Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 2
Veður
Austan 8-15 í dag en heldur hvass-
ara syðst. Rigning S- og A-lands, en
þurrt að kalla NV til. Hiti 2 til 10
stig, hlýjast með S-ströndinni.
sjá síðu 20
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
GrillbúðinLASER
Opið virka daga kl. 11-18
LED Laser ljóskastari
Varpar jólaljósum á húsið
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
SEMKO gæðavottun
Skynjari sem slekkur
á Laser ef farið er of
nálægt - Fjarstýring
www.grillbudin.is
11.900
Verð áður 14.900
Harpa „Að mati fasteignastjóra
Hörpu voru nokkrir samverkandi
þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“
segir Svanhildur Konráðsdóttir, for-
stjóri Hörpu, aðspurð um atvikið
sem átti sér stað þegar stjórnenda-
dagur Reykjavíkurborgar var hald-
inn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni
á föstudag.
Að fundinum loknum var mynda-
taka af stjórnendahópnum í stig-
anum en við það sprakk gler sem
liggur utan í og undir stiganum
stóra.
„Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum
í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að
stiginn svigni örlítið undan slíkum
fjölda sem var líklega meira en 300
manns. En hreyfingin er afskap-
lega lítil og engin ástæða til að hafa
áhyggjur af því,“ segir Svanhildur.
Að sögn Svanhildar er burðar-
kerfi stigans samansett úr fjórum
50 sentímetra háum stálbitum. Því
sé burðarhæfni hans mjög mikil.
Svanhildur bætir við að burðar-
virki Hörpu sé þannig að skil eru í
húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga
sér stað. Stiginn stendur yfir einum
slíkum skilum.
„Þetta eru mjög litlar hreyfingar
en eru til staðar og geta haft þau
áhrif að glerhandriðið stóð óvenju
nærri stigakjálkanum á þessum
tímapunkti.“
Svanhildur bendir á að engin
hætta hafi skapast þar sem um sé að
ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á
milli og aðeins annað glerið sprakk.
Glerið sem um ræðir umlykur rúllu-
stigana sem liggja niður á kjall-
arahæð hússins. Stiginn stóri sem
stjórnendur stóðu á liggur upp á
aðra hæð Hörpu.
„Öryggisgler er mjög höggþolið
en veikleiki þess er að fá hart efni
í glerkantinn. Því þarf mjög litla
snertingu frá stáli á glerbrúnina til
að sprengja það. Þetta óhapp varð
vegna einhverra millimetra færslu á
gleri eða stiga og miklum fólksfjölda
í stiganum,“ segir Svanhildur.
Ekki hefur verið skipt um glerið
sem brotnaði og svæðið undir stig-
anum hafði verið girt af í gær þegar
Fréttablaðið bar að garði.
mikael@frettabladid.is
Stigi í Hörpu svignaði
undan hópi stjórnenda
Öryggisgler sprakk undir stiganum í anddyri tónlistarhússins Hörpu þegar
hundruð stjórnenda innan Reykjavíkurborgar stilltu sér upp fyrir mynd. For-
stjóri Hörpu segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur og engin hætta skapaðist.
Mikill fjöldi fólks
stóð í stiganum í
drjúga stund og er ekki
óeðlilegt að stiginn svigni
örlítið.
Svanhildur Kon-
ráðsdóttir, for-
stjóri Hörpu
VIðsKIpTI Fjármálaeftirlitið (FME)
hefur í tvígang brugðist við aug-
lýsingum frá verktökum í bygg-
ingariðnaði þar sem kaupendum
nýrra íbúða í þeirra eigu er boðið að
fjármagna kaupin með verðtryggðu
viðbótarláni frá hlutaðeigandi verk-
taka.
Eftirlitið vill árétta að samkvæmt
lögum um fasteignalán til neytenda
er það skilyrði að lánveitandi hafi
verið skráður til slíks hjá stofnun-
inni. Beinir FME þeim fyrirmælum
til þeirra sem hafa hug á því að
sækja um slíka skráningu.
„Í báðum tilfellum virðist okkur
það hafa verið í tæka tíð þannig að
ekki var búið að veita lán,“ segir
í svari FME við fyrirspurn Frétta-
blaðsins. Ekki er unnt að veita upp-
lýsingar um hvaða verktaka var um
að ræða. – jóe
Brugðust tvisvar
við óskráðum
lánveitendum
NOrEGur Lagaprófessor við Háskól-
ann í Björgvin í Noregi telur að
heimsókn lögreglu með fíkniefna-
hund í framhaldsskóla nýverið hafi
verið lögbrot. Árið 2013 hótaði sam-
band framhaldsskólanema að höfða
mál til að stöðva slíkar heimsóknir.
Þá lofaði dómsmálaráðuneytið að
þeim skyldi hætt.
Með heimsókninni nú ætlaði lög-
reglan að sýna nemendum hvernig
leit með fíkniefnahundi færi fram.
Í kjölfar viðbragða hundsins voru
tveir nemendur handteknir og hafa
þeir nú verið kærðir. – ibs
Leit lögreglu
talin lögbrot
Norska lögreglan fór með fíkniefna-
hund í skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINk
Glerið sem sprakk er næst stiga upp frá jarðhæð Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
BarNaVErNdarmál Lögreglan í
Hafnarfirði fór fyrir tilstilli barna-
verndarnefndar í íbúð í Hafnarfirði
í gærmorgun og handtók konu. Með
henni í íbúðinni voru fimm börn.
Konunni var síðan sleppt um
kvöldmatarleytið að sögn Skúla Jóns-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Börnin eru á aldrinum 10 til 17 ára.
Fólkið er frá Afganistan. Á svörum
lögreglu mátti skilja að tengsl kon-
unnar við börnin væru óljós. „Þetta
snýr að börnum sem hún er með hér
á landi. Börn sem eru núna komin í
umsjá barnaverndaryfirvalda,“ sagði
Skúli sem kvað konuna grunaða um
brot gegn útlendingalögum. Lífsýni
sem tekin voru verða rannsökuð til
að skera úr um tengsl fólksins. – db
Kona með fimm
börn handtekin
Fjör á Airwaves
Það var mikið stuð í Hafnarhúsinu og áhorfendur fylgdust vel með í gær þar sem skrautlegi eistneski rapparinn Tommy Cash var að spila þegar
ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Hátíðin Iceland Airwaves er nú haldin í tuttugasta skipti og í fyrsta sinn frá því Sena keypti hátíðina af
Icelandair. Fjölmargir innlendir listamenn koma fram á hátíðinni í ár auk erlendra á borð við Hayley Kiyoko og Rejjie Snow. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
9 . N ó V E m B E r 2 0 1 8 F Ö s T u d a G u r2 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð
0
9
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
7
-E
F
4
0
2
1
5
7
-E
E
0
4
2
1
5
7
-E
C
C
8
2
1
5
7
-E
B
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K