Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
Kerlingarskarð til Stykkishólms og til baka í Borgames og þaðan,
sem leið liggur upp í Norðurárdal og yfir Holtavörðuheiði til
Borðeyrar og áfram Laxárdalsheiði og Laxárdal til Búðardals. I
þessari ferð óku þeir fyrstir manna yfir þrjá fjallvegi: Kaldadal,
Kerlingarskarð og Laxárdalsheiði. Fyrstu árin eftir þetta óku
Borgfirðingar Kaldadal og Mosfellsheiði er leið þeirra lá til
Reykjavíkur. Þetta breyttist árið 1931 er leiðin fyrir Hvalfjörð
varð akfær og skömmu síðar varð fær vegur fyrir Hafnarfjall.
Hvenœr varð akfært yfir Bröttubrekku?
Arið 1929 hófst vegagerð frá Dalsmynni í Norðurárdal fram
Bjarnardal og um Miðdal og yfir fjallið (Bröttubrekku) og
niður Suðurdal og Sökkólfsdal í Miðdölum. Fyrsti maður sem
ók þessa leið síðla sumars 1931 var Friðrik Þórðarson Borgar-
nesi. Vegagerðinni var þá ekki lokið, en umferðin yfir fjallið
hófst þó vorið eftir. Afram var unnið í veginum og ár brúaðar.
Þetta var mikil samgöngubót fyrir Dalamenn og fleiri. Lengi
var notast við gamlar götur, þær voru lagfærðar, svo bílar
kæmust eftir þeim. Það var oft erfitt að koma bílum áfram yfir
vegleysur, en með þolinmæði og dugnaði komust þeir oftast á
leiðarenda á sumrin. Þá þekktist það ekki að moka snjó af
fjallvegum, fyrr en voraði, enda engin tæki til nema handverk-
færi (skóflur). Síðar komu stórvirk tæki, sem ruddu snjónum
burtu.
Arið 1934 kaupir Andrés Magnússon Asgarði 10 manna
sérvólet bifreið sem hann notaði í áætlunarferðum milli Borg-
amess og Hólmavíkur á sumrin meðan að færðin leyfði til og
með árinu 1948. Á þessari leið eru þrír fjallvegir: Bratta-
brekka, Svínadalur og Steinadalsheiði. Margar ár voru þá
óbrúaðar á þessari leið, t. d. á Svínadal var engin á brúuð, en
vegurinn lá þá eftir ánni og áreyrum, þar varð að fara að
minnsta kosti 13 sinnum yfir ár. I Gilsfirði lá vegurinn sum-
staðar í fjöruborðinu, svo sæta varð stundum sjávarföllum til
að komast áfram. Ferðir þessar um Dali til Hólmavíkur lögð-
ust niður þegar akfært varð frá Borðeyri til Hólmavíkur.