Fréttablaðið - 09.11.2018, Síða 20
Þegar níu ára sonur
Bennýjar Sifjar
Ísleifsdóttur stillti
upp myndavél
til að njósna um
komu jólasvein-
anna setti hann af
stað óvænta at-
burðarás. Úr varð
barnabók sem hún
skrifaði á legubekk
heima í stofu.
Heimilið er staður fyrir sam-veru og þar þarf að vera til eitthvað í ísskápnum svo
maður fái gott að borða. Svo spillir
ekki fyrir að eiga góðan mann
sem hefur yndi af því að matbúa
sæl kerakrásir ofan í fjölskylduna,“
segir Benný Sif þar sem hún lætur
fara makindalega um sig á þægi-
legum legubekk í stofunni heima.
Á þeim sama góða legubekk
skrifaði hún fyrstu tvær skáldsög-
urnar sem nú fást brakandi nýjar
úr prentsmiðjunni.
„Það er vitaskuld lúxuslíf fyrir
rithöfund að geta lagst út af með
skáldsögur í kollinum og látið þær
vakna til lífsins útafliggjandi á
hlýrri gæru og í kósíheitum heima.
Einveran verður þó stundum
aðeins of mikil og því ákvað ég
nýlega að fá mér skrifstofu í mið-
bænum. Þar get ég unnið með
fleirum og haft af þeim félagsskap,
sem er uppbyggjandi og nærandi,“
segir Benný.
Dreymdi um stóra fjölskyldu
Benný Sif er Eskfirðingur sem flutti í
Kópavoginn fyrir tólf árum. Hún er
með meistaragráðu í þjóðfræði og
býr með eiginmanni sínum Óskari
Garðarssyni og börnum þeirra
fimm.
„Mig dreymdi alltaf um að eiga
stóra fjölskyldu og finnst yndislegt
að hafa mína nánustu í kringum
mig,“ segir Benný sem á ellefu ára
son og fjórar dætur á aldrinum 19
til 25 ára.
„Ég kem sjálf úr sömu sam-
setningu á systkinahópi og veit
því hvernig heimilislífið gengur
fyrir sig. Samkomulagið í systkina-
hópnum er með besta móti og
strákurinn minn er ánægður að
eiga allar þessar systur. Hann á í
skemmtilegu sambandi við þær
allar en kvartaði lengi yfir því að
eiga ekki yngra systkin. Það verður
þó alltaf hlutskipti eins í fjölskyld-
unni að vera yngstur,“ segir Benný
og hlær, enda er hún sjálf yngst
sinna systkina.
„Stíllinn heima er eflaust svolítið
gamaldags en hann er hlýlegur. Það
sést að hér býr fólk og yfirbragðið
er ekki of stíliserað. Ég er mikið
fyrir ljós og lampa en meðvitað
farin að draga úr kertanotkun og
velja umhverfisvæn kerti. Hugur
minn dvelur því við umhverfis-
vernd og ég vil nýta húsgögn og
heimilismuni sem best. Ég kaupi
því fátt nýtt og er ekki týpan sem
skiptir um jólaskraut á hverju ári,“
segir Benný og brosir kát á legu-
bekknum góða.
„Bekkurinn er orðinn tíu ára og
er einkar notalegur fyrir lestur.
Hann er svolítið minn staður og
sérstaklega eftir að ég hófst handa
við skrifin, en mér finnst ég hafa
unnið í lottóinu í hvert sinn sem ég
sé heimilisfólkið sitja í honum með
bók í hendi.“
Spennandi rannsóknarvinna
Benný Sif segir örlögin hafa ætlað
sér að skrifa bækur en að hún hafi
ekki komið sér til þess fyrr en nú
að tvær fyrstu bækurnar koma út
á sama tíma og í smíðum er önnur
skáldsaga og önnur barnabók.
