Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 110
108
BREIÐFIRÐINGUR
inn áður. Á þetta kast fengum við enga flyðru en eina væna
skötu. Nú var orðið lítið um beitu en þó gátum við tínt saman í
eitt kast enn. Sigldum við í vestur töluvert út af Oddbjamar-
skeri, þar var lóðin lögð. Við vorum orðnir ánægðir með það
sem við vorum búnir að fá, en lögðum lóðina til að afbeita
hana, og létum við ekki liggja lengi, eitthvað um tvo og hálfan
tíma. Þegar ég fór að draga lóðina, segir Kristinn: „Alltaf vilt þú
draga, aldrei fáum við að draga lóðina.“ Eg sagði að hann mætti
víst draga, hann tók þá við, en eftir smástund segir hann: „Þetta
er steindautt, þú mátt víst draga þessa dræsu.“ Fljótlega eftir að
ég tók að draga fann ég fyrir þunga en enga hreyfingu en segi
þeim að hafa til ífæru því eitthvað sé á lóðinni, og nokkru síðar
kemur í ljós lúðuhaus og er þegar fært í hana og hún rotuð. Þar
sem flyðran var lóðrétt í sjónum sáum við ekki vel hvað hún var
stór og ætluðum við að kippa henni inn á ífæmnni og með fiski-
gogg. Það gekk ekki, við náðum henni ekki nema að hálfu upp
úr sjónum, því þyngslin jukust ört er hún kom upp úr sjónum,
það gerði líka erfitt fyrir að lunningin var há á bátnum. Við
urðum því að heisa upp bómu og hífa hana með spilinu inn fyrir
lunninguna; sáum við þá hvað þetta var stór flyðra, og undraði
mig að hún skyldi aldrei hreyfa sig á lóðinni eða við síðuna á
bátnum. Ég held að skýringin á því sé sú að hún hafi verið búin
að synda sig uppgefna með lóðina upp í sjó og dregið hana með
sér eftir botninum, því okkur þótti stutt á milli lóðarbelgjanna
þegar við byrjuðum að draga lóðina.
Þegar við komum til Stykkishólms var flyðran vegin og
reyndist hún vera 190 kg. Ég mældi stærð hennar og var hún á
lengd 2,30 m og á breidd 1,10 m og þykktin var 0,24 m.
I maga hennar var nýgleyptur stærðar rauðmagi, ekkert
farinn að meltast, og lét ég hann fylgja með þegar ég seldi
hana fisksala í Kópavogi, Sigmundi Eyvindssyni. Þegar ég
svo hitti hann nokkru síðar og spurði um söluna á flyðrunni,
þá lét hann vel af henni. „En rauðmagann, hvað gastu gert við
hann?“ „Og ég át hann sjálfur,“ sagði Sigmundur.
í október 1999