Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 69
SAMGÖNGUR
67
Margt hefur breyst frá því sem að framan var lýst, enda er
tæknin allt önnur en áður var. Frá styrjaldarlokum (1945) hafa
viðskipti á milli manna og þjóða orðið greiðari en áður var
mögulegt. Kröfumar sem fólk gerir nú til samgangna eru líka
allt aðrar en áður var. Nú verða helst allir vegir að vera með
bundnu slitlagi og færir allt árið allsstaðar á landinu. Tæknin
við vega- og brúargerð er nú miklu fullkomnari en áður. Nú
eru vegir lagðir í gegnum fjöll og undir firði, auk þess þarf
ekki allsstaðar að krækja fyrir fjarðarbotna, því víða eru brú-
aðir firðir. Það styttir leiðir og bætir samgöngur mikið. Allt
þetta hefur gerst á undanförnum árum.
Byggðin í Dalasýslu er dreifð og henni tilheyrir langt vega-
kerfi (ca. 'h km á íbúa). Landsamgöngur eru yfirleitt góðar
innan héraðs og um margar akfærar leiðir er að velja á sumrin
út og inn í héraðið, en aðeins 5 þeirra eru oftast færar yfir
veturinn.
Heydalsvegur varð akfær sumarið 1972 og hefur hann
reynst „bjargvættur”, þegar vonskuveður og ófærð hamlar bíl-
ferðum yfir nærliggjandi fjallvegi. Hann er snjóléttur og veg-
urinn er aðeins 160 m, þar sem hann er hæstur. Þessari leið
þarf að halda vel við, því hún getur sparað snjómokstur á öðr-
um fjallvegum.
Að lokum minni ég á þrjár stórkostlegar samgöngubætur,
sem allar tilheyra Vesturlandi. Þær bæði stytta og bæta sam-
göngur og þjóna landsmönnum öllum í ríkum mæli.
1. Borgarfjarðarbrúin var tekin notkun 17. apríl 1979 og
vígð 13. september 1981.
2. Gilsfjarðarbrúin ásamt vegi var tekin í notkun 14. júlí
1997 og vígð 30. október 1998.
3. Hvalfjarðargöngin, fyrstu göng hér á landi undir sjó,
voru tekin í notkun og vígð þann 11. júlí 1998.
Ég hef hér að framan stiklað á stóru í landsamgöngum, er
tilheyra Dalasýslu og nágrenni. Hinsvegar er mér það vel ljóst
að margt er hér ótalið sem hefur sögulegt gildi, en til fróðleiks
fyrir þá sem síðar rita um samgöngumál Dalasýslu hefur þessi
stutta samantekt nokkurt gildi. Þessi þáttur framfara er aðeins