„Hugmyndin að barnabókinni
kviknaði fyrir tveimur árum þegar
sonur minn fékk spjaldtölvu sem
námsgagn í skólanum. Þegar
Stekkjastaur var væntanlegur
fyrstur til byggða tók drengurinn
upp á því snilldarráði að reyna að
njósna um jólasveinana og stillti
spjaldtölvunni út í glugga til að
taka upp myndir af þeim á nótt-
unni, og auðvitað án þess að segja
foreldrum sínum frá því,“ segir
Benný sem komst nú samt á sporið
um rannsóknarvinnu sonar síns.
„Þetta stúss á stráknum varð
kveikjan að bókinni og þar þróast
málin með spennandi og leyndar-
dómsfullum hætti,“ segir Benný
og vill ekki ljóstra frekar upp um
framvindu sögunnar.
Jólasveinar í þjóðsögunum
Benný þykja jólasveinar skemmti-
leg fyrirbæri og bendir á að þeir
lifa sterkt í þjóðsögunum okkar.
„Við eigum ótal sögur og sagnir
um íslensku jólasveinana og þær
eru af einhverju sprottnar. Mér
finnst því sjálfsagt að halda þjóð-
sagnaarfinum á lofti. Krakkar geta
líka vel trúað á alvöru jólasveina
um leið og þeir koma auga á gervi-
jólasveina á jólaskemmtunum.
Sem þjóðfræðingur legg ég í
ákveðnum skilningi trú á þjóð-
sögurnar og hef gaman af sagna-
hefðinni um jólasveinana.“
Mætti sjálfri sér
Benný er ekki farin að setja upp
jólaljós þótt rétt rúmar sex vikur
séu til jóla.
„Ég hef haldið mig við það að
skreyta ekki fyrr en helgina sem fer
næst 1. desember eða fyrsta sunnu-
dag í aðventu. Mér finnst aðdrag-
andinn að jólum yndislegur tími og
það verður sérstök tilfinning að taka
nú þátt í jólabókaflóðinu í fyrsta
sinn,“ segir Benný sem auk barna-
bókarinnar Jólasveinarannsóknin
teflir fram skáldsögunni Grímu sem
hún hlaut nýræktarstyrk fyrir í vor.
„Gríma segir af örlögum
sjómanns kvenna í austfirsku
sjávarþorpi á sjötta og sjöunda
áratugnum. Þá kemur nýsköpunar-
togari til bæjarins og með honum
eitthvað af nýjum skipverjum sem
breytir takti bæjarlífsins. Þetta er
þorps- og ástarsaga um efni sem
hefur lítið verið fjallað um,“ segir
Benný sem hlaut sjaldgæft nafn sitt
frá Benedikt, eiginmanni Kristínar
móðursystur sinnar.
„Mömmu þótti Kristín vera of
hversdagslegt nafn og lét skíra mig
Benný til að gera þeim báðum hátt
undir höfði. Við erum nokkrar á
landinu sem heitum Benný en ég hef
aldrei hitt nöfnu mína. Bara séð bíl
með þessu einkanúmeri og fannst
ég þá hafa mætt sjálfri mér,“ segir
Benný og skellihlær.
Njósnað um jólasveinana
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Benný Sif á legu-
bekknum góða
þar sem fyrstu
tvær skáld-
sögurnar hennar
urðu til.
MYND/SIGTRYGGUR
ARI
Benný teflir fram tveimur nýjum
skáldsögum sem eru hennar fyrstu.
JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Kemur út þriðjudaginn 27. nóvember.
Viltu þú auglýsa í mest lesna
jólablaði landsins?
Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins.
Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is
Skemmtilegt blað sem kemur inn á allar hliðar jólaundirbúningsins.
Uppflettirit sem lesendur leita í aftur og aftur.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt auk blað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . N Óv e M B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
9
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
8
-0
7
F
0
2
1
5
8
-0
6
B
4
2
1
5
8
-0
5
7
8
2
1
5
8
-0
4
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K