Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2018, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 09.11.2018, Qupperneq 31
Villimærin fagra (Bækur duftsins) Philip Pullman Útgefandi: Mál og menning Þýðandi: Guðni Kolbeinsson Fjöldi síðna: 5055 Hinn breski Philip Pullman vann á sínum tíma til verðlauna fyrir þríleik sinn um stúlkuna Lýru og ævintýri hennar. Bækurnar Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn komu út í íslenskri þýðingu og vöktu verð- skuldaða athygli og hrifningu. Nú er komin út Villimærin fagra, fyrsta bókin í nýjum þríleik höfundar sem hefur yfirskriftina Bækur duftsins. Þar snýr Pullman aftur til Lýru, en nú er hún einungis sex mánaða. Hún er þegar í stórkostlegri hættu enda bíða hennar sérstök örlög sem illar vættir vilja ekki að verði að raunveruleika. A ð a l p e r s ó n a Villimeyjarinnar fögru er hinn ellefu ára gamli Malcolm Pol- stead sem býr með foreldrum sínum í gamalli krá í Oxford. Á köflum minnir bókin nokkuð á G u l l e y j u Roberts Louis Stevenson því grunsamlegir karlmenn banka upp á og hafa illt í hyggju. Malcolm kemst að því að kornabarn, Lýra, dvelur hjá nunnum í grenndinni og ill öfl hyggjast ræna henni þaðan. Þegar náttúruhamfarir dynja yfir leggur Malcolm á flótta með Lýru og ungl- ingsstúlkunni Alice. Malcolm er ung hetja af bestu gerð, geðugur, ráðagóður og blíð- lyndur. Alice er hins vegar hin óvænta hetja sögunnar. Lengi fer afar lítið fyrir henni, hún er í bakgrunni, fremur fýluleg og afundin, og það kemur lesandanum verulega á óvart þegar hún stekkur skyndilega fram á sjónarsviðið sem áberandi persóna. Þróuninni á sambandi hennar og Malcolms er lýst á næman, fallegan og skemmtilegan hátt. Villimærin fagra er gríðarlega spennandi bók, full af hættulegu fólki sem einskis svífst og ætlar sér að hremma Lýru og hina hugrökku verndara hennar. Pullman veigrar sér ekki við að lýsa ofbeldisverkum enda verður ekki annað séð en hann hafi þá trú að börn og unglingar þoli ýmislegt þegar kemur að hrollvekj- andi lýsingum – og það er vafalítið rétt hjá honum. Í bókinni blandast saman raunsæi, dulúð og ævintýri. Það skapar svo ákveðna töfra að þarna eiga manneskjur sér fylgjur í dýralíki sem bregðast stöðugt við atburðum. Í gegnum árin hefur Pullman ekki vandað kirkjunni kveðjurnar og vegur hart að henni í þessari bók. Þar kemur mjög við sögu Agadóm- stóll Kirkjuráðsins, ADK, sem tekur á villutrú og trúleysi af grimmd og miskunnarleysi. Mögnuðustu kaflar bókarinnar fjalla um það þegar rétt- trúnaður verður ríkjandi í skóla. Kennarar sem fara ekki eftir bók- stafnum hverfa og börn eru hvött til að gerast uppljóstrarar og segja til foreldra sinna og vina. Þarna er frásögnin gríðarlega kraftmikil og um leið afar óhugguleg. Villimærin fagra er bók fyrir alla. Hún er ætluð ungmennum en allir sem unna góðum bókmenntum ættu að lesa hana. Þetta er bók sem svíkur ekki og gleðilegt að eiga von á framhaldi. Guðni Kolbeinsson þýðir bókina með miklum ágætum, eins og hans er von og vísa. Kolbrún Bergþórsdóttir Niðurstaða: Hörkuspennandi og töfrandi bók með minnisstæðum persónum. Bók fyrir alla Í tengslum við sýningu Kristínar Tryggvadóttur, Áfram streymir, ætla skáldin Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir að flytja ljóð í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, 10. nóvember milli klukkan 14 og 15. Sum þeirra voru ort við stór blekverk Kristínar, eins og Anna Karin lýsir. „Hún Kristín vinnur myndir sínar með sérstöku bleki, setur það á danskan striga og lætur það lesa sig eftir honum með ákveðnum handarhreyfingum. Hún ræður litunum en hefur að öðru leyti ekki fulla stjórn á myndinni heldur leyfir blekinu að ráða. Ég er atómskáld og þegar ég sá verkin hennar Kristínar þá hoppuðu ljóðin til mín út úr myndunum.“ Sigríður kveðst yrkja undir hefð- bundnum bragarháttum. „Ég gaf út mína fyrstu ljóðabók, Bikarinn tæmdur, á sjötugsafmælinu fyrir þremur árum,“ segir hún og bætir við að barnabók eftir hana sé að koma úr prentun í dag, sú heiti Rípa og fjalli um tröllastelpu. Nú ætla þær Anna Karin og Sig- ríður að rása milli myndanna í Listasal Mosfellsbæjar og fléttulesa ljóðin sín. „Við ætlum að reyna að skemmta gestum með þessu eins og við getum,“ segir Anna Karin glað- lega. „Það er létt yfir okkur og við viljum endilega að fólk brosi.“ – gun Áfram steyma ljóð og blek í Listasal Mosfellsbæjar Það er létt yfir vinkonunum sem lesa ljóð sín í Listasal Mosfellsbæjar. Við ætlum að reyna að skemmta gestum með þessu eins og Við getum. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA LOKSINS KOMIN AFTUR! Fíasól er mætt á svæðið, kraftmeiri en nokkru sinni fyrr! „Fíasól er söm við sig, uppátækjasöm og skemmtileg …“ HILDUR HEIMISDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ (UM FÍASÓL ER FLOTTUST ) Bókin sem börn og fullorðnir hafa beðið eftir m e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 23F Ö s t u D a g u r 9 . N ó V e m B e r 2 0 1 8 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 7 -F E 1 0 2 1 5 7 -F C D 4 2 1 5 7 -F B 9 8 2 1 5 7 -F A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.