fram varðandi hann?
Eggert segir að menn hafi stundað „landbúnaðinn af kappi
fyrrum, en hann er nú í mesta vesaldómi. Tún og engjar eru
miklu minni en áður var, en þó graslítil“,25 og hann telur
ástæðuna vera þá að þótt fólkið sé fátt við sjávarsíðuna, þá er
þó „fólksskorturinn enn meiri í sveitunum“, því sé landbúnað-
urinn kominn í niðumíðslu.26
í Sýslu- og sóknarlýsingum Snæfellsnessýslu um 1840 seg-
ir svo um „Bjargræðisvegi“, í Miklaholts- og Rauðamelssókn