Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 76
Arnór A. Guðlaugsson
Dálítil ferðasaga
Það var um áramótin 1943-1944 að eg flutti úr heimasveit
minni Geiradalnum, nánar tiltekið frá bænum Tindum í þeirri
sveit sem eg hafði dvalið alla tíð nema tvo vetur, sem eg
dvaldi á héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. En eg og margir
að vestan reyndu ef mögulegt var að skreppa heim um jólin.
Þó að áætlunarbíllinn kæmist vestur fyrir Gilsfjörð fyrir^jól,
gat allt orðið ófært á einni nóttu. Allir þurftu að komast suður
sem fyrst; skólafólk í skólana, aðrir í vinnu sína.
Það mun hafa verið um áramótin 1947-1948 sem ferðin var far-
in, sem eg ætla að segja frá. Ferðin vestur gekk vel, áætlunarbfllinn
komst heilu og höldnu vestur fyrir Gilsfjörð, en á einni nóttu varð
allt ófært. Það var á gamlaársdag að nafni minn og fóstri, Amór
Einarsson bóndi á Tindum, lagði á stað með mig á hestum suður á
bóginn. Þann dag fómm við að Hvítadal og áttum þar góða nótt.
Veður hafði verið gott þennan dag. Á nýársdag var sömuleiðis
besta veður, nokkur snjór á jörðu en ekki til tafar fyrir menn á hestum.
Torfi bóndi á Hvítadal, sem við gistum hjá, tók að sér að
flytja fólk úr Saurbænum suður á bóginn; ekki man eg hvað
við vorum mörg. Torfi var fararstjóri í þessum leiðangri. Þetta
mjakaðist suður Svínadalinn. Það hafði verið gert ráð fyrir, að
vörubílar kæmu á móti okkur frá Búðardal. Við mættum þeim
við túnið á Ljárskógum, þá var komið norðan hvassviðri og
skafrenningur. Mér er minnisstætt að Torfi kallaði upp:
“Bindið beislin rækilega upp og látið ístöðin yfir hnakkana.”
Það þurfti ekki að segja hestunum hvern veg þeir ættu að fara,
þeir hurfu út í rökkrið og bylinn. Eg held að þeir ferðalang-
arnir hafi um kvöldið farið vestur að Hvítadal.