Breiðfirðingur - 01.04.1999, Qupperneq 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
einkennilegan svip á þorpið.122 Á meðan fólkið er í sumarvinnu, í
kaupavinnu eða á sfld standa mörg húsin auð, en á haustin drífur
fólkið að aftur. Hestar voru margir og þó nokkuð um kýr. Langar
lestir hesta ganga með móhrip ofan úr fjöllunum og lyngbagga
til eldiviðar utan úr hraununum. Dyttað er að fjárhúsum og
hjöllum, slátrað heima, skroppið á sjó.123
Niðurstöður
Fáar sveitir landsins hafa fengið svo magnaðar lýsingar ritfær-
ustu manna um tveggja alda skeið sem Jöklarar. Undirritaður
ólst upp undir Jökli á 3. og 4. áratugnum. Vissulega var þar
enn mjög fátækt fólk, sem annarsstaðar á landinu á kreppuár-
unum, en það var miklu meira af vel greindu og duglegu fólki
sem tókst furðanlega að bjarga sér við erfiðustu aðstæður,
algert hafnleysi þar sem engar framkvæmdir voru í þeim efn-
um að heitið gat fyrr en um miðja þessa öld, og lítið land til
ræktunar, þess vegna var þar eins og Jón Sigurðsson í Ystafelli
sagði, allt furðanlega ræktað um hóla og dældir.
Það er greinilegt að öllum þeim sem skrifa um atvinnuhætti
í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, allt frá Eggerti og Bjama,
finnst lítið til um búskapinn á þessu svæði og því minna sem
líður á 19. öldina. Öllum ber þó saman um það að héraðið
bjóði upp á möguleika frá náttúrunnar hendi, en mönnum hafi
ekki tekist að nýta þá. Eggert og Bjami voru ekki eins dóm-
harðir og menn urðu síðar, og ef dæma á eftir ummælum til
dæmis Þorvaldar og Þórhalls, þá hafa framfarir á þessu svæði
orðið litlar sem engar, gott ef ekki um afturför að ræða, fram
yfir síðustu aldamót.
Ekki verður annað sagt en að viðhorf Eggerts og Bjama, Þor-
valdar og Þórhalls séu töluvert frábrugðin viðhorfum Halldórs,
Jóns í Ystafelli, Arnórs og Kjartans á Hellnum. Þeir síðamefndu
leggja mesta áherslu á gæði landsins og náttúrufegurð og mögu-
leika fólksins sem á þessu svæði býr við bág kjör. Þeir fyrr-
nefndu leggja aftur á móti mesta áherslu á eymdarlegan búskap
og lélegan útveg og á niðurlægingu fólksins, og þeir hafa flestir