Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 66
✓
Asgeir Bjarnason
Samgöngur
Tuttugasta öldin er senn á enda runnin. Öldin sem færði okkur
íslendingum innlendan ráðherra árið 1904, fullvalda ríki árið
1918 og lýðveldi 1944. f kjölfar alls þessa hafa framfarir á
flestum sviðum orðið miklar landi og þjóð til heilla. Hér verð-
ur fátt eitt talið, en staldrað við samgöngumálin, sem að
mörgu leyti hafa verið okkur í Dalasýslu erfið, þar sem sýslan
er umlukt háum fjöllum og hafnlausum sjávarströndum við
Hvammsfjörð og Gilsfjörð. Eyjaklasinn útifyrir er þéttur og
straumar þar þungir. Siglingaleiðin og sjávardýpið var fyrst
mælt og kortlagt árið 1895. Þá var því slegið föstu að sjóleiðin
um Röstina, þ. e. milli Steinakletta og Emburhöfða, væri besta
siglingaleiðin inn á Hvammsfjörð, en þó verður að sæta þar
sjávarföllum og hafa góðan leiðsögumann á stærri skipum.
Inn á Gilsfjörð er siglingaleiðin betri og hafnarstæði í
Skarðstöð á Skarðsströnd það besta sem til er í Dalasýslu.
Allt fram yfir miðja þessa öld urðu Dalamenn að nota sjó-
flutninga, því landsamgöngur fyrir bifreiðar vóm ótryggar á vet-
uma. Verslanir urðu þá að byrgja sig upp með nauðsynjavörur,
áður vetrarríki hófst. Snemma varð mönnum ljóst að bæta þyrfti
landsamgöngur svo flutningar yfir veturinn yrðu öruggari. Lengi
vel var engin tækni til við vega- og brúargerð. Það var handaflið
með skóflu og haka í vegavinnu og hamar og sög við brúargerð.
Síðar kom hestaflið með kerrur og vagna. Það þótti þá mikil
framför. Löngu síðar komu vélar (dráttarvélar) og bílar, þá fyrst
var hægt að ryðja burt stórum steinum og slétta vegi.
Saga bifreiða er ekki ýkja gömul hér á landi. Það er talið að
fyrsta nothæfa bifreiðin hafi komið hingað til lands með Is-