Stjarnan - 01.06.1919, Page 4

Stjarnan - 01.06.1919, Page 4
36 STJARNAN. ógæfusöm og sek. Samt sem áður heldur samvizkan á- fram að áminna hann um skyldu hans og einmitt það að hún hafði svo mikil áhrif á hann hvað exina snerti gefur fyrirheit um að hún mun gjöra hið sama í öðrum efnum. Faiúsearnir færðu Jesú ógæfusama en seka konu og sögðu við hann: ‘ ‘ Meistari, kona þessi er beinlínis staðin að því að drýgja hór. Móse hefir nú boðið oss í lögmálinu að slíkar konur skuli grýta; hvað segir þú nú um liana ? Bn þetta sögðu þeir til að freista hans, til þess að þeir hefðu eitthvað að ákæra 1 ann fyrir. En Jesús laut þá niður og ritaði með fingrinum á jörðina. En þar eð þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: “Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana. Og hann laut, aftur niður og rit- aði á jörðina með fingrinum. En er þeir heyrðu þetta, gengu þeir burt hver eftir annan, öldungarnir fyrstir, og Jesús var einn eftir og konan frammi fyrir honum.” Jóh. 8: 4-9. Farisearnir, þessir af flaðri fyltir hræsnarar, sem sjálfir voru sekir um þá glæpi, er þeir fordæmdu hjá öðrum og reyndu að fela syndir sínar til þess að aðrir sæu þær ekki, drógu þannig sjálfa sig á tálar með því að halda lang- ar bænir og með hátíðlegri yfirlýsingu kunngjöra sinn eiginn heilagleik! Og þó hefir Guð gróðursett í hverja sál eitthvað, sem ekki sofnar, eitthvað sem ekki gleymir, það er samvizkan. í sál hvers manns. Já, hún dvelur í sál hvers manns. Gefðu henni engan gaum, vanræktu hana, bældu hana niður, hún deyr samt ekki. Hún heldur áfram, stundum af veikum mætti, að reyna að leiða sálina frá hinum dimma og skuggalega vegi syndar og dauða inn á hina skínandi braut Ijóss og réttlætis, og í tilfelli af að þetta skyldi mishepnast, mun hún að lokurn standa í dóminum og í allri kyr- þey benda á töflur sálarinnar þar sem dómurinn í raun og veru er uppkveðinn og vitna um sannleiksgildi hinnar fyr- irdæmandi skýrslu, sem skín með eld- stöfum frá hinum himnesku bókum. Páll postuli, trúarhetjan mikla, stóð frammi fyrir dómstóli Gyðinganna og vitnaði með skýrum orðum að samvizka hans væri hrein gagnvart Guði og mönnum. Áklagarar og dómarar hans ætluðu að loka munni hans og enda hið hataða verk hans með því að deyða hann. Já, þeir gætu líflátið hann, en ekki að eilífu, því að hann mun lifa aftur. Sá maður sem í sannleika gat borið vitnisburð um að samvizka sín væri hrein, gat einnig vitnað um að hann mundi lifa aftur. Hlustið á hann: “Eg hefi barist góðu baráttunni, hefi fulln- að skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari; en ekki ein- ungis mér, heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans. ’ ’ 2. Tim. 4:7,8. þegar hann dó hafði hann verðveitt góða samvizku og hræsnislausa trú og mun þess vegna vakna á hinum mikla fagnaðardegi til að meðtaka kórónu ó- dauðleikans. Trú og góð samvizka verða lyndiseinkenni þeirra, sem þrá endurkomu frelsarans. B. M. G.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.