Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 26
E invígið er opið öllum döns-urum óháð dansskólum eða landamærum enda mætti til okkar pólskur dansari nán-ast upp úr þurru og sigraði í waacking-flokknum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi dansskóla Brynju Péturs, en hún hélt Street-dans- einvígið, vikulangt partí með böttlum og erlendum gestakennurum. Einvígið hefur verið haldið árlega frá árinu 2012 en þetta er eina keppnin á landinu fyrir dansara á framhaldsstigi í öllum street-dansstílum sem iðkaðir eru á landinu. Einvígið er vikulangt og er keppt í hiphop, dancehall, waacking, house, break, popping, top rock og ‘all styles’. Þátttakendur dansa einn á móti einum í 40 sekúndur hvor við tónlist sem er ekki ákveðin fyrir fram því DJ-inn stjórnar stemningunni. „Við fluttum inn heimsfrægan DJ sérstaklega til þess að spila á battlinu. Þekking DJ-sins skiptir öllu máli því öllum stílunum fylgir viss tónheimur. Hæfileikar dansaranna eru svo settir í brennidepil í ‘All Styles’ battl- inu þar sem reynt er á breidd dansbak- grunns þeirra því þau þurfa að bregðast við tónlist frá ýmsum stefnum og gætu þurft að dansa við t.d. dancehall og funk í einu og sama battlinu,“ segir hún. Andrúmsloftið var rafmagnað á battl- inu, mikill stuðningur meðal dansar- anna sem eru á aldrinum 16-29 ára og margir yngri dansarar að horfa á sem hlakka eflaust til að vera með þegar þau verða eldri. „Þetta eru einhverjir aktíf- ustu og mest áberandi ungu dansarar á Íslandi í dag – það er bara þannig,“ segir Brynja en nemendur skólans eru orðnir yfir 600. benediktboas@frettabladid.is Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins Stærsta götudanskeppni ársins, svokallað Street-danseinvígið, fór fram í áttunda sinn með vikulöngu partíi. Þetta er eina keppnin á landinu fyrir dansara á framhaldsstigi í öllum street-dansstílum. Pólskur dansari mætti upp úr þurru og sigraði í waacking-flokki. Hver dansari dansar í 40 sekúndur og sáust mörg góð tilþrif. Sigurvegararnir uppi á sviði, eðlilega glaðbeittir og sáttir eftir úrslitin. Þ ETTA G E R Ð I ST : 9 . N ÓV E M B E R 1 9 3 2 Gúttóslagurinn í Reykjavík Kreppan stóð sem hæst árið 1932. At- vinnuleysi var mikið og sár fátækt. Eftir mikinn átakafund þar sem slagsmál urðu ákvað bæjarstjórnin í Reykjavík að koma á atvinnubótavinnu þótt hún hefði áður þverneitað að taka upp slíkt fyrirkomulag. Þegar líða tók á veturinn fór féð sem var ætlað til atvinnubótavinnunnar að verða uppurið. Bæjarstjórnin ákvað þá að lækka laun þeirra sem unnu atvinnu- bótavinnu. Verkalýðssinnar mótmæltu því og ákveðið var að efna til bæjar- stjórnarfundar 9. nóvember í Góð- templarahúsinu sem kallað var Gúttó. Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan húsið og áheyrendabekkir voru þétt setnir. Þegar sýnt þótti að bæjarstjórnin ætlaði ekki að skipta um skoðun varð háreysti á pöllunum. Ekki heyrðist mannsins mál og ákveðið var að slíta fundi. Upphófust þá heiftúðug slagsmál. Lögreglan var með mikinn mannskap auk hvítliða en hún mátti sín lítils gegn margnum og lagði á flótta. Lögreglumenn voru þá eltir uppi og barðir til óbóta. Um kvöldið ákvað ríkisstjórnin að veita fé til Reykjavíkur- bæjar svo ekki þyrfti að lækka launin. Þeir sem höfðu sig mest í frammi í átökunum voru dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi en fyrir þrýsting frá al- menningi var ákveðið að skilorðsbinda dómana. – bb Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arndís Birna Sigurðardóttir áður Blöndubakka 15, verður jarðsungin frá Lindakirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Halla Guðrún Jónsdóttir Gísli Arnar Gunnarsson Brynjólfur Gunnar Jónsson Arndís Lára Jónsdóttir Ebenezer Guðmundsson Hallgrímur Júlíus Jónsson Berglind Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku fallegi drengurinn okkar, bróðir, vinur, afa- og ömmustrákur, Egill Daði Ólafsson verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13.00. Ólafur Vigfússon María Anna Clausen Andri Ólafsson Sigurlaug Jónsdóttir Vigfús Ólafsson Sif Sigþórsdóttir Marsibil Tómasdóttir Vigfús Ólafsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Arnór Haraldsson frá Þorvaldsstöðum, Langanesströnd, Víðilundi 24, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 31. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Júlía Friðriksdóttir Þórunn Björg Arnórsdóttir Almar Björnsson Unnur Helga Arnórsdóttir Eydís Arnórsdóttir Ingimar Tryggvason afa- og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynja Tryggvadóttir píanókennari, Teigagerði 9, lést 4. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13. Egill Sveinsson Sveinn Yngvi Egilsson Ragnheiður I. Bjarnadóttir Tryggvi Þórir Egilsson Ásta S. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Föðurbróðir okkar, Þórarinn Indriðason er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingunn Karitas Indriðadóttir Guðný Vigdís Indriðadóttir Indriði Indriðason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvarður Gústafsson bifreiðarstjóri, Víkurbraut 30, Höfn, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 28. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Már Þorvarðarson Rósa Sólveig Steingrímsdóttir Þórlaug Inga Þorvarðardóttir Gústav Hjörtur Gústavsson barnabörn og barnabarnabörn. 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r18 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 8 -1 B B 0 2 1 5 8 -1 A 7 4 2 1 5 8 -1 9 3 8 2 1 5 8 -1 7 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.