Fréttablaðið - 09.11.2018, Page 14
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Ákvörðun
um hækkun
vaxta er
sjaldnast til
þess fallin að
vekja vin-
sældir.
Það er
einstakt að
finna
þennan
mikla áhuga
á þinginu og
efni þess
– og á
umhverfis-
málum
almennt.
Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða
þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum.
Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrir
ferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú
í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnu
málum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd
vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna
þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og
á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi
umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er
fagnaðarefni.
loftslagsmál, plast og náttúruvernd
Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að
láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru
stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum
einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyr
andi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn.
Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér
á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum.
Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um
plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent
mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun
plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi.
Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna lofts
lagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta
náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum
náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð
okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnar
innar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er
eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu
verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður
umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var
falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi,
auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf
almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er
spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar.
Umhverfisþing
fer fram í dag
Guðmundur
Ingi
Guðbrandsson
umhverfis- og
auðlindaráð-
herra
Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir.
Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verð
bólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt
í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins
vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem
peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið
fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir
muni hækka enn frekar á næsta ári.
Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin
að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur
í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar
hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfir
lýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki
í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélag
anna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa
verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsaka
valdur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu
vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxta
hækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem
bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um
margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafn
launahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan
ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í
kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum.
Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að
undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af
óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrar
erfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum
ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðis
höftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðar
efni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því
að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40
prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna
hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að
skref voru tekin til að takast á við aflandskrónu stabbann,
þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka
höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest
bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skulda
bréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á
höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri
hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni
og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær
gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hag
kerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda.
Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans
hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum
í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi
lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verð
bólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi
miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu
braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða
við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila
og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að
langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því
sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur.
Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila
vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið.
Viðvörun
kínverskur kratismi
Fréttablaðið.is greindi í gær frá
því að Jón Baldvin Hannibalsson
hafi í sumar vakið stormandi
lukku í Kína er hann kynnti bók
sína „Norræna módelið gegn
ögrun nýfrjálshyggjunnar“.
Kínverjar sýndu bókinni slíkan
áhuga að unnið er að því að fá
fagnaðarerindið þýtt á kín
versku. Spurður hvort líkur væru
á því að Kínverjar hefðu raun
verulegan áhuga á að tileinka sér
skandinavíska jafnaðarhugsun
sagði hann slíkt ekki svo frá
leitt. Hann teldi nefnilega Deng
Xiaoping, manninn sem „leiddi
Kína inn í nútímann“, merkasta
„sósíaldemókrat seinustu aldar“
vegna þess að ólíkt félaga Gorb
atsjov í Sovét hafi honum tekist
að lyfta 700 milljónum manna
„úr miðaldaörbirgð til bjargálna
á ótrúlega stuttum tíma“ með
virkjun markaðsaflanna undir
öflugri handleiðslu ríkisvaldsins.
Síberíuferð í sjónvarpið
Jón Baldvin þvældist þó ekki
gagngert til Kína til að boða nor
ræna jafnaðarmennsku heldur
létu hann og eiginkona hans,
Bryndís Schram, gamlan draum
rætast í tilefni af 80 ára afmæli
Bryndísar og fóru með Síberíu
lestinni í gegnum fimm tímabelti
frá Kína til Moskvu. Jón Baldvin
segir þau hjónin hafa haldið
dagbók um ferðina sem verði
„á dagskrá Ríkisútvarpsins ein
hvern tímann milli hátíðanna“.
thorarinn@frettabladid.is
9 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r14 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
9
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
8
-0
C
E
0
2
1
5
8
-0
B
A
4
2
1
5
8
-0
A
6
8
2
1
5
8
-0
9
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K