Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 55
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
53
vegar má benda á það að undir Jökli ólu aldur sinn stórskáld
eins og Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld og Guðmundur Berg-
þórsson, Jón lærði Guðmundsson og Sigurður Breiðfjörð skáld
dvöldu þar í mörg ár. Eggert Olafsson ólst upp á Ingjaldshóli
eftir 12 ára aldur og Steingrímur Thorsteinsson fæddist á Amar-
stapa og ólst þar upp sem bam. Jóhann Jónsson skáld ólst upp í
Ólafsvík fram undir tvítugt. Jóhannes Helgason fæddist á Helln-
um 1887 og hann þótti svo mikið listamannsefni að Alþingi
veitti honum styrk til náms erlendis, en hann dó 1921. Karvel
Ögmundsson fæddist í Beruvík undir Jökli 1903 og ólst upp þar
og á Hellissandi. Hann hefur á efri árum skrifað merkilegar
endurminningar um uppvöxt sinn og umhverfi í Sjómannsævi
1-3, 1981-1985. Jóhann Hjálmarsson skáld f. 1939 ólst upp á
Hellissandi.
Að Keflavíkurbæ í Neshreppi utan Ennis ólst upp um miðja
14. öld Loftur Þorgilsson. Faðir hans átti hálfa jörðina, en
1358 afsalar hann sínum helmingi Helgafellsklaustri, sem var
einskonar Amastofnun þess tíma, upp í námskostnað Lofts
sonar síns. Áður hafði Miklaholtskirkja eignast hinn helming-
inn (D.I. III, 80-81), er þetta elsta heimild um greiðslu upp í
námskostnað sem til er, að vísu í afriti frá því um 1600 (Lbs.
858 4to 151 a-b). Loftur mun hafa gerst fræðimaður í Helga-
fellsklaustri, og ekki er ólrklegt að hann hafi átt þátt í ritun
Víglundarsögu og Bárðar sögu Snæfellsáss og þar með ritunar
sögunnar af Ingjaldi í skinnfeldi, en efalítið hefur sú saga orð-
ið til í sambandi við Keflavík, því þaðan mun Ingjaldur að
líkindum hafa róið einn á báti. Keflavík varð síðan um margar
aldir ein aðal verstöðin undir Jökli og í landinu.
Að Keflavíkurbæ átti heima um tíma Guðmundur skáld
Bergþórsson (um 1657-1705). Orti Guðmundur meðan hann
var þar meðal annars Finnbogarímur ramma og Trójumanna-
rímur að hálfu.
Ámi Þórarinsson fékk Miklaholtsprestakall 1886. Árið eftir
fór hann að taka út jörðina Keflavík, 16 hundraða jörð, sem
Miklaholtskirkja átti hálfa á móti kóngi. Frá þessari ferð segir
hann í ævisögu sinni á þessa leið: „Árið 1887 fór ég út á Hellis-