Stjarnan - 01.06.1919, Síða 3

Stjarnan - 01.06.1919, Síða 3
Núna nýskeð kom maður til mín og lagði tvo dollara í hönd mér. Eg sjmrði hann hversvegna hann gjörði þetta; hann horfði á mig undrunar aug- um og svaraði: ‘ ‘ j)ú veizt hvers vegna. Eg skulda þér þetta!” “En eg skil ekki hvers vegna,” svar’- aði eg, “og þar að auki get eg ekki tekið á rnóti þessum peningum undir þessum kringumstæðum; því ekki veit eg til að þú skuldir mér eitt einasta eent. ’ ’ “pú hefir þó ekki gleymt ferðinni, sem við gjörðum fyrir noklmrm árum,” hélt vinur minn áfram, “þegar eg flutti tjald og útbúning þinn frá Long Valley til Boise, Idaho, eftir að þú hefðir lokið samkomunum í Roseberry?” “Nei, eg hefi ekki gleymt þeirri ferð,” svaraði eg. “Eg man eftir að við vorum fjóra daga og þrjár nætur á leiðinni, hvernig það ringdi og að við gátum ekki fundið skýli annarstaðar en í hlöðum frumbýlinganna. Konan mín man einnig eftir þeirri ferð; því að bæði hún og litlu stúlkurnar okkar voru með líka, manstu?” “Manstu eftir að þú hafðir exi með í ferðinni?” spurði hann. “Eg held eg hefði, þó eg muni það ekki núna.” “Jæja, en eg veit að þú hafðir exi; og þegar við tókum hlassið af varð öxin eftir og þar af leiðandi tók eg hana með mér heim. Eg hugsaði fyrst að eg skyldi senda þér hana, en það varð eklv- ert úr því. Hún lá til og frá á eign minni um langan tíma þangað til að hún hvarf; en eg gleymdi henni ekki fyrir því.” pað mun hjálpa mér að gleyma. “Eg hefi séð þig oftar en einu sinni síðan við gjörðum þessa ferð, og í hvert skifti sem eg hefi séð þig hefir öxin dottið mér í hug, Taktu á móti pen- ingunum, það mun hjálpa mér að gleyma þessu. ” Aftur reyndi eg að fullvissa vin minn um að eg' hafði aigjörlega gleymt þessu atviki, en hann hristi liöfuðið og svar- aði: “Veizt.u að í hvert skifti sem -eg sá þig var eg viss um að sjá exina í augum þínurn og þetta gjörði mig órólegan, en eg vissi ekki livað eg ætti að gjöra í þessum efnum, svo eg gjörði ekki neitt” 1 mörg ár hefir vinur minn gjört upp- reisn móti Guðs anda og reynt að bæla niður rödd hinnar órólegu samvizku á fleiri en einn hátt. Hann hafði einu sinni góða kristilega reynslu, en hann lét hugfallast, og meðan hann ef til vill ekki vissi hvað hann átti að gjöra til að bæta úr því sem hann hafði haft með röngu, gjörði hann rangt í að gjöra ekki neitt.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.