Breiðfirðingur - 01.04.1999, Qupperneq 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
sand til þess að vera við úttekt á kirkjujörð og varð að gista
þar eina nótt. Þar var svo lágt undir loft í fjölda þurrabúða að
ekki var hægt að ganga uppréttur. Þar hét ein þurrabúðin
Efstavíti, önnur Miðvíti og þriðja Neðstavíti. Um kvöldið setti
að mér óskaplegt þunglyndi út af því að ég skyldi ekki heita
eitthvað meira en maður, úr því að íbúar þessa þorps hétu
menn.“116 Séra Áma guldust á hverju ári „6 vættir freðýsu í
afgjald af hálfri kirkjujörðinni Keflavík á Hellissandi.“117
Svo vill til að til er bréf frá þáverandi presti í Miklaholti,
Oddgeiri Guðmundssyni (1849-1924) síðast presti í Vest-
mannaeyjum, til bóndans í Keflavík. Það er skrifað aðeins
tveimur árum áður en séra Árni kom þar og gisti eina nótt.
Prestur sá sem var í Miklaholti næstur á undan séra Oddgeiri
var Geir Bachmann (1804-1886) prestur þar 1854-1882.
Bréfið er svohljóðandi, nokkuð stytt:
Miklaholti 19. maí 1885.
Heiðraði góði landseti!
Hérrneð þakka ég fyrir bréf yðar af 27. mars, þótt mér að hinu
leytinu leiddist að lesa það, og sjá þaraf að efni yðar eru
komin í bágt horf, en því miður get ég ekki svarað bréfi yðar
einsog yður mundi best líka, því að hvað sem öðru líður verð-
ur landskuldin að greiðast með hinum venjulega eyri, 6 vætt-
um af hörðum fiski. En hvað skaðabætumar snertir, sem voru
metnar á 30 kr. (sem er nokkuð hátt mat eptir því sem ég hef
komist að síðan) þá greiði ég helming þeirra sem landsdrott-
inn, samkvæmt því, er lög þarum ákveða, og sendi yður í því
skyni 5 haustkópaskinn væn og vel verkuð. Eg er viss um að
yður verður peningur úr þeim.
Ef nú hagur yðar ekki réttist við aftur, og ekki gefst afli úr sjó,
þá er ég hræddur um að þér verðið óánægður að búa á Kefla-
vík með þessu eptirgjaldi, eður svo finnst mér andinn vera í
bréfum yðar til mín. En nú er ég ófáanlegur til að lækka land-
skuldina, ég fyrir mitt leyti kýs ekki neinn ábúanda fremur en