Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
arholti 1866 og þjónaði þar til dauðadags og prófastur
1869-1891. Margrét dóttir séra Jóns rakti minningar úr
Hjarðarholti í 3. árgangi Breiðfirðings.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal (1836-1894) var sýslu-
maður Dalamanna árið 1874 og bjó þá í Innri-Fagradal í Saur-
bæ. Hann var sonur Bjöms Auðunssonar Blöndals sýslumanns
í Hvammi í Vatnsdal. Lárus var sýslumaður Dalamanna
1867-1877 og bjó fyrstu fimm árin á Staðarfelli, svo að hann
bjó þar ekki lengur 1874 eins og Brynleifur taldi í bók sinni.
Lárus varð síðar sýslumaður Húnvetninga til dauðadags og
þingmaður Húnvetninga á ámnum 1880-1885. Af fjölda merkra
afkomenda hans má nefna Halldór Blöndal forseta Alþings.
Svo er að sjá af báðum bréfum Þorleifs sem hér eru birt, að
hátíðin á Staðarfelli hafi verið haldin 4. júlí en ekki 2.-3.
ágúst eins og Brynleifur Tobíasson hefur eftir Norðanfara, en
bréf Þorleifs hlýtur að teljast traustari heimild.
Þorleifur minnist á að menn skyldu sendir á Þingvallafund,
sem haldinn var þar í tengslum við þjóðhátíðina, en þangað
voru sendir tveir menn í hverju kjördæmi, en úr Dalasýslu voru
kosnir: Lárus Blöndal sýslumaður og Jens Jónsson bóndi á Hóli
í Hvammssveit, afi Ásgeirs Bjamasonar bónda og alþingis-
manns í Ásgarði. Brynleifur getur um fleiri Dalamenn sem voru
á Þingvöllum: Torfa Bjamason í Olafsdal, Ásgeir Lámsson
Blöndal skólapilt, Jón Jóhannesson bónda á Breiðabólstað í
Sökkólfsdal og Önnu Jakobsdóttur prests á Kvennabrekku.
Hvamrni d. 20 júnímán. 1874
Háttvirti ástkæri vinur minn!
Með þessum fáu línum votta eg yður kærar þakkir fyrir yðar
góða bréf frá 10 f(yrra) m(ánaðar) einsog fyrir allt annað gott
og vinsamlegt.
Ekki hef eg enn hitt neitt blað úr bókaskruddum yðar enn
sem komið er, það er ekki heldur hlaupið strax á það í þeirri
doðranta stöppu sem hjer er. Adressebréfið, sem fylgdi forn-
aldargripunum, mun hafa haft inni registur yfir uppruna